MASKA RÚTÍNA & GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Þið eruð eflaust farin að taka eftir því að ég elska að setja á mig maska og dekra við húðina mína. Eitt af því öflugasta sem við getum gert heima fyrir húðina okkar er að setja á okkur maska. Það er einn maski sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en það er Japanese Matcha Tea Pollution Mask frá The Body Shop. 

 

*Nokkrar af vörunum í þessari færslu fékk greinahöfundur að gjöf

Ég ætla fara með ykkur í gegnum maska rútínuna mína en mér finnst best að útskýra allt í einföldum skrefum. Þið getið einnig séð húðumhirðuna mína í einföldum skrefum hér.

 

Skref 1 – Taka farða, maskara og annað af

Það sést mjög vel hér á þessari mynd hvað ég elska þennan farðahreinsi en þetta Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop. Áferðin minnir á kókosolíu eða smjör og bræðir allt “makeup” af. Ég nudda þessu yfir allt andlitið, tek síðan volgan þvottapoka og tek allt af. Þetta er ótrúlega einfalt og þæginlegt.

Skref 2 – Hreinsa húðina

Ég elska elska elska þennan gelhreinsi! Það er yndisleg appelsínulykt af honum sem er einstaklega hressandi á morgnana og hann skilur húðina eftir tandurhreina.

 

Skref 3 – Maski

 

Síðan set ég maskann yfir allt andlitið og tek hann síðan af eftir 15-25 min

Þessi maski er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér, einsog sést. Þetta er algjör snilldar maski að mínu mati en mér finnst hann vera svona “all in one” maski. Hann gerir svo margt í einu og hann á að henta flestum húðtegundum, ég er meira segja búin að heyra að þeir sem eru með viðkvæma húð geti notað hann.

Maskinn hreinsar húðina, tekur dauðarhúðfrumur og losar húðina við mengum og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu. Formúlan er ótrúlega kremuð og mér finnst maskinn mjög kælandi þegar hann er á andlitinu. Það eru mjög góð innihaldsefni í þessum maska, sem eru meðal annars matcha grænt te, aloe vera og hann 100% vegan.


 

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

 

Mig langaði síðan að láta ykkur vita að ég er með gjafaleik á instagraminu mínu þar sem ég er að gefa allar vörurnar sem ég nefndi hér að ofan og þessi fallegu kanínueyru.. sem eru of krúttleg!

Takk fyrir að lesa og ég hlakka til að sjá ykkur á instagram xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

ÉG HLAKKA SVO TIL

LÍFIÐSNYRTIVÖRUR

.. jóla

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég er orðin svo spennt fyrir jólnunum.. já ég sagði það jólunum, það var samt ekki fyrr en ég fékk dagatalið frá The Body Shop í hendurnar.

The Body Shop gefur út jóladagatal ári hverju og hefur mig alltaf langað í eitt slíkt. Dagatalið er sett upp einsog hefðbundið dagatal en inn í hverjum “glugga” eða þetta eru reyndar kassar, er lítil sæt gjöf. Þetta mun gera prófalesturinn mun skemmtilegri og get ég ekki beðið. Ég fékk Deluxe dagatalið sem er næst stærsta dagatalið en það eru fjórar stærðir í boði.

Það eru þó ekki bara gjafir í þessu æðislega dagatali heldur einnig leikur inn í dagatalinu með fallegum boðskap. Leikurinn er þannig settur upp að þú færð eitt verkefni á dag sem á að gera heiminn að betri stað, mér finnst þetta mjög fallegt og á vel við á jólnunum.

Hérna er til dæmis verkefnið fyrir 1.des og það er mjög einfalt, “Smile at the first person you see today”

 

Ég sýndi dagatalið mitt um daginn á snapchatinu mínu (gsortveitmakeup) og fékk margar spurningar, þannig ég ákvað að setja inn allar helstu upplýsingar um þau hér..

