fbpx

Jólagjafahugmyndir fyrir mig!

Á ÓskalistanumFallegtFashionÍslensk HönnunJól 2014Jólagjafahugmyndir

Fjölskyldan hefur verið að krefja mig um jólagjafaóskalista síðustu vikur svo ég ákvað að skella í einn slíkan og deila honum með ykkur öllum. Ég er voðalega skrítin með gjafir, ég veit aldrei hvað mig langar í og mér finnst mjög erfitt að ætlast til þess af fólkinu mínu að gefa mér gjafir – bara gefa Tinna Snæ gjafir, hann hefur svo gaman af því :)

Svo hér er eiginlega bara minn óskalisti og margar af þessum óskum stefni ég líka sjálf á að safna mér fyrir og kaupa í framtíðinni, ég vil helst bara fleiri múmínbolla í safnið eða fallegt jólakort ;)fyrirmig

1. Hattur frá Janessa Leoni fæst í JÖR. Ég er alveg dolfallin yfir fallegri höfuðfatshönnun Janessu og á næstu dögum er ný lína af höttum væntanleg í verslun JÖR á Laugaveginum. Ég hlakka til að skoða sendinguna vel og deila með ykkur myndum – það gerist á allra næstu dögum. 2. Ilmurinn Love frá MCMC fæst í JÖR, dásamlegur handgerður ilmur sem fellur vel að mér – ást við fyrsta þef! Meira um þetta merki líka á næstu dögum. 3. Múmínmömmukrús – takmarkað upplag. Þessa fallegu handfangalausu krús rakst ég á í Suomi Prkl fyrir ekki svo löngu síðan. Dagur í lífi múmínmömmu umlykur krúsina sem er virkilega krúttleg og flott. 4. Hetta frá As We Grow, ég var vandræðalega spennt þegar ég sá að það voru komnar fleiri hettur í sölu frá þessu fallega merki en hér eru á ferðinni flík fyrir okkur mömmurnar frá sama gæðamerkinu og framleiðir ein bestu barnafötin, svona verð á að fá! 5. Nýjasta múmínkrúsin, þessa er reyndar ekki hægt að fá því hún kemur ekki í sölu fyr en 2015 og fyrsta upplagið er nú þegar uppselt í forsölu í múmín vefversluninni. Þessi verður samt sem áður minn við fyrsta tækifæri þó ólíklegt sé að hann verði undir trénu mínu. 6. Támjóu ökklastígvélin frá Camilla Pihl fyrir Bianco, þessi eru búin að vera á mínum skóóskalista frá því ég sá þau fyrst – en ég á nú þegar tvö pör úr þessari línu og hef því ekki réttlætt kaupin enn… 7. Taska frá Chloé, það er enginn svo sem að fara að gefa mér þessa rúmlega $700 tösku en falleg er hún og ég er held ég hrifnust af töskunum frá Chloé og langar mikið að sú fyrsta sem ég kaupi mér sjálf verði frá henni. Þessa rakst ég á útí í Selfridges í London og ég er ekkert að grínast með það að ef ég hefði verið búin að fá útborgað þegar ég var þar úti er líklegra en ekki að hún hefði komin með mér heim – stundum ræð ég ekki við mig! 8. Feldur frá Feld, fæst í Geysi, mér finnst þessi fallegi hálskragi alveg dýrðlegur og mig langar mikið í hann! Mig langar samt helst í frekar svona umfangsmikinn feld sem er samt með slaufunni. Mér fannst ekki mikið úrval af þannig í Geysi en ég rakst á þennan á heimasíðu Felds og ætli hann fáist ekki alla vega hjá þeim – þessi er efstur á jólaóskalistanum :)

fyrirmig2

9. Kanna frá Moomin fæst í t.d. í Suomi Prkl. Þessi fallega múmínmömmukanna yrði falleg undur morgunsafann í helgarbrunchum eða heimagert saft í sumar. 10. Slá frá Farmers Market – jú þessi og hálskraginn eru saman efst á óskalistanum. Ég er svo mikil kuldaskræfa og ég elska að vefja mig inní hlýjar flíkur. Mér finnst Farmers Market eitt af þessum klassísku og tímalausu íslensku merkjum og ég er nánast á því að ný flík frá merkinu séu skyldukaup á hverju hausti! 11. Hunter stígvél fást í Geysi, þessi hafa lengi verið á óskalistanum – kallinn getur staðfest það. 12. DNA eftir Yrsu, hún er minn uppáhalds íslenski rithöfundur – fyrir utan Pál frænda minn að sjálfsögðu! Yrsa er svo lagin við að halda manni við efnið og hræða úr mér líftóruna – ég hef íhugað að skella bók eftir hana inní frysti eins og Joey…. 13. Tookah með Emiliönu Torrini á Vínyl, nú langar mig að safna íslenskri tónlist á Vínyl og fyrst langar mig í þessa stórkostlegu plötu frá minni uppáhalds íslensku söngkonu. 14. Múmín ferðamál, ég á ekkert svona – það er á ákveðinn hátt mjög sérstakt en kannski ágætlega í lagi svo fólk fari ekki að tala um mig sem klikkuðu múmínkellinguna – sem er mögulega tapaður bardagi. 15. Glimmer samfestingur frá Andrea Boutique, ég veit ekki hvort eitthver flík önnur en þessi muni nokkur tíma koma til greina sem áramótaflík í mínum huga – algjörlega trylltur!!!

Hér er þá minn óskalisti – ég er voðalega erfið með gjafir, ég á svo erfitt með að segja hvað mig langar í. Ég er meira fyrir að gefa gjafir og á erfitt með að þiggja þær sjálf og því nánast ógerlegt fyrir mig að segja hvað mig langar í. En eftir nokkurra vikna hugsun (ég er ekki að grínast með tímann) þá er þetta útkoman – ég held hún endurspegli langanir mínar bara mjög vel :)

Njótið daganna framundan – þeir eru ekki margir eftir fram til jóla og munið að njóta, njóta, njóta ekki gleyma ykkur í gjafastressi, bakstri eða tiltekt. Jólin koma bara einu sinni á ári og þau koma sama hvort við erum búin að skúra eða ekki – svo ekki gleyma ykkur – lofið mér því <3

EH

Hátíðarlúkkið frá Sleek

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þórdís

    11. December 2014

    hæ, hvar fæst svona míu ferðamál?