fbpx

Staðalbúnaður helgarinnar!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSS14

Þessi helgi er búin að vera vægast sagt stórkostleg þegar horft er á veðrið en lífið hefði mátt vera aðeins sanngjarnara þegar kom að persónulega lífinu – en ég er ekki alveg tilbúin til að segja frá þeirri sögu, kannski seinna.

Svo vegna aðstæðna er ég búin að eyða helginni í faðmi fallegu feðganna minna og við erum búin að njóta þess að eyða öllum stundum saman. Sund, göngutúrar, bakarísferðir, pönnukökur, busl og rólegar stundir í sólinni hafa einkennt helgina sem skilaði þó nokkrum lit á líkamann og helling af freknum. Ég var þó vel undirbúin og þakin í góðri vörn og sonurinn líka að sjálfsögðu. Mig langaði að deila með ykkur vörunum sem ég valdi til að verja okkur í sumar ég er mjög ánægð með það hvernig þær stóðu sig um helgina en enginn brann en við fengum samt mjög hraustlegt útlit á húðina.

sól

Á myndinni sjáið þið….

Shiseido sólarvarnarpúðurfarða með SPF 30. Þetta er svona típískur púðurfarði það fylgir honum svampur til að bera farðann á. Það hefur hins vegar aldrei hentað minni þurru húð en það hentar án efa konum með feita eða blandaða húð. Í staðin þá nota ég þéttan púðursvamp til að dusta því yfir húðina. Púðrið notaði ég í gær en ég var bara með sólarvörn í andlitinu á laugardaginn.

Terracotta After Sun Cream. Hér er um að ræða nýtt húðkrem sem á að bera á húðina eftir að hún er búin að vera úti í sólinni. Kremið er ótrúlega mjúkt og nærir húðina vel eftir sólina. Kremið er líka svokallað Tan Booster svo með því að næra húðina vel á það að viðhalda litnum lengur og halda honum mun fallegri. Ég bar kremið yfir alla húðina bæði á laugardags og sunnudagskvöldið og mér líður alla vega mjög vel í húðinni svo ég ætla að nota þetta krem áfram í sumar. Túban inniheldur alveg 150 ml af kremi svo þetta ætti að endast mér í sumar.

Shiseido Expert Sun SPF 30. Sólarvörn sem er ætlað fyrir andlitið, ég setti þessa reyndar líka niður eftir hálsinum og á bringuna. Ég setti hana á mig fyrir sundferðina okkar á laugardaginn – fórum í Mosfellsbæ sú laug er æðisleg mæli með! – en hún er vatnsheld. Eftir sunið bar ég hana svo aftur á mig.

Baby Lips Maybelline piparmyntu varasalvi með SPF 20. Ekki gleyma vörunum þær þorna svo upp í sólinni og verða að fá næringu yfir daginn. Baby Lips varasalvarnir eru nú fáanlegir á Íslandi en þessir glæru eru allir þrír með SPF 20 en ekki þessir sem eru með lit. Ekki gleyma vörunum ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það:)

Eucerin SPF 25 sólarvörn fyrir krakka. Þess var keypt fyrir Tinnann minn í flýti á föstudaginn þegar ég áttaði mig á því að við ættum enga sólarvörn fyrir heitustu helgi sem við höfum fengið í alltof langan tíma. Eftir mikla umhugsun var þessi frá Eucerin valin hún er sérstakega fyrir krakka hún er án ilmefna og er á mjög fínu verði. Ég stalst svo aðeins í hana til að setja á restina af líkamanum mínum.

Helena Rubinstein Premium UV SPF 50. Þessa vörn prófaði ég svo í gær, hún endist í alveg 12 tíma svo ég pældi lítið í því að bæta á húðina þegar líða fór á daginn. Mér fannst eftir laugardaginn að andlitið yrði að fá smá hvíld frá sólinni þar sem mér fannst smá roði í henni eftir daginn áður sem ég vildi ekki að myndi ýfast upp í gær. Svo SPF 50 varð fyrir valinu en ég get svo svarið að ég fékk samt fleiri freknur eftir gærdaginn.

sól2

Auk þess var ómissandi að vera með sumarlegt naglalakk til að fullkomna heildarlúkkið yfir þessa fallegu helgi. Hér sjáið þið einn af nýju sumarlitunum frá Chanel Tutti Frutti nr. 621.

Vá hvað ég vona að við fáum svona yndislegt sumarveður áfram. Ég er samt mjög ánægð með að fá einn hvíldardag til að hanga inni yfir Survivor í dag og slaka á áður en ný vinnuvika hefst á morgun.

Vona að þið hafið notið sólarinnar vel varðar fyrir skaðsemi hennar – ég leyfði henni reyndar að gefa mér smá D vítamín í gær áður en ég setti á mig sólarvörn eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda ;)

EH

Sumar af vörunum sem þið sjáið í færslunni keypti ég sjálf. Aðrar fékk ég sendar sem sýnishorn. Allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni persónulegu skoðun og reynslu og að sjálfsögðu veiti ég hreinskilið álit mitt á vörunum eins og alltaf. 

Náðu lúkkinu: gullin áferð

Skrifa Innlegg