 

Deluxe dagatal – 17.990 kr

 

Entry dagatal (Fjólubláa) – 12.990 kr

Standard dagatal (Græna) – 14.990 kr

 

Það vantar reyndar stærsta dagatalið, ég fann því miður ekki mynd af því en þið getið alltaf gert ykkur ferð í The Body Shop og kíkt á úrvalið. Ég mæli með að hafa hraðar hendur því þessi dagatöl seljast upp mjög hratt. Ég get ekki beðið eftir desember!

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

BACK TO SCHOOL MAKEUP

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna eru eflaust margir að fara byrja aftur í skólanum, þar á meðal ég. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu og hlakka til að koma mér aftur í rútínu, þótt það verði mjög erfitt að kveðja þetta skemmtilega sumar.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mun nota í vetur og þetta eru einnig vörur sem hægt er að nota á marga vegu. Ég reyndi að finna vörur sem eru í ódýrari kanntinum en vonandi mun ykkur finnast þetta hjálplegt. Þetta eru auðvitað vörur sem hægt er að nota allan ársins hring, hvort sem maður er í skóla eða vinnu.

1. GLAM BEIGE – L’ORÉAL

 

Þessi vara var á óskalistanum mínum í sumar og keypti ég mér hana síðan stuttu eftir það. Þetta er ótrúlega léttur “farði” eða minnir helst á litað dagkrem. Mér finnst þessi vara fullkomin svona dagsdaglega í vetur og þegar maður er að drífa sig í skólann. Það tekur enga stund að skella þessu á sig og gefur létta þekju.

 

2. AGE REWIND – MAYBELLINE

Ég gerði færslu um þennan hyljara og lýsti yfir hamingju minni að hann væri loksins komin til Íslands. Það var alls ekki að ástæðulausu en þessi hyljari er ótrúlega góður og á mjög góðu verði. Hann þekur mjög vel og passar því vel með Glam Beige frá L’oréal. Ég nota hann líka oft einan og sér ef ég er að drífa mig mjög mikið en vill samt fríska mig aðeins upp.

3. BRONZED – URBAN DECAY

Þetta sólarpúður er búið að vera mitt uppáhalds í allt sumar og finnst það vel peningana virði. Það gefur ótrúlega fallega hlýju en er ekki of hlýtt og ekki of kalt.. fullkomið! Síðan er hægt að nota það sem augnskugga því það er alveg matt og hægt að setja síðan highlighter í yfir allt augnlokið. Þegar ég er að drífa mig þá nota ég oft bara sólarpúður og hyljara á andlitið, finnst það gera svo ótrúlega mikið.

4. DROPS OF GLOW – THE BODY SHOP

Þessi vara er æðisleg! Þetta er highlighter í fljótandi formi og gefur fallegan ljóma. Það er hægt að setja þetta beint á kinnbeinin eða blanda saman við farðann sinn. Mér finnst þetta fullkomið dagslega þegar maður vill kannski smá ljóma en ekki of mikið, það er hægt að stjórna hversu mikinn ljóma maður vill.

5. BOLD METALS NR. 100 – REAL TECHNIQUES

Þessi bursti er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég nota hann í farða, hyljara og stundum sólarpúður. Þess vegna held ég að þetta sé frábær bursti til þess að hafa í snyrtibuddunni í vetur. Ég nota þennan bursta oft þegar ég er á seinustu stundu og er að drífa mig, þá nota ég hann í farða og hyljara. Áferðin á húðinni verður ótrúlega falleg og það tekur enga stund að blanda út vörunum.

6. FACE TAN WATER – ECO BY SONYA

Síðan en alls ekki síst er það þessi vara frá Eco by Sonya. Þetta er brúnkukremsvatn sem hægt er að nota á hverjum degi og stíflar ekki svitaholur eða lætur mann verða flekkóttan. Það er hægt að nota þessa vöru kvölds og morgnana en ástæðan afhverju mér finnst þessi vara fullkomin fyrir skólann eða veturinn er vegna þess að þá heldur maður í sumarljóman. Húðin verður ljómandi og falleg, þetta er algjört “must” á þreyttum haust-og vetrardögum.

