fbpx

Spennandi nýjung frá Blue Lagoon!

Blue LagoonSnyrtivörur

Svo ég haldi nú áfram að minna á og dásama glæsilegt tölublað Nýs Lífs og RFF þá rakst ég þar á eina auglýsingu sem fékk mig til að skrækja smá eins og skólastelpa á One Direction tónleikum… En auglýsingin er tease fyrir nýjung í úrval hjá Blue Lagoon!

Merkið inniheldur margar af mínum uppáhalds húðvörum en ég gjörsamlega elska kísilmaskann og þörungamaskann og nota þá mjög reglulega en saman ná þeir að halda mér og húðinni í ótrúlega góðu jafnvægi. Ég var búin að heyra smá svona um nýjungina og þá á þann veg að hér væri vara sem myndi fullkomna heimadekrið – þið þekkið mig ég hata nú ekki svoleiðis vörur!

Auglýsingin er í sama stíl og nýleg herferð merkisins sem var einmitt kynnt fyrst á RFF í fyrra en ég fékk að vera viðstödd þegar myndirnar fyrir þá herferð voru teknar sem var virkilega skemmtilegt. Hér er það hin stórglæsilega og hæfileikaríka Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sem situr fyrir….

BL_Lavascrub_Glamour_spread_OK

Ljósmyndari: Börkur Sigþórs
Förðun: Fríða María
Hár: Þórhildur Jóhannesdóttir
Fyrirsæta: Hrafnhilur Hómgeirsdóttir

Ég hef svona mínar hugmyndir og mínar grunsemdir um vöruna sem virðist samkvæmt þessu vera með matta og þétta áferð sem minnir helst á svona hraunaða áferð sem myndi nú hæfa vel þar sem lónið okkar fallega er umlukið hrauni. En hvort þetta er maski eða einvers konar hreinsir þá verður það að bíða betri tækifæris til uppljóstrunar….!

Ég iða alla vega af spenningi og get ekki beðið eftir að fá að vita meira um vöruna og segja ykkur betur frá henni.

EH

MAC/RFF Workshop

Skrifa Innlegg