fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: Hvaða litir fara þínum augum best?

AugnskuggarAugumakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Þá er loksins komið að því að þessi margumbeðna færsla birtist. Ég hafði hugsað mér að ná henni hingað inn fyrir hátíðirnar en það tókst því miður ekki. Betra er seint en aldrei ;)

Þessi færsla er fyrst og fremst hugsuð til að gefa ykkur kannski smá hugmyndir að því hvaða liti þið ættuð ekki að hika við að prófa næst þegar þið ætlið að fá ykkur flottan augnskugga og jafnvel forða ykkur frá því að kaupa liti sem henta ykkur ekki. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að sumum förðunarreglum eigi að henda útum gluggan þegar tilefni er til og það skiptir að sjálfsögðu mestu máli að þið séuð ánægðar með litina og viljið nota þá.

Blá augu:
Ef ég á að deila með ykkur þeim lit sem að mínu mati fer bláum litum best og bregst aldrei þá eru það appelsínugulir litatónar, sérstaklega augnskuggar þá með sanseraðri áferð. Blá augu verða bara einstaklega blá, dreymandi og ótrúlega falleg. Kopartónar eru t.d. fullkomnir. Að nota þó ekki nema smá hint af þessum lit í augnförðunina hvort sem það er í augnkrókunum, í vatnslínunni eða bara undir neðri augnhárin. Einnig hefur mér fundist þetta líka eiga við bláa liti. Það getur verið mjög flott að nota bláa augnskugga ef þið eruð með blá augu sérstaklega sterka liti sem styðja þá við ykkar augnlit og ýkja hann. Ef þið eruð hins vegar með stingandi blá augu þá getur verið gott að hafa í huga að nota ekki sterka liti til að draga athyglina frá ykkar augnlit sem þarf kannski bara ekkert að ýkja. Þá myndi ég mæla með kaldari tónum eins og silfurlitaður, grár og grábrúnn.5c5acc567eb4597484776e89c6f9a9db

Litir sem er oftast mælt með fyrir blá augu eru gull, brons, kopar, appelsínugulur, kampavínslitur, gulur beige tónn, bleikur og ferskjulitaður.

Brún augu:
Allir litir fara brúnum augum, í sumum tilfellum eru þó aðrir litir sem brjótast stundum fram í brúnum augum og þá má ýkja með því að fara eftir ráðlegginginum fyrir þá liti hér fyrir neðan. Sjálf er ég með brún augu sem eiga til að verða græn sérstaklega þegar ég nota fljólubláa liti í kringum augun. Mér finnst t.d. skemmtilegt að vera með fjólubláan eyeliner meðfram neðri augnhárunum til að poppa aðeins uppá augun ;) Ef þið eruð með brún augu þá er litaheimurinn dáldið bara ykkar það eru þó sumir litir sem ber að fara varlega í eins og t.d. rauður. Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá get ég alls ekki verið með, mattan og of dökkan rauðbrúnan lit þar sem ég lít þá út eins og uppvakningur – það sama á þó ekki við um sanseraða liti. 

6977b3e7e4061e6f54684326ce830ced

Litir sem er oftast mælt með fyrir brún augu eru brons, ferskjulitaður, fjólublár, grænblár, grænn og navy blár.

Græn augu:
Mér finnst að allar konur sem eru með græn augu ættu að nota fjólubláan maskara alltaf. Fjólublár er sá litur sem að mínu mati fer grænum augum best alla vega ef það sem þið sækist eftir eru extra græn og falleg augu. Ef þið eruð með rosalega græn augu er algjörlega leyfilegt að hafa augnförðunina hlutlausa en að jafnvel prófa sig áfram með varaliti í skemmtilegum og óvæntum litatónum eins og orange, fjólubláum og bleikum.

0d31793750f4b92511b5b12f2949a51fLitir sem er oftast mælt með fyrir græn augu eru fjólublár, plómulitur, brúnn, kopar og bleikur.

Grá augu:
Týpískur íslenskur augnlitur ekki satt – reyndar á hann til að sveigjast útí það að vera blár svo bláu leiðbeiningarnar eiga líka vel við þennan augnlit. Ef þessi augnlitur á við ykkur þá myndi ég hiklaust njóta þess í botn að fá að stjórna dáldið tóninum í augunum með ólíkum litum. Notið litina sem þið eruð með um augun til að búa til nýja lit í augunum ykkar. Litir sem ég myndi þó forðast eru of kaldir litir eins og silfraður og hvítur – það gæti mögulega verið einum of – reynið að fara frekar í hlýja tóna.

c859c181019620f7c441fb42a8ac3e65Nokkrar hugmyndir að litavali sem ég vona svo sannarlega að nýtist ykkur :)

EH

B&W

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  9. January 2014

  ú mjög góðar ábendingar… er með blá en hef bara prófað kopar og brons á augun mín.. -nenni alltof sjaldan að setja á mig augnskugga haha:)

 2. Herdís

  9. January 2014

  En ef augun eru blönduð í lit. Mín eru grá/blá með hint af grænum tón í sér ef vel er að gáð.
  Hvað þá?

  • Reykjavík Fashion Journal

   9. January 2014

   Þá myndi ég eins og ég nefni í brúnu augunum – velja bara litinn sem þig langar að ýkja, sem þig langi að beri af og nota liti sem passa þeim :)

 3. Karen Lind

  9. January 2014

  Hey, þessi plómulitur sem er á mynd nr. 2 (fyrir græn augu) – myndiru geta bent á einhvern sambærilegan? Þá bæði mattan og með smá shimmer í?

  Mig langar svo í svona lit – hef aldrei fundið hann!

  • Karen Lind

   9. January 2014

   Eða meira “aldrei fundið þann rétta”..

  • Jónína Sigríður Grímsdóttir

   9. January 2014

   Hæ, sorry að ég sé að svara þessari spurningu en langaði að deila með þér lit sem ég elska sem heitir expensive pink frá Mac. Mér finnst hann æði! hann er reyndar meira shimmer en mattur.

  • Reykjavík Fashion Journal

   9. January 2014

   Með shimmer lit þá myndi ég klárlega fara í kremaðan lit – einn af nýju Color Edition skuggunum frá Bourjois er sjúkur en hann er kannski of rauður, mæli samt hiklaust með honum alveg sjúkur – nr. 05 Prune Nocturne. Svo rakst ég á 4 lita augnskuggapallettu í Body Shop um daginn sem ég er mjög spennt fyrir að prófa það með svona plómutóna augnskuggum var einmitt að plana að fara á morgun og ná mér í eina þannig til að prófa ;) – þessi hér – http://www.thebodyshop-usa.com/specials/outlet/eye-palette-plum-2013.aspx fáránlegt verð og var meirað segja á útsölu ;)

 4. Herdís

  12. January 2014

  Er hægt að fá fjólubláan maskara frá einhverju frekar ódýru merki? Hef ekki fundið svoleiðis hjá Maybelline eða Gosh (merkin sem ég nota alltaf…)

  • Reykjavík Fashion Journal

   12. January 2014

   Ohh… Veistu það er alltof lítið um það. Man ekki eftir neinu merki núna en ég skal hafa augun opin:)