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FIMM “MUST HAVE” SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

BURSTARFIMM UPPÁHALDSHreinsivörurSNYRTIVÖRUR

Núna fer að styttast í verslunarmannahelgina og margir eflaust búnir að gera plön. Það eru margir að fara í útilegu og langaði mig því að segja ykkur frá nokkrum snyrtivörum sem mér finnst algjört “must” að hafa með sér. Þetta eru allt snyrtivörur sem hægt er að nota á marga vegu og því fullkomar í útilegurnar.

 

1. MELTDOWN MAKEUP REMOVER – URBAN DECAY

Þessi vara er held ég fullkomin fyrir útlegur en þetta er sprey frá Urban Decay sem tekur í burtu farða. Þú einfaldlega spreyjar þessu í andlitið tekur síðan blautþurrku eða eitthvað annað sem þú ert með við höndina í útlegunni og tekur förðunina. Það þarf ekkert að skola þetta af með vatni eða slíkt, þetta er ótrúlega einfalt og algjör “must” að mínu mati!

 

2. HELLO FAB CAFFEINE MATCHA WAKE UP WIPES – FIRST AID BEAUTY

Ég er ekki mikið fyrir að nota blautþurrkur en það er leyfilegt einu sinni á ári að “hreinsa” á sér húðina með blautþurkkum. Það er hægt að nota þessar frá First aid beauty eftir að maður er búin að spreyja andlitið með Meltdown Makeup Remover og síðan er bara alltaf gott að vera með blautþurrkur við hendina í útilegum. Þessar blautþurrkur er  stútfullar af andoxunarefnum, vitamín C, aloe vera og orkumiklu koffíni. Tekur í burtu óhreinindi, olíu og farða. Þetta er því algjör snilld í útilegur og eru mjög góðar blautþurrkur.

Ég mæli samt með því ef þið hafið tök á því að hreinsa húðina einsog þið getið en auðvitað er það oft erfitt í útilegu þar sem er kannski ekki aðstaða til þess.

 

3. FACE CONTOURING PALETTE – THE BODY SHOP

Þessi palletta frá The Body Shop finnst mér æðisleg, hún er lítil og þægilegt að ferðast með hana. Það eru fjórir litir og hægt að nota þá á marga vegu. Það er til dæmis hægt að nota hana á andlitið í sólapúður, highlight, kinnalit og til þess að skyggja andlitið en hinsvegar er líka algjör snilld að nota hana á augun. Þannig það er hægt að nota hana á marga vegu og því algjör snilld í útileguna.

 

4. SETTING BRUSH – REAL TECHNIQUES

Þetta er einn af mínum uppáhalds burstum frá Real Techniques og fær því að fylgja mér allt sem ég fer. Það er hægt að nota hann í svo margt, til dæmis highlighter, augnskugga, hyljara, púður og svo margt fleira. Því finnst mér hann fullkominn í ferðalög og sérstaklega útilegur þegar maður vill ekki taka með sér of mikið.

 

5. NAKED 2 LIP LINER – URBAN DECAY

 

Mér finnst varablýantarnir frá Urban Decay æðislegir en þeir eru vatnsheldir og haldast ótrúlega vel á vörunum. Það er hægt að nota hann til þess að móta eða setja yfir allar varirnar og setja síðan annan varalit yfir þá helst allt miklu lengur. Síðan er auðvitað hægt að nota þá bara eina og sér sem varaliti.

