fbpx

MAC/RFF Workshop

BaksviðsFashionMACMakeup ArtistRFF

Eins og ég sagði ykkur frá fyr í dag þá fékk ég að vera fluga á vegg þegar MAC stóð fyrir workshoppi fyrir starfsmenn sína sem vildu taka þátt í teymum Fríðu Maríu og Guðbjargar Huldísar á RFF. Dömurnar tvær lögðu verkefni fyrir stelpurnar sem fengu allar ákveðin tíma til að gera farðnirnar en á RFF skiptir miklu máli að skila gæðum á góðum tíma og því er svona workshop tilvalið til að sjá hvað hver stelpa hefur að bjóða uppá og svo hjálpar þetta þeim Fríðu og Guðbjörgu að raða stelpum eftir þeirra styrkleikum í teymin sín. Hvor um sig sjá Fríða og Guðbjörg um 3 sýningar og stelpurar í teymunum þeirra verða að getað unnið eftir því sem einkennir lúkk hverrar förðunar.

Ég fékk að vera fluga á vegg í gærkvöldi sem mér finnst svo gaman og ég naut þess að fylgjast með þessum flottu stelpum – myndavélin var að sjálfsögðu á lofti svo hér sjáið þið hvað er á seyði baksviðs hjá MAC í aðdraganda RFF…

macrffworkshop22 macrffworkshop21 macrffworkshop20 macrffworkshop19 macrffworkshop17 macrffworkshop15 macrffworkshop14 macrffworkshop16macrffworkshop12 macrffworkshop11 macrffworkshop10 macrffworkshop9 macrffworkshop8 macrffworkshop7 macrffworkshop6 macrffworkshop4 macrffworkshop3 macrffworkshop2 macrffworkshop

Á morgun gef ég svo Fríðu Maríu orðið og deili með ykkur því hvað hún hefur að segja um RFF í ár ásamt því að deila með okkur góðum ráðum;)

Takk fyrir mig í gær kæru MAC stelpur!

EH

Græn augu og fjólublár maskari

Skrifa Innlegg