fbpx

Nýtt á Íslandi: Gwen Stefani fyrir OPI

FallegtFræga FólkiðneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPI

Þetta er svo sannarlega samstarf sem mér finnst smellpassa! Gwen Stefani hefur alltaf verið þekkt fyrir að vera áberandi, þegar kemur að stíl, litavali og karakter. Núna í vetur var þetta samstarf loksins staðfest og nú er línan sem Gwen hannar fyrir OPI komin í sölu á Íslandi.

Gwen Stefani for OPI

GWEN_STEFANI_OPI-2014

Síðasta samstarf OPI var við söngkonuna Mariuh Carey fyrir hátíðarlökkin – flest lökkin úr þeirri línu seldust upp á fáránlega stuttum tíma. Svo það er um að gera að skoða vel litina sem eru í boði og fara og kaupa þá svo sem fyrst. Ég hlakka til að virða fyrir mér litina og sjá prufuspjöldin fyrir þá.

OPI-GWEN-STEFANI-COLLECTION

Love.Angel.Music.Baby: auðvitað er L.A.M.B lakk þetta er Gwen Stefani! Þetta tiltekna lakk er þétt lakk sem inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir sem mynda ótrúlega flottan lit á neglurnar. Lakkið er með satin áferð.

4 in the morning: svart lakk er alltaf klassískt. Þetta tiltekna lakk finnst mér persónulega mjög girnilegt. Þetta er svart lakk sem er með satin og silfraðri metal áferð. Satin áferðin er ekkert sérstaklega glansmikil en með því að setja yfirlakk fyrir þennan lit þá verður glimmerið meira áberandi og áferðin glæsileg!

In True Stefani Fashion: Þetta er glimmerlakk sem er hægt að nota bæði eitt og sér eða yfir aðra liti í línunni. Lakkið er glært og inniheldur misstórar glimmeragnir.

Hey Baby: Auðvitað inniheldur línan líka sterka og áberandi liti eins og Gwen Stefani er þekkt fyrir að skarta sérstaklega á nöglum og vörunum. Þetta er alveg ekta bleikur litur sem ég myndi segja að væri Barbie bleikur. Ef þið eruð mikið fyrir bleika liti þá er þetta lakk fullkomið fyrir ykkur.

I Sing In Color: Þetta er dökkrauðbrúnn litur sem er mjög fallegur. Liturinn er alveg hreinn og með fallegum glans sem gerir litinn stílhreinan. Þetta er ekta litur fyrir mig ég er persónulega hrifnari af því að nota dökka liti svona dags daglega.

Over & Over A-Gwen: Eins og með bleika litinn þá kom ekkert annað til greina en að línan hennar Gwen innihéldi hárauðan lit. Þessi er ótrúlega fallegu, hann er ekki of ljós eða of orange heldur bara rauður og virkilega kvenlegur.

Push And Shove: Þessi litur er alveg fullkominn og sá sem ég er eiginlega lang spenntust fyrir. Þetta er hásilfraður og þéttur litur sem er þannig að hann minnir mig eiginlega á lit sem er bara hægt að fá með því að svindla og nota fyrirfram litaðar naglafilmur. Mæli með að þið googlið myndir af prufum af þessu lakki.

opi_gwenstefani

Hlakka til að sýna ykkur prufur á nöglunum mínum innan skamms!

OPI fáið þið t.d. í Hagkaupum, Lyfju og Debenhams Smáralind.

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Hvaða litir fara þínum augum best?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrún

    11. January 2014

    Veistu hvort þetta muni koma í pakkningum öll saman, í litlum glösum, svona eins og Mariah Carey jólapakkningin var ?