fbpx

Dýrindis rósir

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittSS14

Það er fátt sem ég elska jafn mikið og að hafa lifandi blóm heima hjá mér. Þegar ég vinn í víkingalottói ætla ég að ráða manneskju sem sér um það að það séu alltaf lifandi blóm heima hjá mér – samt bara afskorin þar sem það hvílir einhvers konar bölvun á mér sem kemur í veg fyrir að ég geti haldið lífi í pottaplöntu…

Ég var í ótrúlega skemmtilegri myndatöku í gær með frábæru fólki ég er aðeins of spennt að sjá útkomuna en það verður því miður ekki næstum því strax. En heim úr tökunum – sem tóku vandræðalega stuttan tíma miðað við magn af myndum sem við vorum komin með – fengu fallegar rósir úr blómaheildsölunni á Grensásvegi að fylgja mér heim. Þessar og svo margar fleiri léku smá hlutverk í myndatökunni.

Ég var svo heilluð að fallega litnum á þeim að ég tók myndavélina upp og smellti dáldið mörgum myndum af þeim :)

rósir7 rósir6 rósir4 rósir rósir3 rósir5

Myndirnar hefðu eflaust verið enn fallegri í tveimur af mínum draumablómavösum sem hafa of lengi verið á óskalistanum…

f6db594526e21287749f4952b93fbb93

Hár Alvar Aalto vasi – helst í nýja bláa litnum.

Mellem Omaggio - Forside1-p

Kahler vasi – þessi fæst í Hrím hér á Íslandi – mér finnst hann dásamlegur. Held líka að hann sé fullkominn undir fallegu Lúpínurnar þegar þær fara að spretta upp útum allt.

Amma mín er mikil blómakona og hún lumar á ýmsum ráðum. Hún mælit t.d. með því að ef það er hægt að setja þá rósir í einhvers konar kælingu á næturnar. Hún sjálf var með garstofu og er nú með yfirbyggðar svalir og þangað fara hennar rósir á næturnar. Með þessum aðgerðum hefur konan látið afskornar rósir lifa í ótrúlega langan tíma um daginn var hún búin að vera með rósir sem ég gaf henni í næstum tvær vikur. Hún er blómakvíslarinn mikli í mínum augum :)

EH

Nýjir eigendur herrailmanna frá YSL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1