fbpx

Scarlett

Annað DressÉg Mæli MeðFashionLífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Í tvö ár starfaði ég í þá vinsælustu tískuvöruverslun landsins og sá að mestu leyti um að hugsa um vinsælt gallabuxnamerki. Það var þá sem ég heillaðist af gallabuxum, sögunni á bakvið þessa tímalausu flík, sniðunum, þvottunum og umhirðu þeirra.

Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga einar almennilegar gallabuxur í fataskápnum. Buxur sem henta við hvaða tilefni sem er, sem eru tímalausar og frá virtum gallabuxnaframleiðanda.

scarlet

Við hjónin höfum á stuttum tíma bæði eignast nýjar buxur frá Lee. Aðalsteinn sem hefur alltaf átt erfitt með að finna sér gallabuxur er húkkt á Logger sniðinu frá merkinu og ég á buxur í sniðinu Scarlett sem er vinsælasta dömusnið merkisins. Buxurnar okkar fást báðar í Geysi á Skólavörðustíg.

scarlet2

Buxurnar mínar eru úr efni sem heitir Deluxe Stretch. Efnið er mjúkt og það gefur eftir. Efnið raunverulega lagar sig að vexti hverrar og einnar konu svo sniðið er kannski ekki alveg eins á öllum.

scarlet3

Þessi mynd er tekin í Fógetagarðinum fyrir aftan Te & Kaffi í Aðalstræti í gær

Peysa: Farmers Market
Húfa: Feldur, Geysir
Kápa: H&M
Bolur: VILA Clothes
Trefill: Varma, Hrím
Skór: Vagabond

Í kulda þá er kannski heldur kalt að vera í gallabuxum – sérstaklega ef efnið blotnar þá finnst mér þær kæla líkamann aðeins of mikið. Svo á meðan mesti kuldinn er þá hef ég brugðið á það ráð að nota alltar sokkabuxur sem eru með flís að innan, undir buxurnar. Ég finn ekkert fyrir því að það sé eitt aukalag undir buxunum.

Það eru mjög flottir detailar á buxunum. Saumarnir eru í takt við þvottinn á buxunum sem er dökkblár með brúnum undirtón en efnið er einmitt brúnt á röngunni.

scarlet4

Að hugsa vel um gallabuxur er mjög mikilvægt. Þvoið þær sjaldan eða jafnvel aldrei. Ef þið eruð með góðar buxur í höndunum þá getið þið nýtt ykkur það til að móta ykkar eigin buxur. Með því meina ég að móta efnið eftir ykkar hreyfingum að efnið mýkist þar sem það þarf að mýkjast og jafnvel eyðist á einhverjum stöðum. Það er t.d. algengt að það myndist för eftir síma og veski á gallabuxum stráka. Ég man að þar sem ég var að vinna þá var keppni á milli strákanna um hver væri síðastur til að þvo buxurnar sínar – það var alveg þannig að sumir þvoðu buxurnar ekki fyr en þær voru orðnar ársgamlar. Það á þá við um buxur eins og 101 þvottinn frá Lee – þá er efnið alveg rosalega þétt og nánast bara hörð áferð.

scarlet7

Scarlett sniðið í Lee er án efa orðið eitt af mínum uppáhalds og þið fáið það t.d. í verslunum eins og Geysi, AndreA Boutique, GK Reykjavík og Corner í Smáralind. Það er til í alls konar mismunandi þvottum (efni, áferð, litir) en alltaf sama góða sniðið. Það er því hægt að ganga að því vísu að velja alltaf sama númer í buxunum nema það sé kannski harðari eða þéttari áferð á buxunum þá þarf kannski einu númeri stærra.

Mínar buxur eru í 28 í mittið og ég gæti mögulega farið í einni stærð neðar. Ég eiginlega hálfpartinn vanmat efnið og hvað það væri þægilegt. Nú hefur það mýkst töluvert og buxurnar lagað sig að mínum vexti. En það sem seldi mér buxurnar var klárlega hugsunin með Deluxe Stretch efnið.

Ég lenti reyndar í mjög slæmum málum um daginn þegar ég var að gera afmæliskökuna hans Tinna Snæs. Ég hef sýnt ykkur ástandið á eldhúsinu mínu og ástandið var eins á gallabuxunum, þær voru allar útí smjörkremi og matarlit og ég neyddist til að setja þær í þvottavélina. Það var alls ekki nóg að reyna að skola þær. Ég setti þær á frekar lágan hita og lítinn sem engan snúning – alls ekki setja gallabuxur í þurrkara það getur farið illa með efnið. Ég leyfi þeim bara að þorna á grind. En með því að þvo buxurnar þá hefti ég það að efnið geti mótast meir. Munið svo að þvo gallabuxur á röngunni.

Mæli með Scarlett ef þið eruð í gallabuxnahugleiðingum. Mig langar nú þegar í aðrar ég hef augastað á einum ljósgráum sem mig vantar nauðsynlega í fataskápinn að mínu mati. Þær kosta smá peninga en gæðin fara ekki á milli mála.  Ég fékk mínar fyrstu Lee buxur í jólagjöf árið 2004 (já ég man hvenær ég fékk allar flíkur sem ég hef átt – eini hæfileikinn minn) þær eru enn uppí skáp. Ég passa engan veginn í þær en þær voru mikið notaðar á sínum tíma og hafa ekki fengið að fjúka enn – dökkbláar og eyddar niður með fótleggjunum. Það sést ekki á þeim eftir öll þessi ár og ofnotkun ;)

EH

Farðanirnar á rauða dreglinum: Golden Globe

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Ragnhildur

    13. January 2014

    Hæ! Veistu nokkuð í hvaða stærðum þær koma?

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      Já ég tékkaði á því fyrir þig ;) Þær koma frá stærð 24 og uppí 33 – ég er í 28 á myndinni en næst ætla ég að prófa 27. Þær gefa svo vel eftir og nú var ég að heyra að flestar konur taki einni stærð minna í Deluxe Stretch efninu :)

  2. Hulda

    13. January 2014

    eru þær lágar í mittið eins og 90% gallabuxna? eða ná þær yfir mjaðmirnar?

  3. Heiða

    14. January 2014

    Þetta snið af LEE buxum er ÆÐI! Ná svo vel upp fyrir mjaðmir og svo klæðilegt…ég á aðeins of margar (úbbs!). Það er líka eitt snið frá LEE sem heitir Skyler og eru mjög skemmtilegar ná hátt upp í mittið og alveg einstaklega mjúkar, ættir að kíkja á þær ef þú hefur ekki gert það nú þegar :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      Já ég skoðaði þær líka, gaman að heyra að þær séu líka góðar – þarf klárlega að eignast fleiri frá Lee ;)