fbpx

Farðanirnar á rauða dreglinum: Golden Globe

Fræga FólkiðLúkkmakeupMakeup Tips

Ég er alltaf voðalega veik fyrir verðlaunaafhendingum og að skoða lúkk stjarnanna á rauða dreglinum. Ég hef nú ekkert mikið vit kannski á kjólunum svo ég ákvað að sleppa því að hafa kjólamyndir með í færslunni fyrir Golden Globe – þeir voru líka allir frekar slappir með örfáum undantekningum. Persónulega vona ég að stjörnurnar taki sig á í kjólavali fyrir BAFTA og Óskarinn…

Eitt heitasta förðunartrendið um þessar mundir er pönk. Það trend var mjög áberandi á Golden Globes hátíðinni sem fór fram í gær. Persónulega fannst mér það alls ekki fara öllum og förðunin var á köflum subbuleg á mörgum stjörnum eins og t.d. verðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. Mér finnst alltaf pínlegt þegar maður sér að svarti liturinn er að renna til og ég finn hálfpartinn til með förðunarfræðingunum sem sjá um farðanir stjarnanna að þær geti ekki stokkið til og lagað listaverkin sín.

Hér sjáið þið þær stjörnur sem ég þarf að fá að hafa eitthvað að segja um;)

Screen Shot 2014-01-13 at 9.06.27 AMMila Kunis er alltaf dökk um augun. Það fer henni líka bara ótrúlega vel og hún spilaði þetta bara öruggt á Golden Globes. Förðunin var jafnvel aðeins of plain miðað við hvað andlitið hennar Milu þolir. Hefði t.d. verið gaman að sjá aðeins meiri lit á vörunum.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.06.36 AMSofia Vergara finnst mér mjög fallega förðuð. Varaliturinn sker sig algjörlega frá og er alls ekki týpískur litur sem hefur sést á stjörnunum á verðlaunahátíðum. Þetta er fallegur rauðbleikur pastel varalitur sem passar dáldið saman við förðunartrend sumarsins sem er framundan.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.06.18 AM

ahh… afsakið en Heidi er ekki með þetta fyrir mér. Hefði þurft að hafa einhvern lit í andlitinu fyrst varirnar og augun eru svona hlutlaus. Hefði t.d. verið flott að vera með meira í kinnunum.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.06.10 AM

Sandra Bullock finnst mér heldur kellingaleg. Kjóllinn hennar var mjög skrítinn og mér fannst hann eiginlega alveg flottur þangað til ég sá bláa faldinn…. Förðunin hennar stangast alltof mikið á við litina í kjólnum en varaliturinn er eiginlega bara alveg útúr kú. Ég hefði valið bjartari varir, jafnvel bara gloss með smá bleikum lit í.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.05.47 AM

Reesw Witherspon er með þetta – eða förðunarfræðingurinn hennar. Hér er fullkomið dæmi um hvað orange tónar í kringum blá augu geta gert mikið fyrir augnlitinn og liturinn tónar líka vel við fallega kjólinn.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.05.39 AM

Olivia Wilde hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér þegar kemur að förðun. Hún er alltaf frekar dökk um augun og hér sækir hún án efa innblástur í pönkið. Maður getur alveg rokkað dökkt smoky þó maður sé með óléttukúlu eins og hún og Kerry Washington sýna fram á.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.05.27 AM

Taylor Swift er alltaf voða safe og eiginlega bara alltaf eins – ég er komin með smá leið á þessu. Farðu nú aðeins að stíga út fyrir þægindaramman kæra Taylor mig langar að sjá eitthvað annað en rauðar varir og eyeliner með spíss. Verð reyndar að hrósa húðinni hennar sem er algjörlega pörfekt!

