fbpx

Nýtt í skóskápnum: Bianco by Christiane

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Ég mætti mega hress inní Kringluna í gær – eða við mæðgin – sá stutti var að springa úr spenningi fyrir að sjá Línu Langsokk og móðirin girnitist fullt af skópörum í nýjustu sendingu Bianco. Ég í alvörunni varð smá ringluð þegar ég kom inn því ég var umvafin fallegum skóm. En ef ykkur vantar nýtt skópar þá mæli ég með því að þið fylgist vel með síðunni minni á morgun…!!

En ásamt því að fá sendingu pakkaða af tryllingslega fallegum skóm þá kom líka ný lína sem danska leikkonan Christiane Schaumburg-Müller hannar fyrir merkið. Ég er svo svakalega hrifin af þessu hönnunarsamstarfi merkisins við tískuskvísur frá norðurlöndunum því mér finnst stíll þessara kvenna svo flottur og hann hentar okkur á Íslandi svo vel!

Hér sjáið þið dömuna í herferðinni fyrir merkið og að sjálfsögðu skónna. Við fáum þrjú pör af fimm hingað til landsins en þau eru komin í sölu og í dag hefst Kringlukast í Kringlunni sem stendur út mánudag en á þeim tíma er 20% afsláttur af ÖLLUM skóm í Bianco – ekki amalegt!

sko-7

Espadrillur komu sterkar inn síðasta sumar – þessar koma virkilega vel út, stílhreinar og svartar og smá töffaralegar.

sko-11 sko-9

Sandalarnir – þessir kveiktu strax áhuga minn þó ég hafi ekki alveg verið viss með þá fyrst er eitthvað við þá…

sko-6

…. dáldið töffaralegir finnst ykkur ekki ;)

sko-4 sko-17

Þessir – WOW! sjúklega flottir – rússkinn að utan og leður að innan það er eins og maður labbi á skýjum í þessum og gullröndin yfir hælnum er flott smáatriði. Skórnir eru alveg támjóir sem gefur þeim mikinn klassa.

sko-870x580 (1)

Ég mætti inní Kringlu í sólskynsskapi – enginn snjór og manni fannst svona eins og það væri vorilmur í loftinu. Svo ég var í þannig hugarástandi þegar ég ákvað að skella mér á eitt af þessum þremur pörum – en nei svo þegar ég kom út blasti við mér snjór og slabb. Þessir verða því notaðir innandyra næstu vikur en þægilegri „inniskó“ hef ég ekki átt. Ég sit meirað segja hér uppí sófa í skónnum og skrifa færsluna – þeir eru dásemd!

christianebianco4 christianebianco5

Já það voru sandalarnir sem urðu fyrir valinu…

christianebianco3

Ég var dáldið hrædd við þá fyrst ég viðurkenni það fúslega. Ég var ekki alveg að skilja þá en svo þegar ég sá þá í eigin persónu fannst mér þeir strax svaka töffaralegir! Svo þegar ég mátaði þá – þá var ekki aftur snúið!

christianebianco2

Mér finnst þeir koma hrikalega vel út og getið þið ímyndað ykkur í sumar þegar ég verð orðin kas í fínum sumarkjólum og leggins – ég hlakka alla vega sannarlega til. Ef sólin lætur svo ekki sjá sig hér þá get ég huggað mig við það að við erum búin að kaupa okkur eina utanlandsferð og erum mögulega að stefna á aðra. Já það á að dekra við Tinna Snæ áður en krílið kemur í heiminn.

christianebianco

Mér finnst þetta sjúklega flottur detail á skónnum en hér er undirskrift Christiane í skónnum – gerir þá einhvern vegin sérstakari og frábrugðnari „venjulegu“ skónnum frá Bianco.

Ég verð nú svo að taka fram ef einhver frá Bianco höfuðstöðvunum er mögulega að leita af íslenskum bloggara til að hanna línu fyrir merkið þá er ég alltaf til – maður fær víst ekki neitt nema maður láti alla vega vita af áhuga ;)

Næsta lína hjá Bianco er svo frá hinni dásamlegu Camilla Pihl en hún hannaði líka síðustu línu fyrir merkið. Ég á tvö pör úr þeirra línu sem ég nota óspart. Hin línan kemur í búðir 24. mars hér á Íslandi!! Ég segi ykkur betur frá henni og sýni á eftir ;)

EH

Cinderella mætir í MAC á morgun!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    23. March 2015

    Þeir hljóta að lesa bloggið þitt og veita því áhuga :) flottir sandalar!

  2. Anonymous

    20. March 2017

    Langar í skó númer 4ámyndinni nota sko no36 takk