fbpx

St. Tropez – fyrir & eftir

Ég Mæli MeðHúðNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Eins og þið hafið flest líklega fattað eftir þessa færslu HÉR þá eru St. Tropez sjálfbrúnkuvörurnar að koma í sölu á Íslandi. Ég fékk að prófa Starter Kit-ið þeirra og stigvaxandi sjálfbrúnku fyrir andlitið.

Starter Kit-ið inniheldur: líkamsskrúbb, bodylotion og litaða sjálfbrúnku – þá meina ég að kremið er brúnt á litinn og því gott ráð að nota hanska þegar það er borið á:) En útkoman er vægast sagt flott og mér fannst upplagt að taka fyrir og eftir myndir til að sýna ykkur útkomuna. Það skemmtilega við vörurnar er að hver og einn fær lit sem hentar sínu litarhafti. Þið fáið líklega allt annan lit en ég t.d. en lit sem passar ykkur. Ég setti á mik brúnkuna að kvöldi til og svaf með hana á mér, kremið litaðist ekki í sængurverin og ég vaknaði með jafnan og flottan lit. Ég get vonandi bráðum farið að segja ykkur frá því hvenær og hvar vörurnar verða í sölu. Það er um að gera að fá frekar flottan sumarlegan lit á líkamann með því að nota sjálfbrúnku það er svo mikið úrval núna af flottum vörum og nú nýtt merki að bætast við úrvalið. Ég hef líka ótrúlega góða reynslu af svona sjálfbrúnkuúðum þeir eru algjör snilld fullkomið fyrir þær sem búa einar og hafa engann til að bera á bakið á sér;)

En það besta við þær vörur sem ég hef prófað frá St. Tropez er að þær eru algjörlega lyktarlausar!!!

EH

The Row - Elegant hjá Olsen systrum

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Árný

    12. February 2013

    Hvenær kemur þetta í búðir?

  2. Carmen

    13. February 2013

    Þurftiru samt ekki að skola kremið af þér morgunin eftir? Eins og með Brazilian tan?

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. February 2013

      Ég fór bara í létta sturtu morguninn eftir en mér fannst liturinn alls ekki minnka, en ég setti nú bara eina umferð og mjög létt af kreminu af því ég er svo svakalega ljós að ég vildi ekki vera of dökk. En liturinn var alveg fullkominn og er það ennþá þó svo ég hafi borið það á fyrir næstum viku síðan:):)

  3. Birta

    17. April 2013

    Ég frétti að þetta væri komið í búðir á íslandi, en veit ekki hver hefuru einhverja hugmynd :) ?

    • Já:) þetta er t.d. í hygeu í smáralind og kringlu, Sigurboganum á Laugavegi og ætti að vera komið í Hagkaup Smáralind, Kringlu og Akureyri :D