fbpx

BESTA OG ÓDÝRASTA AUGABRÚNAGELIÐ

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég verð að segja ykkur frá besta og ódýrasta augabrúnagelinu en það er.. sápustykki! Já sápustykki er besta augabrúnagelið að mínu mati. Þetta er aldagamalt förðunarráð sem notað var í gamla daga þegar ekkert augabrúnagel var til. Ég sá þetta fyrst gert fyrir nokkrum árum hjá Pixiwoo systrunum á Youtube og þar útskýrðu þær líka söguna á bakvið þetta förðunartrix. Þetta er ótrúlega einfalt í notkun, helst á allan daginn og augabrúnirnar verða ótrúlega flottar. Sápustykkið endist endalaust og því mjög ódýrt augabrúnagel.

SVONA FERÐU AÐ:

(Myndirnar eru alveg óunnar og ég er ekkert máluð svo að augabrúnirnar eru í aðalatriði)

Það er best að nota glært sápustykki og alls ekki nota hvítt sápustykki því þá verða augabrúnirnar hvítar þegar þær þorna. Ég nota sápustykki frá The Body Shop sem er með mango lykt og er appelsínugul en það kemur engin litur af henni. Ég er þó ennþá að leita af glæru sápustykki sem ég hef ekki ennþá fundið.

Ég byrja á því að spreyja rakaspreyi en það er líka hægt að nota bara smá vatn. Bleyti smá í sápunni og nudda hreinni maskaragreiðu í sápuna.

Því næst greiði ég í gegnum augabrúninar. Mér finnst persónulega mjög fallegt að greiða augabrúnirnar upp og móta þær þannig.

 

Ég læt þær síðan bíða í smá stund eða um það bil 30-60 sek því næst ýti ég aðeins á þær til að fá þetta “úfna” útlit.

Ég mæli svo sannarlega að prófa þessa snilld!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARLÍNA SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    12. August 2019

    Skemmtileg hugmynd! Sniðug ertu :)