fbpx

The Row – Elegant hjá Olsen systrum

FallegtFashionFyrirsæturStíllTrend

Fyrir þessa sýningu ákváðu systurnar að leigja íbúð í Upper East Side, fylla hana af húsgögnum, gera heimilislega og kósý og halda tískusýningu. Þar af leiðandi er auðveldara kannski að sjá fyrir sér fötin notkun í svona hlýlegu og heimilislegu umhverfi.

Það sést vel að þær hafa lagt mikla áherslu á smáatriðin og ætli þær hafi ekki dundað sér við að klára eina og eina flík í einu. Collectionið einkennist af einstaklega fallegum og elegant klæðum – kimono sniðið sem verður eitt af trendum sumarsins var mikið notað, dökkgræni liturinn er áberandi í upphafi sýningarinnar en í lok hennar eru klæðin öll orðin ljós og stórar kósý peysur við vel sniðnar buxur og æðislegt cape koma niður stofuganginn – ég veit ekki með ykkur en fyrir mitt leyti myndi ég aldrei þora að gangast ljósu cape-i ég drekk alltof mikið af kaffi á ferðinni til þess og þegar maður er greindur með lélega rýmisskynjun – no joke – þá er ekki sniðugt að klæðast ljósum yfirhöfnum. Nú ekki nema kaffislettu munstur komi í tísku….

Það eins kannski er að mér finnst vanta wow factorinn – þó skórnir komist nálægt því.

Hvað finnst ykkur?

EH

Marc by Marc Jacobs - Nútíma Marilyn Monroe

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hilrag

    12. February 2013

    sammála með wow factorinn – rosa fínt en ekkert að brjálast yfir þessu!

    skórnir eru samt rosalega skemmtilegir!

    xx