fbpx

Snyrtibuddan mín í maí!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSnyrtivörurSS14

Ómissandi færsla í upphafi nýs mánaðar. Hér eru þær snyrtivörur sem voru í aðahlutverki hjá mér í maí:

maísnyrtibudda maísnyrtibudda21. Kiss & Blush frá YSL, 2. Kælandi CC gel frá Biotherm, 3. Bronze Goddess sumarilmurinn frá Estée Lauder, 4. Shiseido Sheer Eye Zone Corrector, 5. Piparmyntu varaskrúbbur frá Sarah Happ frá nola.is, 6. Algae Mask frá Blue Lagoon, 7. BB kremið frá Shiseido, 8. Rouge Edition Velvet frá Bourjois í litnum Pink Pong, 9. Baume de Rose frá By Terry fæst í Madison Ilmhúsi,
10. Miracle Air de Teint frá Lancome, 11. Guerlain Maxi Lash maskari, 12. Instant Dry vökvi fyrir naglalökk frá Bourjois,
13. Sólarpúður úr Alluring Aquatic línunni frá MAC, 14. Mega Liner eyeliner frá Bourjois, 15. Extended Play Lash maskari frá MAC, 16. Naglalökkin úr neon línunni frá OPI, 17. Joli Teint úr Terracotta línunni frá Guerlain og 18. The Antidote Cooling Daily Lotion frá Skyn Iceland fæst á nola.is.

Eins og þið sjáið þá hefur snyrtibuddan aðeins þróast í það að vera orðin sumarlegri og einkennist meira af sumarlegum litum og léttum lituðum kremum og förðum. Air de Teint farðann frá Lancome hef ég notað nánast uppá dag síðan ég fékk hann en léttari farða hef ég ekki séð áður. Samt sem áður gefur hann bara virkilega flotta þekju en samt svo náttúrulega. Joli Teint kremið er eitt af þessum kremum sem eru með hárri SPF og aðeins sólarlegri lit fyrir húðina. Næsta CC krem sem ég kem til með að segja ykkur svo betur frá er eiginlega ekki krem heldur gel – og í þokkabót kælandi gel. Halló! fullkomið á heita húð eftir dag í sólinni.

Algae maskinn frá Blue Lagoon er einn sá besti sem ég hef prófað mér finnst bara eins og hann sé sérgerður fyrir mína húð en það skemmtilegasta er að ég hef heyrt fleiri segja einmitt þetta um hann. Þessi er notaður að lágmarki einu sinni í viku en innan skamms er væntanlegt myndband þar sem ég gef uppskrift af heima spa fyrir húðina þar sem þessi maski er í aðahlutverki. Kælandi gelið frá Skyn Iceland er besti þreytubani fyrir húðina sem ég hef prófað – þetta krem er must try ;)

Ég er orðin húkkt á Bronze Goddess ilminum frá Estée Lauder!!! Þennan verðið þið að kíkja betur á – kókos og vanilla – þessi ilmar eins og sumarið í mínum huga. Ef ykkur vantar svo nýjan eyeliner þá mæli ég með að þið tékkið á Mega Liner skáskorna eyelinertússinum frá Bourjois ég er einmitt búin að taka upp sýnikennslumyndband með þessum sem ég deili með ykkur innan skamms.

Þið finnið umfjallanir um langflestar af þessum vörum nú þegar inná síðunni minni – leitið endilega eftir nöfnum þeirra á síðunni ef þið viljið lesa ykkur meira til um þær :)

Ég er nú þegar orðin spennt fyrir því að sjá hvaða vörur munu enda á listanum eftir júní. Ég krosslegg fingur og vona að það verði léttar vörur með hárri SPF vörn. Mánuðurinn byrjar ekki vel með þessu ömurlega veðri en ég krosslegg fingur og vona það besta fyrir okkur.

EH

Varalitadagbók #22

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Matthildur

    3. June 2014

    Er agalega spennt fyrir Shiseido eye zone corrector….en hvernig bursta er best að nota í fíneríið svo það dreifist fallega úr honum….setjist ekki í fínu línurnar mínar :) ?