fbpx

ILMANDI KAFFIMASKI SEM VEKUR HÚÐINA

HÚÐRÚTÍNASAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég ætlaði að vera löngu búin að segja ykkur frá æðislegum maska sem ég er búin að vera nota í nokkra mánuði. Þetta er nýr maski frá The Body Shop og er kaffimaski. Fyrir manneskju eins og mig, sem elskar kaffi þá er þetta draumur í dós. Ég elska kaffilykt og kaffibragð, þannig um leið og ég fann lyktina af þessum maska varð ég að prófa hann. Fyrir utan þessa yndislegu kaffilykt þá er maskinn ótrúlega góður. Mér lyktin þó ekki yfirgnæfandi en að því sögðu þá er ég ekki viðkvæm fyrir lykt og hvað þá kaffilykt haha. Ég mæli því með að fara í verslunina og finna lyktina en mér finnst maður ekki finna fyrir mikilli lykt þegar maskinn er kominn á húðina.

Þetta er endurnærandi skrúbbmaski sem gefur húðinni ljóma, eykur þéttleika hennar og losar húðina við þreytumerki, alveg eins og góður kaffibolli. Hversu vel hljómar þetta? Miðað við hvernig veðrið er búið að vera þá er þetta akkúrat sem húðin þarf núna. Inniheldur kakósmjör og sheasmjör, ásamt kaffi og Community Trade sesamolíu og hrásykri frá Nicaragua.
 
Maskinn er gelkenndur skrúbbmaski. Hentar einstaklega vel fyrir líflausa og þreytulega húð. Ég mæli með að fá sér einn kaffibolla og setja á sig kaffimaska, æðisleg tvenna!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NEW IN: FALLEGT MYNDAALBÚM

Skrifa Innlegg