fbpx

Varaskrúbbur

Ég Mæli MeðMakeup Tips

Ég keypti mér skrúbb fyrir varirnar um daginn. Ég er ein af þessum sem get ekki látið varirnar á mér í friði ég naga þær í tíma og ótíma – þetta er alveg ferlegt hjá mér. Fyrir vikið eru varirnar mínar ekkert alltaf í góðu standi og mjög oft sprungnar. Eina leiðin sem ég hef fundið mér til að koma í veg fyrir þetta nag mitt er að skrúbba varirnar mínar reglulega með blautum þvottapoka en mjög lengi hafði mig langað að prófa einhvers konar varaskrúbb. Þegar ég rakst svo á þennan hér á fer minni um vefverslanir landsins varð ég hreinlega að prófa hann!

nola11

Varaskrúbburinn er frá Sara Happ og fæst í vefversluninni Nola.is HÉR er linkur á skrúbbinn sem er til með fleiri ilmum:)

Ég valdi mér piparmyntuilminn en hann er rosalega frískandi. Skrúbburinn er dáldið grófur og hann bráðnar á vörunum og þær verða ótrúlega mjúkar og fallegar. Ég smellti einum á Aðalstein eftir skrúbbunina sem hafði orð á því að fyrra bragði hvað varirnar mínar væru mjúkar og fínar – held að varan geti ekki fengið skemmtilegra eða krúttlegra hrós en það!

varir2

Hér sjáið þið skrúbbinn á vörunum og varirnar eftir skrúbbinn :)

Þvottapokinn virkar nú alltaf vel en þessi gerir varirnar miklu mýkri;) Ég held að svona skrúbbur sé möst að eiga fyrir sumarið og gott að nota reglulega 1-2 í viku eftir ástandi varanna. Þennan er líka gott að nota áður en þið setjið á ykkur varalit, byrjið á því að skrúbba varirnar, setjið svo kannski varasalva og byrjið svo að farða ykkur. Þegar það er svo komið að vörunum verða þær mjúkar og fínar og miklu auðveldara að bera varalitinn á:)

nola10

Nola.is er ein af þessum nýju vefverslunum sem hefur opnað á síðustu vikum. Ótrúlega flottar vörur og allt vörur sem hafa ekki áður verið fáanlegar á Íslandi. Í dag er opið hús hjá henni Karin sem er með verslunina og þar gefst okkur tækifæri til að kíkja á vörurnar hennar. Ég er langspenntust að kíkja á Embryolisse vörurnar sem ég hef bara heyrt góða hluti um en aldrei prófað. Karin er sjálf förðunarfræðingur með gríðarlega reynslu úr bransanum og ég veit því að allar vörurnar sem eru fáanlegar hjá henni eru þar vegna gæða þeirra :)

Hún deilir skrifstofu með annarri vefverslun Snúran.is og iðnhönnuðinu Kristbjörgu Maríu svo vörur frá þeim verða einnig til sýnis og auðvitað verður hægt að versla – ég mæti alla vega með veskið. Stelpurnar eru staðsettar í gamla strætóhúsinu við Lækjartorg – uppá 4. hæð en inngangurinn er við hliðiná Lækjartorgi. Það er opið frá 17-20. HÉR getið séð meira um viðburðinn.

Eins og Hildur segir frá HÉR þá er Miðborgarvaka í bænum í kvöld og allar verslanir opnar til klukkan 22. Mæli því með því að þið gerið ykkur ferð niður í bæ, njótið veðursins, fáið ykkur eitthvað gott að borða og kíkið í búðir!

EH

Dýrindis rósir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet

    23. May 2014

    þú ættir að prófa varaskrúbbana frá Lush, finnst þeir miklu betri heldur en frá sara happ og líka miklu ódýrari. kosta í kringum 2000 kr hingað komnir og tekur í kringum 5-7 daga að koma til landsins :)