fbpx

BODY LOTION SEM FER INN Í HÚÐINA Á 15 SEK

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Núna eru eflaust margir búnir að vera að fara í sund og njóta í þessu yndislega veðri sem er búið að vera uppá síðkastið. Húðin á það til að verða þurr eftir sund og þá sérstaklega líka eftir sólina. Mig langaði því að segja ykkur frá líkamskremi sem er mjög fljótlegt í notkun, fer inn í húðina á 15 sek og viðheldur raka húðarinnar í 48 klst. Þetta er Body Yogurt frá The Body Shop og er til í allskonar týpum. Fyrir utan hvað þetta létta krem er nærandi fyrir líkamann, fer fljótt inn í húðina en þá eru umbúðirnar einstaklega þægilegar.

Þetta eru mínar þrjár uppáhalds týpur en það eru margar gerðir þannig það er auðveldlega hægt að finna eitthvða við sitt hæfi

Totally Tangled Ginger er body yogurt sem kemur bara yfir sumartímann og er yndisleg fersk lykt af því. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Engiferrótin er frá Indlandi og Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Wonderfully wonky Banana er einnig body yogurt sem kemur bara yfir sumartímann og er ótrúlega kremuð en fersk banana lykt. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Aðal hráefnið í þessu body yogurt-i er Community Trade lífrænt banana puree frá Ecuador og Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Almond milk Body Yogurt er ótrúlega klassísk og mild lykt. Hefur róandi áhrif á húðina og hentar vel viðkvæmri húð. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Aðal hráefnið í þessu body yogurt-i er Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Ef þið viljið kynna ykkur betur Community Trade þá er ég nýlega búin að gera færslu um það hér

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FULLKOMIÐ NUDE VARACOMBO

Skrifa Innlegg