fbpx

Nú má desember koma…

Ég Mæli MeðJól 2014Lífið MittTinni & Tumi

… þó nóvember hafi bara verið að byrja þá erum við fjölskyldan tilbúin fyrir desember! Allir fjölskyldumeðlimir eru nú komnir með sín jóladagatöl og það fullkomin jóladagatöl fyrir hvert okkar :)

dagatal3

Fyrsta dagatalið sem mætti á heimilið var lakkrís dagatalið frá Johan Bulow sem fæst í Epal. Aðalsteinn er mjög mikill lakkrís aðdáandi og því mjög hrifin af þessum lakkrís. Ég ætlaði að gefa honum það í fyrra en þá var það uppselt svo ég fór extra snemma í ár og náði einu fyrir hann. Hrikalega flott dagatal og ekta fyrir svona sælkera. Við Tinni röltum þangað fyrir stuttu og splæstum líka í hátíðarlakkrís ársins og hann er trylltur allt sem ég hef heyrt um hann er satt :)

dagatal

Tinni Snær fékk svo sitt dagatal í gær. Playmo dagatal sem hann er samt voða fúll með að mega ekki opna strax svo það var bara falið uppí skáp þegar hann sá ekki til og verður tekið fram næst morgun 1. desember.

dagatal2

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf RÚV dagatalið sem mér fannst í minningunni alltaf mjög skemmtilegt en þá var Pú og Pa alveg uppáhalds serían ég skora hér með á RÚV að sýna það snilldar dagatal aftur!!! En ég held að þetta dagatal muni gleðja litla snáðann okkar mikið.

Mamman fékk svo flottasta dagatalið – að mínu mati alla vega ;) Ég fór í gær og splæsti í dagatalið frá The Body Shop. Ég var búin að heyra af því og fór strax í gær og keypti en ef þið eruð spenntar fyrir því hafið þá hraðar hendur því það var ekkert sérstaklega mikið eftir af því. Mömmunnar dagatalið er reyndar dýrast – 14900 (minnir mig, ég er mjööög fljót að gleyma) en í því eru vörur að andvirði rúmum 20.000kr.

10696310_707579482661579_1952105932683337957_n

Ég var voða lukkuleg með það í gær – svo er það svona eins og taska svo ég sveiflaði því bara á eftir mér inní Smáralind.

Það eru nokkur merki sem koma með svona hátíðardagatöl en það eru þó flest merki sem fást ekk hér – nema The Body Shop. Hin dagatölin seljast alltaf mjög hratt upp og eru svo seld á uppsprengdu verði á ebay og svo er rándýrt að fá þau heim. Ég hef aldrei tímt að standa í því svo ég er mjög spennt að opna þetta.

Ég er komin í voðalegt hátíðarskap allt í einu – ég er þó að reyna að passa mig að fara ekki all in alveg strax, ætla að bíða aðeins með skreytingarnar og jólalögin.

EH

BonBon Giveaway!

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    5. November 2014

    Næs!! Mér er samt því miður ekki treystandi með lakkrísdagatalið, ég myndi rifa alla gluggana upp á fyrstu vikunni:)

  2. Ása Lind

    5. November 2014

    Vá hljómar vel og flott dagatöl! En hvar fékkst playmo dagatalið ? :)

  3. Ása Lind

    5. November 2014

    okay takk :))

  4. Hafdís

    5. November 2014

    Ég væri alveg til í að eiga efni á svona fínu dagatali fyrir mig og dóttur mína, en þetta er umþaðbil fjárhæðin sem ég hef fyrir mat út mánuðinn.
    Kemur kannski að því einhverntíman.

  5. sigrún

    5. November 2014

    Hvada vörur eru í mömmunnar dagatalinu…veistu þađ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. November 2014

      Já ég stalst aðeins til að skoða það aftan á kassanum :) En það eru alls kyns spennandi vörur frá merkinu, krem, sturtusápa, naglalakk alls konar skemmtilegt ;)