 

Vonandi var þetta hjálplegt og þið skemmtið ykkur sem allra best um helgina. Munum bara að skemmta okkur fallega og ganga hægt um gleðinnar dyr xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

DROPS OF GLOW

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Ég var að eignast um daginn svo ótrúlega fallegan highlighter sem ég verð bara að deila með ykkur. Þetta er alveg nýr highlighter frá The Body Shop en hann er í vökva formi og ástetjarinn er dropateljari, sem mér finnst ótrúlega skemmtileg hönnun og auðveldar manni hann í notkun. Mér finnst nafnið líka ótrúlega skemmtileg því þetta er bókstaflega dropar af ljóma.

 

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Það hægt að blanda dropunum við uppáhalds farðan sinn, nota þetta sem farðagrunn undir farða eða setja bara beint á húðina. Síðan er algjör snilld að nota þetta undir púður highlighter til þess að gera þá ennþá ýktari. Þessi formúla gefur ótrúlega fallegan ljóma og blandast vel við aðrar vörur.

HOW TO:

Ég set bara nokkra dropa á kinnbeinin og á þá staði sem ég vil draga fram því næst blanda ég öllu út með svampi. Ég mæli með að setja þetta áður en maður setur púður yfir andlitið vegna þess að púður og vökvi eiga ekki alltaf samleið og gæti allt farið í klessu.

Ljóminn er svo ótrúlega fallegur og “náttúrulegur”. Mér finnst þetta fullkomið á sumrin og húðin verður svo ótrúlega falleg þegar sólin skín á hana.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

GET READY WITH ME: SECRET SOLSTICE

DEKURHreinsivörurMASKAROOTD

Mig langaði að deila með ykkur örsnöggt um hvernig ég geri mig oft til fyrir eitthvað sérstakt eða bara þegar ég vill gera vel við mig. Ég var að klára smá vinnutörn í dag og ætla á Secret Solstice á morgun, þannig það er tilvalið að gera smá vel við sig.

*Vörurnar sem eru stjörnumerktar fékk ég að gjöf 

Ég byrjaði á því að setja á mig maska en mér finnst mjög mikilvægt að hreinsa húðina mína vel eftir vinnutörn. Maskinn sem ég notaði er í miklu uppáhaldi hjá mér en þetta er Himalayan Charcoal* maskinn frá Body Shop.

Þessi maski er ótrúlega hreinsandi, hreinsar úr svitaholum og skilur húðina eftir ljómandi. Mér finnst hann virka strax og sé sjáanlegan mun á húðinni minni fyrir og eftir.

Ég ætla setja á mig brúnkukrem en ég elska þetta brúnkusprey frá St. Tropez*. Ég ætla að setja þetta á mig núna og fara síðan í sturtu á morgun.

Þetta er express self tan frá St.Tropez sem virkar þannig að eftir einn klukkutíma verður brúnkan ljós, svo næsta klukktíma miðlungs og síðan þriðja klukkutímann þá verður brúnkan orðin dökk. Ég sef samt bara oft með hana og hún verður alls ekkert of dökk.

Því næst ætla ég að hvíta á mér tennurnar en ég keypti nýlega pakka af White Crest í USA. Ég er samt ekki mikið í því að hvíta á mér tennurnar en finnst gott að nota þetta einstaka sinnum.

Síðan er það punkturinn yfir i-ið en ég keypti í dag ótrúlega flottar peysur í 66°Norður. Ég keypti eina fyrir mig og eina fyrir kærasta minn. Ég átti enga svona stóra og þæginlega peysu en þessar finnst mér fullkomnar fyrir íslenskt sumar.

Mig langaði líka að deila með ykkur að 66°Norður bjóða núna uppá 10% afslátt fyrir þá sem eru að fara Secret Solstice.

Ég keypti þessa fyrir mig og fékk mér hana í XL svo hún sé aðeins síð

Svo keypti ég þessa fyrir kærasta minn en ég mæli með að kíkja í 66°Norður fyrir útihátíðirnar og útileigurnar í sumar!

