fbpx

Sending: House of Lashes

Lífið MittmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Um daginn sótti ég á pósthúsið einn lítinn pakka sem beið mín þar. Pakkinn innhélt nokkur flott gerviaugnhár frá merki sem heitir House of Lashes.

houseoflashes5House of Lashes virðist vera það merki sem lang flestir af makeup artistunum sem ég fylgist með á Instagram nota í lúkkin sín. Í kjölfarið fór ég líka að fylgjast með merkinu á Instagram – @houseoflashes – og ég kolféll fyrir augnhárunum og hef lengi ætlað að panta mér til að prófa. Ég tók nokkur screenshot til að sjá hvernig þau koma út á augum…Screen Shot 2014-04-08 at 10.02.19 PM Screen Shot 2014-04-08 at 10.02.45 PM Screen Shot 2014-04-08 at 10.03.32 PM

Hér sjáið þið svo smá nærmynd af augnhárunum sem ég pantaði :)

houseoflashes4 houseoflashes3 houseoflashes2 houseoflashesÞað eina sem stuðar mig við þessi augnhár er að þau eru úr alvöru manna hári – „human hair“. En auðvitað er búið að sótthreinsa þau alveg og mjög vel passað uppá hreinlæti það er alla vega það sem er tekið fram á heimasíðunni og miðað við vinsældir augnháranna þá er þetta góð vara.

En hvað segið þið um það að þetta séu alvöru hár ég hef svo sem kannski ekki mikið pælt í því en ég tók bara eftir merkingunni á heimasíðunni en ákvað samt að panta til að prófa.

Ég er reyndar aðeins búin að melta þetta svona á meðan þau voru alla vega á leiðinni til mín og kannski skiptir þetta bara engu máli. Ef vel er hugsað um hreinlæti og að sótthreinsa hárin vel þá eru augnhárin í staðin bara meira alvöru:)

En ég hlakka til að prófa þessi og lofa að sjálsögðu að sýna ykkur útkomuna. Mér finnst eiginlega vanta meira úrval af gerviaugnhárum hér á Íslandi. Mér finnst æðislegt að Eyelure augnhárin séu nú fáanleg HÉR mjög flott og góð augnhár. Mér finnst alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað vinsældir gerviaugnhára hafa aukist á meðan íslenskra kvenna undanfarið – ég set þau nú bara upp við sérstök tilefni eða sársjaldan.

Á morgun ætla ég líka að taka upp sýnikennsluvideo fyrir gerviaugnhár – kominn tími á annan tökudag.

EH

Fyrir & eftir: CC kremið frá Olay

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Inga Rós

    10. April 2014

    Mjög flott en já pínu krípí að þetta séu mannahár haha

  2. Þórhildur Kristjáns

    10. April 2014

    Var akkurat að velta þessu fyrir mér! var að fá Red Cherry sendingu og er ástfangin af þeim en það er eitthvað creepy við þetta. Finnst samt ógeðslegra að hugsa til þess að einhver vinni við að líma saman alvöru augnhár haha

    En þau eiga víst að vera endinga betri svo ég er fáránlega spennt að prófa svona alvöru

    • úúú! þessi lúkka vel þarf að skoða þau líka ;) En já þetta er auðvitað allt saman cruelty free… en já kannski maður þurfi bara að venjast tilhugsuninni :D

  3. Tinna

    11. April 2014

    En hvað þetta hlýtur að vera sérstakt framleiðsluferli! Varla er fólk að slíta af sér augnhárin fyrir framleiðsluna… eða grípa þau þegar þau detta og safna þeim saman, haha…

  4. Þórunn

    11. April 2014

    Vá! ég verð að prófa þessi, er búin að vera að nota Red Cherry og þau eru frábær og svo eru reyndar Ardell augnhárin sem maður fær í heildsölunni í Garðabæ frábær :)