fbpx

Varalitadagbók #22

FallegtMACMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14Varir

Þegar ég skrifaði um allar línurnar sem voru framundan hjá MAC hér á Íslandi – á meðan ég man þá eru allar línurnar sem ég skrifaði um nú komnar í sölu – var ein lína sem ég gelymdi, sjálf sumarlínan! Sumarlínan nefnist Playland og inniheldur ótrúlega litríkar og skemmtilegar förðunarvörur. Litirnir eru frísklegir og nákvæmlega þeir sem við tökum helst fram þegar sólin fer að láta sjá sig. Ég fékk sýnishorn af tveimur vörum úr línunni m.a. þennan fallega bleika varalit sem er litur dagsins – smá tilraun hjá mér til að toga fram sólina… ;)

bleikarvarir4

Varalitur: Sweet Experience frá MAC

Varaliturinn gefur satin áferð og liturinn er mjög þéttur. Hann er mjúkur og því auðvelt að bera hann yfir varirnar. Ég bar hann beint á varirnar notaði hvorki varablýant undir né varapensil til að dreifa honum á varirnar. Mér finnst nú persónulega alltaf best að vera með varaliti sem eru það mjúkir að ég get bara sett þá beint á þá er minni hætta líka á því að ég geri mistök og fari aðeins útfyrir :D

bleikarvarir5

Ég er alveg sjúk í þennan lit og ég þarf endilega að nota hann næst þegar ég er með dökka augnförðun. Mér finnst fátt passa betur saman en ljósbleikar varir og svart smoky – sjáið þið það ekki fyrir ykkur!! ;)

Mig langar líka að taka fram að ég er ekki búin að fá neina sól eða vera að nota sjálfbrúnkukrem heldur er ég að testa eitt af nýju lituðu sólarvarnarkremunum sem ég skrifaði um HÉR – ég er á myndunum með kremið frá Lancome – þvílíkur þreytubani!

EH

Varalitinn fékk ég sendan sem sýnishorn en allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni persónulegu skoðun og að sjálfsögðu veiti ég hreinskilið álit mitt á vörunni eins og alltaf :)

Farðanir vikunnar

Skrifa Innlegg