fbpx

Ráð fyrir sprungnar og þurrar varir

Ég Mæli MeðLífið MittSnyrtibuddan mínSpurningar & SvörVarir

Ég fæ reglulega skemmtilega tölvupósta frá lesendum sem vantar góð ráð og ég svara þeim öllum með glöðu geði um leið og tími finnst. Algengasta spurningin um þessar mundir tengist varaþurrki og ráðum til að halda þeim fallegum og vel nærðum. Mér fannst því tilvalið að taka saman nokkur ráð og skella í færslu svona ef fleiri ykkar eru í sömu vandræðum og ég og svo margar aðrar!

Skrúbba:

Við sem erum með varaþurrk könnumst án efa allar við það að varirnar eru að molna í sundur af þurrk og áferð varanna verður því langt frá því að verða falleg. Nú þegar tími jólahlaðborða, tónleika og jólaboða stendur sem hæst er ég ábyggilega ekki ein um að vilja skarta fallegum varalit – fallegasti varalitur í heimi verður ekki fallegur á sprungnum vörum, það er staðreynd! Ein mest notaðasta snyrtivaran í minni snyrtibuddu núna er því varaskrúbburinn minn frá Sara Happ. Hann er dásamlegur í alla staði vegna þess að hann virkar, það þarf lítið af honum og varirnar mínar verða silkimjúkar. Ég hef áður skrifað um hann hér – VARASKRÚBBUR. Þegar ég sá þennan skrúbb inná nola.is var ég ekki lengi að panta mér hann og hann hefur ekki vikið frá mér síðan. Það sést samt varla á honum því sama hvað ég nota hann mikið finnst mér ekkert tæmast úr krukkunni. Farið inná nola.is og sjáið hvaða ilmir eru í boði – minn er piparmynta! VARASKRÚBBAR FRÁ SARA HAPP.

Varaskrúbb má líka fá í t.d. Make Up Store en þar er hægt að fá sniðugt trio sem ég vissi ekki af fyr en fyrir nokkrum dögum – meirað segja ég veit ekki um allar vörur sem fást hér á Íslandi ;) Önnur ráð eru líka að nudda rökum þvottapoka yfir varirnar, en mér finnst það heldur sársaukafyllra en að nota skrúbba. Ég er með svo illa farnar varir að ég þarf að nudda svo ótrúlega fast. Enn eitt ráð er að nota blautan barnatannbursta, hárin í þeim burstum eru frekar fíngerð og ættu því ekki að erta um of.

varir

Hér eru mínar go to vörur – The Lip Scrub frá Sara Happ og The Lip Slip frá Sara Happ, báðar vörur fást hjá nola.is

Næra:

Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég er búin að skrúbba er að setja nóg af varasalva á varirnar til að næra, næra, næra! Ég er farin að heillast helst núna af varasölvum sem stútfylla varirnar mínar af raka og sem gefa þeim fallegan glans. The Lip Slip frá Sara Happ er varasalvi sem er algjör svona lúxus varasalvi og er eina varan sem stenst að mínu mati samanburð við Baume de Rose frá By Terry og sá er nú einstakur en kostar smá pening. The Lip Slip er næring sem var uppseld bara í heiminum alltof lengi og er nú loksins komin í nola.is. Það sama gildir um þennan og skrúbbinn, sama hvað ég nota hann mikið þá finnst mér bara bætast í krukkuna – svona eiga snyrtivörur að vera!

Hin næringin sem mér finnst gefa vörunum mínum svona fallegt útlit er nýji varasalvinn frá Blue Lagoon sem mér finnst hafa ótrúlega græðandi áhrif á varirnar mínar. Ég er mjög slæm af varaþurrk og þegar ég verð slæm þá fer ég að naga varirnar því þurrkurinn pirrar mig svo rosalega mikið. Þetta er kækur sem ég get ekki losnað við sama hvað ég reyni og þær hafa því yfirleitt verið sprungnar og leiðinlegar en hér fann ég varasalva sem lagar þetta. Varasalvinn er algjörlega frábær og hann minnir mikið á túbugloss en hann er stútfullur af næringarríkum efnum eins og t.d. þörungum sem eru að örva kollagen framleiðslu húðarinnar. Varasalvinn er með myntu og vanillu ilm og hann er líka svona endalaus og kostar 3500kr – hann er hverrar krónu virði stelpur og þennan kaupi ég mér aftur um leið og ég klára hann.

varir2

 Þessi er algjörlega dásamlegur hann fæst á öllum sölustöðum Blue Lagoon t.d. í búðinni á Laugaveginum í Lyfju og í Hagkaupum.

En alveg eins og að undirstaða fallegrar förðunar er vel nærð og heilbrigð húð þá er undirstaða fallegra jólavara vel nærðar og áferðafallegar varir. Ég vona að þessi einföldu ráð mín geti nýst ykkur en munið bara að skrúbba og næra, alltaf áður en þið setjið á ykkur varalit og hann verður bara miklu fallegri og hann endist betur. Því eins og með húðina þá endist farði betur á vel nærðri húð en ekki því hún þarf ekki að sækja í rakann frá farðanum – það sama gildir og varir og varaliti/varagloss.

Lip Slip og varasalvinn frá Blue Lagoon víkja ekki langt frá mér og eins og áður hefur komið fram hjá mér þá er ég með varasalva alls staðar. Þessir tveir ásamt þeim klassísku frá Blistex víkja aldrei langt frá mér – meira um Blistex HÉR.

Ef ykkur vantar aðstoð tengdri húðumhirðu eða förðun ekki hika við að skutla á mig línu ernahrund(hjá)trendnet.is ég svara alltaf eftir bestu vitund og um leið og ég hef tök á:)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jólagjafahugmyndir fyrir mig!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Kata

    8. December 2014

    Langar að spyrja þig er eitthvað bragð af luxus varasalvanum og ef svo er hvaða lykt bragð er af honum..:)

    Kv. Ein mjög spes…

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. December 2014

      Af Lip Slip þá…? sko það er alls ekki sterk lykt af honum.. – þetta er svona einhvers konar konfekt lykt, sem ég kann á engan hátt að lýsa en hún er mjög góð og mjög væg. Þetta er ekki svona nammi varasalva lykt :)

  2. Bára

    9. December 2014

    Hefurðu prófað varaskrúbbinn frá The body shop ?