Screen Shot 2014-01-13 at 9.05.18 AM

Kate Beckinsale er meg skvísa finnst mér hér og er safe með dökka liti um augun og ljósar varir. Mér finnst ánægjulegt að sjá ljómann á húðinni hennar sem gerir heilmikið fyrir heildarlúkkið og tónar við glossuðu varirnar hennar.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.05.08 AM

Jessica Chastain minnir mig alltaf á Jessica the Rabbit þegar hún er með svona Hollywood liðað hár:) Hún var mjög náttúruleg um augun. Varaliturinn finnst mér fara henni mjög vel og það er gaman að sjá að svona rauðhærð skvísa þori að fara í brúna varalit með svona sterkum pigmentum.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.04.58 AMÖnnur gullfalleg ólétt stjarna sem var reyndar í hræðilegum kjól… Förðunin er þó hin glæsilegasta og ólíkt hinum óléttu skvísunum ákvað Drew Barrymore að fá innblástur frá vorinu en ekki pönkinu. Mér finnst varaliturinn hennar virkilega fallegur og gaman að sjá að það hafi verið valinn kinnalitur sem er eins á litinn og varaliturinn. Það kæmi mér ekki á óvart ef varaliturinn hennar hefði líka verið notaður á kinnarnar.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.04.48 AMEmma Roberts finnst mér hin glæsilegasta og þetta er ein af flottustu förðunum kvöldsins að mínu mati. Hárið og förðunin smellpassa saman og Emma rosalega elegant. Hún ætti jafnvel að pikka aðeins í föðursystur sína hana Juliu og biðja hana um að leyfa sér bara að vera mest farðaða fjölskyldumeðliminn á verðlaunaafhendingum héðan í frá. Förðunin er fullkomin í alla staði og frábært dæmi um að það þarf alls ekki að vera með svartan augnskugga þegar augnförðunin á að vera dökk – stundum duga brúnir litir alveg.

Screen Shot 2014-01-13 at 9.04.27 AMFörðunin hennar Kate Mara er líka ein af mínum uppáhalds þetta kvöld, lúkkið fer henni vel og mér finnst alltaf gaman þegar leikið er með contrasta. En augnförðunin er orðin aðeins of subbuleg og það á rauða dreglinum. Það er vandasamt að setja lit í vatnslínuna og persónulega finnst mér best að nota vatnsheldan lit til að hann haldi sér sem best. En það er þó hætta á því að tárin fari að leka þegar liturinn er settur í eða ef konur eru með viðkvæm augu. Mér fannst gaman að því hvað margar konur eru með uppsett hár það fer Kate t.d. mjög vel.
07a92412977b5a7b_462132521.jpg.xxxlarge_2xJulia Roberts hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds leikkonum en þessi förðun er mjög slæm. Alltof mikill kinnalitur (og ekki rétti liturinn), augun alltof dökk og varaliturinn alltof litlaus. Ég vona að þetta muni fara betur hjá henni á næstu hátíðum – ég fylgist vel með!

8d3e9ae5080c7f42_462081787.jpg.xxxlarge_2xKerry Washington er algjör skutla með þessa dökku og kisulaga augnförðun. Hún þolir vel að vera með svona dökkt um augun útaf húðlitnum og það er gaman að sjá að hún fer alla leið í förðuninni – gerviaugnhár og allt eins og svo margar aðrar stjörnur.

Screen Shot 2014-01-13 at 1.04.41 AMJennifer Lawrence er að mínu mati með slöppustu förðun kvöldsins. Varaliturinn fer á engan hátt við þessa grænu eyrnalokka og silfurlitaði augnskugginn gerir ekkert fyrir hana. Hann er alltof grár og tónar á engan hátt við augnlitinn hennar. Jennifer er með mjög lítil augu og lítið augnsvæði og augun virðast bara minni – ekki gott.