Ég hlakka til að gera mig til á morgun en ég mæli með ef þið viljið sjá heildar dressið og förðunina að fylgjast með mér á hinum miðlunum mínum.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Möst fyrir veturinn!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég elska að nota olíuríkar snyrtivörur. Olíur hafa næringarrík áhrif á húðina og á líkamann – að innan og utan. Þess vegna er tilvalið að innbyrða olíuríka fæðu eins og fræ og það er líka tilvalið að bera olíur á húðina!

Síðasta vetur byrjaði ég að nota olíuríkar snyrtivörur á húðina og mér fannst í fyrsta skipti sem húðin mín hélt sér í ágætis jafnvægi í kuldanum – miklu betra jafnvægi en alltaf áður. Eftir það sannfærðist ég um ágæti olíunnar og nýlega fékk ég sýnishorn af nýju olíuvörulínunni frá The Body Shop sem ég er búin að vera að nota í tvær vikur núna og get því sagt ykkur almennilega frá reynslunni af þessum fallegu vörum…

olíurBS2

Intensely Revitalising Cream & Intensely Revitalising Essence Lotion úr línunni Oils of Life frá The Body Shop

Olíur gefa húðinni miklu drjúgari raka – s.s. raka sem endist lengur, raka sem hefur langvarandi og jákvæð áhrif á húðina og starfsemi hennar. Olíur ætti enginn að forðast – þessar olíur eru allar þar til gerðar að koma jafnvægi á olíustarfsemi húðarinnar og framleiða góðar olíur fyrir húðina en ekki slæmar og óhreinar olíur.

Oils of Life vörurnar innihalda þrjár mismunandi olíur – svört Cumen olía, Camellia fræolía og Rosehip fræolía. Fræolíur eru stútfullar af næringarríkum efnum. Olíur koma í veg fyrir rakatap í húðinni, þær eru léttar og fara hratt inní húðina, þær eru hreinsandi og sumar þeirra eru þannig til gerðar að þær draga úr myndum óhreinda! Vörulínan gerir allt þetta og þær eiga að gera húðina geislandi fallega.

olíurBS

Olía er möst fyrir veturinn – til að róa, næra og sefa húðina!

Sjálf er ég mjög ánægð með virkni varnna frá The Body Shop. Húðin mín er í virkilega góðu jafnvægi. Kremið nota ég á morgnanna og líka stundum á kvöldin en það er mjög létt en samt svo róandi og þægilegt. Það fer hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega áferð. Húðin verður mjúk eftir stöðuga notkun og hún geislar af næringu – eða það finnst mér alla vega. Ég elska ilminn af kreminu – mér finnst hann svona vekja húðina á morgnanna ef þið skiljið mig. Lotion olían er vatnskennd og er hugsuð til að nota á tandurhreina húð beint eftir hreinsun, mér finnst ofboðslega gott að bera olíur á húðina mína – sérstaklega á kvöldin og nudda henni vel saman við hana, róa hana niður og hjálpa henni að slaka á. Það geri ég með þessa og ef mér fannst ég þurfa þá setti ég kremið yfir – mér finnst það ekkert alltaf, það fer hreinlega eftir ástandi hennar. Mér finnst líka gott að nudda olíunni alveg niður eftir hálsinum og niðrá bringuna, svo róandi og þægilegt.

Mér finnst þetta virkilega vel heppnaðar vörur og ég verð sérstaklega að hrósa umbúðunum og hönnun  þeirra – þær fanga athyglina, þær eru fallegar og þær samræmast vörunum og virkni þeirra á fullkominn hátt!

