fbpx

ÁHRIFARÍK HERFERÐ

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Þessi færsla er gerð í samstarfi við The Body Shop

Halló! Mig langar svo að segja ykkur frá bilaðslegu flottu og áhrifaríku herferðinni hjá The Body Shop. Heimurinn er að drukkna í plasti og hefur The Body Shop ákveðið að tækla vandamálið á öðruvísi hátt en hefur verið gert. Það er til rosalega mikið magn af endurunnu plasti í heiminum nú þegar og þess vegna hefur The Body Shop ákveðið að byrja nota Community Trade plast frá Bengaluru, Indlandi.

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Community Trade er (ekki til íslenskt orð?), þá er það samvinnu verkefni The Body Shop við jarðarsamfélög sem gerir samfélögum kleyft að fá sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Þetta mun ekki einungis bara vinna á vandamálinu sem við erum að klást við heldur hjálpar þetta einnig þeim sem týna plastið í Bengaluru, gefur þeim þrifalegri vinnuskilyrði, sanngjörn laun og viðurkenninguna sem þau eiga skilið.

The Body Shop hefur alltaf verið mjög framanlega í öllum umhverfis og jafnréttismálum. Ég vona svo sannarlega að stærri og fleiri fyrirtæki taki The Body Shop til fyrirmyndar, því ef allir hjálpast að, getum við þetta saman :-)

 

Þið getið einnig séð íslenska myndbandið hér

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

2 ÁR Á TRENDNET

Skrifa Innlegg