fbpx

Græn augu og fjólublár maskari

DiorÉg Mæli MeðFallegtLífið MittLúkkMakeup ArtistSS15

Mér finnst fáir litir fara jafnvel saman eins og grænn og fjólublár. Ég fékk einstak tækifæri til að prófa þessa dásamlegu litatóna saman með vörum úr vorlínu Dior, Kingdom of Colors. Ég bý svo vel að því að vera með brún augu sem þola flesta liti en annars mæli ég sérstaklega með þessum litum fyrir konur með græn eða jafnvel grátóna augu – því litirnir vinna fallega með þeim augnlitum.

Förðunina gerði ég fyrir alltof löngu síðan og ætlaði að sýna ykkur fyrir einmitt löngu síðan en svo er alltaf eitthvað sem kemur uppá og kemur í veg fyrir það að maður nær að klára allt á to do listanum :)

En hér sjáið þið þá loksins annað lúkk með vörum úr vorlínu Dior…

græntdior8

Förðunin þykir mér einkar falleg og náttúruleg hér er förðun sem hentar svo sannarlega á fallegum vordegi hvort sem það er í starf eða í leik – nú er bara að vona að vorið fari að láta sjá sig almennilega – ég og hendin mín erum alla vega komin með leið á færðinni ;)

En meira um förðunina og vörurnar fallegu:

diorgrænt

Hér fer ég aðeins yfir vörurnar sem ég notaði og hvernig ég notaði þær í þeirri röð sem ég notaði þær…

1. 5 Couleurs Kingdom of Colors palletta í litnum House of Greens – mér finnst þessi palletta algjört gull! Um leið og ég sá hana varð ég svo spennt fyrir því að prófa litina og sjá hvernig þeir blandast saman ég get ekki sagt annað en að ég hafi heillast af útkomunni. Ég nota alla litina í pallettunni – byrjaði að grunna allt augnsvæðið með ljósbleika litnum, highlighterinn innst á augnlokinu er brún sanseraði liturinn og svo lék ég mér með grænu tónana en skyggði að sjálfsögðu með þeim dekksta. Ég elska nýju augnskugga formúluna – þeir blandast svo fallega saman!

2. Diorshow Art Pen – ég nota fátt annað en eyeliner penna í tússformi, mér finnst ég bara ná miklu betri og hreinni línum og ég elska hvað ég kemst nálægt rót augnháranna og næ því um leið að láta augnhárin mín virðast þykkari. Þessi frá Dior er með kolsvörtum hreinum lit, hann er ekki vatnskenndur og hann endist virkilega vel.

3. Dior Addict It-Lash í lit nr. 982 – Einn af mínum uppáhalds möskurum ég bara fæ ekki nóg af gúmmíburstum og sérstaklega þeim eins og á þessum sem greiða svo vel úr augnhárunum. Lituðu formúlurnar á þessum maskara eru þær einu sem hafa náð að þekja mín svörtu augnhár með lit! Mér finnst það dæmi um frábæra formúlu – annar kostur er sá að formúlan hvorki smitast né hrynur niður. Mér finnst þessi fjólublái litur æði og hann tónar virkilega vel með græna augnskugganum finnst ykkur ekki.

4. Cheek & Lip Glow – Þetta er ein af flottustu vörunum í línunni! Elska svona fljótandi glans fyrir kinnarnar því áferðin og liturinn verður svo svakalega falleg og náttúruleg en eins og þið sjáið þá fá kinnarnar mjög frísklegan ljóma. Mér finnst þessi vara must have úr línunni. En ljómann má svo líka nota fyrir varirnar held ég muni nota það mikið í sumar þegar varirnar eru ekki jafn kuldasprungnar ;)

5. Dior Addict Gloss í litnum Dynasty – Dior glossarnir þykja mér svo áferðafallegir og þægilegir í notkun. Ég elska pensilinn og formúluna og þessar umbúðir gera glossana að sannkölluðum gersölum!

græntdior7

Mér finnst mjúka áferðin frá augnskuggunum virkilega falleg og ég elska ekkert meira en að vinna með augnskugga sem blandast fallega saman. Það er svo önnur palletta í línunni með fjólubláum plómutónum en auk þess er svo stóra pallettan sem ég sagði ykkur frá áður. En annars eru það kinnarnar sem grípa mig samstundi og ég elska þegar ég næ að halda húðinni sem náttúrulegastri en samt jafna áferð hennar.

Hér sjáið þið svo hvernig lúkkið kemur úr með lokuð augun…

græntdior

Kingdom of Colors vörurnar eru einhverjar þær fallegustu úr vorlínum merkjanna þessa stundina og þær hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu í búðir ásamt nýja glæsilega Nude Air farðanum sem er einn sá fallegasti. Ég er nú þegar farin að iða af spenningi fyrir haustlínu merkisins en þá fær Peter Philips nýr Creative Director merkisins að njóta sín en hann sýndi það á FW sýningu merkisins um daginn að þetta verður einhver snilld!

Annars er spenningurinn fyrir komandi viku að aukast sífellt ég eyddi gærkvöldinu með dásamlega skemmtilegum stelpum frá MAC í workshoppi þar sem Fríða María og Guðbjörg Huldís lögðu verkefni fyrir stelpurnar sem vildu taka þátt í teymunum fyrir RFF – ég skemmti mér konunglega og ætla að sýna ykkur myndir frá því seinna í dag!

EH

p.s. þið verðið að afsaka stöðuna á húðinni minni þarna hún var í rugli þegar þessar myndir voru teknar – ég kenni meðgöngunni og kuldanum um ;)

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

RFF Spurt&Svarað: Guðbjörg Huldís

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lára

    10. March 2015

    Gætirðu útskýrt eða sýnt á mynd hvar þú endar eyelinerinn ef þú gerir ekki vængi ?

    • Já það skal ég gera með betri myndum um leið og hendin er orðin það góð að ég get farið að taka sjálfsmyndir aftur :)