Þá er komið að næstu húðvöruumfjöllun. Ég held áfram að tala um Garnier vörurnar en nú er ég að gefa ráð við húðvandamálum sem hrjá oft unglinga húð, olíumikla húð já eða vandamál sem geta komið í kjölfar þess að húðhreinsun er ábótavön. Ég er nú þegar búin að fara yfir basic húðumhirðu HÉR.
Eins og ég hef sagt þá eru vörurnar frá Garnier innblásnar af náttúrunni og ríkar af ávaxtaþykknum og olíum úr náttúrunni. Þær eru á frábæru verði og fást t.d. í Bónus, Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum.
Í myndbandinu fer ég yfir þær vörur úr línu frá Garnier sem Pure Active. Vörurnar henta öllum aldri og bæði konum og körlum – stelpum og strákum.
ATH! ég lofa ég bursta tennurnar mínar að sjálfsögðu aðeins oftar en bara tvisvar í viku :D – smá fljótfærni í mér sem ég tók ekki einu sinni eftir þegar ég var að klippa videoið – þetta á að sjálfsögðu að vera „við burstum tennurnar okkar tvisvar á dag – afhverju ættum við að fara öðruvísi með húðina;)“
Hér sjáið þið vörurnar sem ég fjalla um í myndbandinu:Nordic Essentials Sensetive Eye Mak-Up Remover – Pure Active 3 in 1 – Pure Active Spot-On – Pure Active ExfoBrusher, Miracle Skin Perfector BB Cream og Pure Pore Purifying Toner.
Mér fannst mjög gaman að sjá hvað Garnier vörurnar komu vel útúr könuninni minni um bestu snyrtivörur ársins – sérstaklega BB kremin. Mig minnir að BB kremn kosti eitthvað um 1200 kr útí búð en verðin fara að sjálfsögðu eftir verslunum. Mér finnst það nú alls ekki mikið :)
EH
Skrifa Innlegg