Halló!
Á sumrin nota ég alltaf meira af krem vörum heldur en púður vörum. Mér finnst krem vörur svo ótrúlega fallegar á húðinni og gefa frá sér fallegan ljóma. Ég er sérstaklega búin að vera elska bronze-aða eða sólkyssta húð í sumar. Ég tók saman um daginn nokkra krem kinnaliti sem ég mæli með og eru á óskalistanum mínum og núna er komið að krem bronzer! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum krem bronzer-um sem ég mæli með og nota mikið eða sem eru á óskalistanum mínum.
1. Drunk Elephant D-Bronzi Anti Pollution Sunshine Drops: Þetta er bronzer dropar sem hafa góð áhrif á húðina. Formúlan inniheldur fullt vítamínum og ver húðina gegn óhreinindum og mengun sem kann að finnast í umhverfinu. Þessi vara er á óskalistanum mínum!
2. Soleil Tan De Chanel: Ég fæ bara ekki nóg af þessum bronzer. Þessi er búin að vera í stanslausri notkun síðustu mánuði. Þetta er á milli þess að vera krem og púður, mjög skemmtileg formúla sem gefur húðinni fallegt sólkysst útlit.
3. Milk Makeup Baked Bronzer: Æðislegur bronzer sem gefur húðinni hlýju og kemur í mjög þægilegu stift formi. Formúlan er einstaklega létt og er því mjög auðvelt að blanda og hefur maður smá tíma til þess því oft þorna bronzer-ar mjög fljótt.
4. The Body Shop – Honey Bronze: Nýr krem bronzer frá The Body Shop sem er einstaklega léttur á húðinni og gefur fallega hlýju. Inniheldur Community Trade hunang frá Namibíu, bývax frá Kamerún og Shea smjör frá Ghana.
5. Becca Cosmetics Liquid Highlight í litnum Topaz: Þetta er reyndar ekki bronzer heldur fljótandi ljómi en ég nota þetta oft sem bronzer og það er æðislegt líka að blanda þessu við farða til að fá ljóma og sólkysst útlit.
6. YSL Les Shariennes Bronzer: Einn af mínum uppáhalds bronzer-um. Þessi formúla er mitt á milli þess að vera púður og krem. Þessi bronzer helst ótrúlega vel á húðinni, gerir húðina sléttari, líkt og primer og gefur fallegan lit.
7. Charlotte Tilbury – Contour Wand: Þessi vara er á óskalistanum. Þetta er eins og hyljari í laginu og því auðvelt að stjórna hvert maður vill að liturinn fari. Formúlan er ótrúlega létt og falleg.
Hver er þinn uppáhalds bronzer?
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg