Um daginn sótti ég á pósthúsið einn lítinn pakka sem beið mín þar. Pakkinn innhélt nokkur flott gerviaugnhár frá merki sem heitir House of Lashes.
House of Lashes virðist vera það merki sem lang flestir af makeup artistunum sem ég fylgist með á Instagram nota í lúkkin sín. Í kjölfarið fór ég líka að fylgjast með merkinu á Instagram – @houseoflashes – og ég kolféll fyrir augnhárunum og hef lengi ætlað að panta mér til að prófa. Ég tók nokkur screenshot til að sjá hvernig þau koma út á augum…
Hér sjáið þið svo smá nærmynd af augnhárunum sem ég pantaði :)
Það eina sem stuðar mig við þessi augnhár er að þau eru úr alvöru manna hári – „human hair“. En auðvitað er búið að sótthreinsa þau alveg og mjög vel passað uppá hreinlæti það er alla vega það sem er tekið fram á heimasíðunni og miðað við vinsældir augnháranna þá er þetta góð vara.
En hvað segið þið um það að þetta séu alvöru hár ég hef svo sem kannski ekki mikið pælt í því en ég tók bara eftir merkingunni á heimasíðunni en ákvað samt að panta til að prófa.
Ég er reyndar aðeins búin að melta þetta svona á meðan þau voru alla vega á leiðinni til mín og kannski skiptir þetta bara engu máli. Ef vel er hugsað um hreinlæti og að sótthreinsa hárin vel þá eru augnhárin í staðin bara meira alvöru:)
En ég hlakka til að prófa þessi og lofa að sjálsögðu að sýna ykkur útkomuna. Mér finnst eiginlega vanta meira úrval af gerviaugnhárum hér á Íslandi. Mér finnst æðislegt að Eyelure augnhárin séu nú fáanleg HÉR mjög flott og góð augnhár. Mér finnst alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað vinsældir gerviaugnhára hafa aukist á meðan íslenskra kvenna undanfarið – ég set þau nú bara upp við sérstök tilefni eða sársjaldan.
Á morgun ætla ég líka að taka upp sýnikennsluvideo fyrir gerviaugnhár – kominn tími á annan tökudag.
EH
Skrifa Innlegg