64ebe86846547930_fd8b49ca6aad4b8a_462082333_copy.jpg.xxxlarge_2x.jpg.xxxlargeCate Blanchett er gullfalleg á rauða dreglinum og er með förðun sem hentar henni mjög vel og er eiginlega signature förðunin hennar. Húðin er gullfalleg og aldurinn skýn í gegn það er alls ekkert verið að reyna að fela hann. Mér finnst alltaf fallegt þegar konur með blá augu nota bleiktóna varaliti – liturinn dregur nefninlega fram bláa litinn í augum þeirra.708e17fc1a5abf95_462082223.jpg.xxxlarge_2xFlottustu augabrúnir kvöldsins eru án efa augabrúnirnar hennar Emmu Watson. Lancome fyrirsætan er gullfalleg og varaliturinn hennar fer kjólnum vel. Mig grunar sterklega að þetta sé Rouge in Love litur frá Lancome sem hún er með um varirnar – áferð litarins er alla vega eins og áferð þess varalits. Mér finnst líka mjög fallegt hvernig húðin hennar er gerð létt og náttúruleg – freknurnar hennar fá að njóta sín vel.e5b46e3d52fb3982_462073235.jpg.xxxlarge_2xFörðunin hennar Margot Robbie er fullkomin  á alla vegu – ég elska náttúrulegar farðanir á rauða dreglinum. Hún Margot kemst vel upp með litla sem enga förðun, uppsett hárið og í dýrðlegum kjól!

d1053903562c7195_462080451.jpg.xxxlarge_2xÉg elska þegar konur með línur þora að fara í sanseraða augnskugga – Naomi Watts gerir það og gerir það vel. Gylltu tónarnir fara hennar augnlit mjög vel en ég hefði verið til í að sjá aðeins meiri lit í kinnunum, ef ég gæti gagnrýnt eitthvað þá er það það. Finnst andlitfallið hennar heldur flatt.409184446e97591f_462073799.jpg.xxxlarge_2xFlottasta förðun kvöldsins var að mínu mati hennar Amber Heard. Augnförðunin er æðisleg og hér eru hárréttir litir valdir fyrir augun hennar. Rauðbrúni liturinn dregur fram græna litinn í augunum hennar og með því að setja ljósan sanseraðan skugga í augnkrókinn birtir yfir augunum. Mér finnst gaman að það sé valinn brúnn eyeliner um augun í staðin fyrir þennan týpíska svarta og það mættu margar fleiri gera. Eyelinerinn sést vel á myndinni hér fyrir neðan þar sem Amber horfir niður. 83b8d60844b7fa31_462073801.jpg.xxxlarge_2xMessy Bun hárgreiðslan fer Amber vel og það verður gaman að sjá fleiri lúkk frá henni á verðlaunahátíðunum sem eru framundan.

583cb06c329f9f5d_462073819.jpg.xxxlarge_2x

Þar hafið þið það – ég vona að þessi færsla hafi ekki verið alltof löng en það voru fullt af förðunarlúkkum sem ég sleppti mér fannst þetta bara komið gott :)

Fleiri stjörnur mættu hætta að hugsa í vetrartrendum og fókusera aðeins meira á sumarið. En við munum líklega sjá meira af léttum förðunum þegar líður á verðlaunahátíðaseasonið.

EH

Nýtt í fataskápnum: Matching!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Ragna Björk

    13. January 2014

    Ég skil ekki alveg hvað er málið með eyrnalokkinn hjá Emmu Watson. Og aðeins einn lokkur.

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. January 2014

      Vel séð! Ég var ekki búin að spotta lokkinn, nei veistu ég er sammála þér skil ekki hvað er í gangi. En þetta er svo sem trend sem var mjög vinsælt á 9. áratugnum – mögulega bara að koma aftur í tísku… :/

  2. Alexandra

    13. January 2014

    mér finnst varaliturinn hennar söndru og förðunin öll reyndar mjög flott – sama með juliu fallegu roberts! annars er ég sammála þér ;) amber heard og margot robbie glæsilegar!

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. January 2014

      Svo sammála! Fann bara ekki almennilega mynd af henni – hún á samt svo skilið sérfærslu seinna og Margot Robbie ;) Báru af!

      Dýrka þegar dökkar konur eru farðaðar almennilega – það er svo vandmeðfarið því þær þola ekki alla liti og þola mun meiri lit – Lupita átti rauða dregilinn ;)