Olíur – MÖST!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Dekur fyrir líkama og sál

Ég Mæli MeðLífið MittSnyrtivörur

Ég fékk um daginn virkilega fallega gjöf frá The Body Shop hér á Íslandi. Gjöfin innihélt vörur úr nýrri dekurlínu frá merkinu sem nefnist Fuji Green Tea. Þar sem maður eru nú óléttur þá eru kannski ekki allir ilmir sem nefið þolir svo það fyrsta sem ég gerði var að þefa af vörunum – og mér til mikillar lukku þá er ilmurinn virkilega mildur og góður og fór ekkert í taugarnar á mér, það sama má ekki segja um ýmislegt annað þessa dagana :)

Línan samanstendur af alls konar girnilegum vörum fyrir líkama og sál og þar á meðal er baðte sem ég hefði svo mikið verið til í að prófa en hér er ekkert bað en það verður vonandi í næstu íbúð. En ég fékk að prófa margar aðrar vörur fyrir líkamann sem mig langar að segja ykkur betur frá og hér aðeins neðar langar mig að segja ykkur frá innihaldi varanna og virkni þess.

greentea7

Vörurnar eru byggðar á te hefðum frá Japan. Þær eru eins og áður segir ríkar af grænu te-i, grænt te er þekkt fyrir það að vera virkilega gott andoxunarefni. Ef þið vissuð það ekki þá leysa andoxunarefni upp sinduefni í líkama okkar sem geta gert okkur þreytt og slöpp og haft slæm áhrif á heilsu okkar og andlega vellíðan. Það má því segja að þessar vörur séu sannarlega góðar fyrir líkama og sál því þær fríska uppá vitin með dásamlegum ilmi og maður fær svona góða vellíðunartilfinningu um allan líkamann.

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég fékk til að prófa, Body Butter, Body Scrub, Body Wash og Eau de Cologne. Mig langaði að segja ykkur aðeins frá hverri vöru, hvernig ég er búin að vera að nota þær og hvernig mér líkar.

greentea5

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Body Butter varanna frá merkinu, kremið er svo svakalega drjúgt og nærandi og ég hef notað það reglulega síðan ég var unglingur. Ég nota þetta Body Butter alltaf beint eftir sturtu á líkamann og legg sérstaka áherslu á að breiða úr kreminu yfir magann, upphandleggina og lærin – þar sem ég finn langmest fyrir teygju og kláða í húðinni vegna meðgöngunnar. Body Butterið finnst mér hjálpa húðinni að slaka á og það sefar kláðann svo ég er mjög ánægð með með það sérstaklega sem svo sem margir eru líka og ég er ólíklega að segja frá einhverri svakalegri uppgötvun en ég get svo sannarlega mælt með þessu fyrir konur á meðgöngu.

greentea4

Skrúbbinn hef ég nú notað tvisvar sinnum síðan ég fékk hann. Hann er virkilega mildur og inniheldur að mér sýnist tvær mismunandi stærðir af kornum sem slétta og jafna áferð húðarinnar. Að nota skrúbb í sturtunni er að mínu mati nauðsynlegt. Húðin þarf á því að halda að fá hjálp við að endurnýja sig og losa sig við dauðar húðfrumur. Í vöruslýsingu fyrir þennan skrúbb segir að hann sé eins og detox fyrir húðina – hann hefur sannarlega frískandi áhrif alla vega. Ég nota þennan yfir allan líkamann og sérstaklega á lærin til að örva líka blóðflæði um líkamann og nudda aðeins liði og vöðva – það er nú sannarlega þörf á því á meðgöngu.

greentea3

Ég er gjörsamlega kolfallin fyrir Body Wash sápunni. Þetta er freyðandi gel sem er alveg svakalega drjúgt. Ég hef notað þetta í hverri einustu sturtuferð síðan ég fékk það og það sést varla á flöskunni. Sápan hreinsar líkamann mjög vel og gefur frá sér þennan dásamlega milda ilm og það er eitthvað við það að fá að upplifa góðan ilm í gufunni frá sturtunni það er eitthvað svo svakalega róandi – mér finnst það en ég er svo sem mjög áhugasöm um ilmi og áhrif þeirra á líkama og sál :)

greentea2

Loks er það svo ilmurinn sem er af tegundinni Eau de Cologne. Hann er mjög veglegur þar sem hann er alveg 100ml. Ilmurinn er örlítið dýpri en sá sem einkennir hinar vörurnar en þessi er líka gerður til að endast örlítið lengur. Ilmurinn er ekki alveg í takt við þá sem ég hef sjálf verið að nota undanfarið en það er alltaf gaman að breyta örlítið til. Mér finnst þessi virkilega frískandi og mér líður vel með hann. Ég finn ekkert fyrir honum á mér nema þegar ég spreya honum fyrst á svo samkvæmt mörgu þá þýðir það að hann fer mér vel.

