fbpx

Haustilmirnir mínir

Dolce & GabbanaÉg Mæli MeðEscadaIlmirJólagjafahugmyndir

Ég ákvað að stilla upp 5 uppáhalds ilmunum mínum þessa stundina. Reyndar vantar svona eiginlega einn inná myndina sem var heima þennan dag en myndin er tekin á skrifstofunni minni sem er samt ekki mín lengur. Sá ilmur er Sí frá Giorgio Armani – hann er alveg einstakur og ég nota hann mikið. haustilmir2En hér sjáið þið:

  • Dolce & Gabbana Pour Femme Intense – ég er ótrúlega hrifin af ilmunum frá Dolce & Gabbana. Pour femme ilmurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér svo mér fannst ekki leiðinlegt þegar ég frétti að það væri Intense útgáfa væntanleg af ilmvatninu. HÉR sjáið þið umfjöllun um Pour Femme ilminn.
  • Especially Escada Elixir – ég er tiltölulega nýbúin að skrifa um þennan ilm HÉR. Þessi ilmur er mjög framandi – austrænn blómailmur og svo ótrúlega þéttur og flottur. Flaskan finnst mér líka virkilega falleg.
  • Honey frá Marc Jacobs – það er eins og allt sem þessi maður kemur nálægt verði sjálfkrafa æðislegt. Þessi ilmur er eiginlega hættulegur því hann er ávanabindandi! Það er ofboðslega góður og léttur blómakeimur af þessum ilm og einn af tónum hans er að sjálfsögðu hunang. Svo finnst mér svo gaman að sjá ilmvatnsflöskurnar en þær eru hver annarri flottari og sannarleg stofustáss.
  • Downtown frá Calvin Klein – ofboðslega léttur og ferskur. Þetta er fyrsti Calvin Klein ilmurinn sem ég eignast og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er mjög stelpulegur ilmur og mér finnst hann henta vel ungum skvísum og þeim sem vilja hafa léttari ilmi.
  • Hugo Boss Nuit – þetta er hinn fullkomni kvöldilmur. Hann er svo elegant og flottur og innblásturinn fyrir flöskuna finnst mér mjög skemmtilegur en hann er innblásinn af litla svarta kjólnum sem ómissandi eign allra kvenna – þessi ilmur er líka ómissandi eign.

haustilmirÉg fæ svona smá nostalgíutilfinningu eftir að hafa horft á þessar myndir – því það er víst engin krítartafla til lengur. Ég þarf eiginlega að finna nýjar hugmyndir af vöruuppstillingum núna:)

Ég mæli alveg hiklaust með þessum 5 flottu ilmum! Núna eru til gjafakassar með þessum ilmum – reyndar ekki D&G Intense en það er til með venjulega Pour Femme ilminum. Þá fylgir ýmist bodylotion eða sturtusápa með frítt – góð afsökun að kaupa sér nýjan ilm þegar það eru svona góðir dílar í boði.

EH

Popp & Kók - mín förðun

Skrifa Innlegg