greentea

Ég get ekki annað en mælt með þessum vörum og ég hvet ykkur til að skoða þær ef ykkur vantar smá dekur. Ég kíkti við í verslun The Body Shop í Smáralind um daginn til að skoða restina af vörunum í úrvali og ég varð mjög spennt þegar ég sá handsápuna úr línunni – hún er á óskalistanum. Ég er ég nú svo sem svona sápuperri eins og ég hef nú viðurkennt svo það er kannski  ekki skrítið að ég sé með sápu á óskalistanum mínum… :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú má desember koma…

Ég Mæli MeðJól 2014Lífið MittTinni & Tumi

… þó nóvember hafi bara verið að byrja þá erum við fjölskyldan tilbúin fyrir desember! Allir fjölskyldumeðlimir eru nú komnir með sín jóladagatöl og það fullkomin jóladagatöl fyrir hvert okkar :)

dagatal3

Fyrsta dagatalið sem mætti á heimilið var lakkrís dagatalið frá Johan Bulow sem fæst í Epal. Aðalsteinn er mjög mikill lakkrís aðdáandi og því mjög hrifin af þessum lakkrís. Ég ætlaði að gefa honum það í fyrra en þá var það uppselt svo ég fór extra snemma í ár og náði einu fyrir hann. Hrikalega flott dagatal og ekta fyrir svona sælkera. Við Tinni röltum þangað fyrir stuttu og splæstum líka í hátíðarlakkrís ársins og hann er trylltur allt sem ég hef heyrt um hann er satt :)

dagatal

Tinni Snær fékk svo sitt dagatal í gær. Playmo dagatal sem hann er samt voða fúll með að mega ekki opna strax svo það var bara falið uppí skáp þegar hann sá ekki til og verður tekið fram næst morgun 1. desember.

dagatal2

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf RÚV dagatalið sem mér fannst í minningunni alltaf mjög skemmtilegt en þá var Pú og Pa alveg uppáhalds serían ég skora hér með á RÚV að sýna það snilldar dagatal aftur!!! En ég held að þetta dagatal muni gleðja litla snáðann okkar mikið.

Mamman fékk svo flottasta dagatalið – að mínu mati alla vega ;) Ég fór í gær og splæsti í dagatalið frá The Body Shop. Ég var búin að heyra af því og fór strax í gær og keypti en ef þið eruð spenntar fyrir því hafið þá hraðar hendur því það var ekkert sérstaklega mikið eftir af því. Mömmunnar dagatalið er reyndar dýrast – 14900 (minnir mig, ég er mjööög fljót að gleyma) en í því eru vörur að andvirði rúmum 20.000kr.

10696310_707579482661579_1952105932683337957_n

Ég var voða lukkuleg með það í gær – svo er það svona eins og taska svo ég sveiflaði því bara á eftir mér inní Smáralind.

Það eru nokkur merki sem koma með svona hátíðardagatöl en það eru þó flest merki sem fást ekk hér – nema The Body Shop. Hin dagatölin seljast alltaf mjög hratt upp og eru svo seld á uppsprengdu verði á ebay og svo er rándýrt að fá þau heim. Ég hef aldrei tímt að standa í því svo ég er mjög spennt að opna þetta.

Ég er komin í voðalegt hátíðarskap allt í einu – ég er þó að reyna að passa mig að fara ekki all in alveg strax, ætla að bíða aðeins með skreytingarnar og jólalögin.

EH