Í fataskápnum mínum leynast ýmsar gersemar þeirra á meðal er ein af mínum uppáhalds flíkum – kimono frá minni yndislegu vinkonu Andreu Magnúsdóttur. Þessi stórkostlega flotta kona sem situr meðal annars fyrir á forsíðu Reykjavík Makeup Journal (munið að tryggja ykkur eintak það er frítt ;)) – er ein af mínum uppáhalds fatahönnuðum og ég er mjög montin að geta fengið að kalla hana vinkonu mína.
Í vikunni fagnar búðin hennar 5 ára afmæli sem er sko ekki lítið í þessum heimi og því áfangi sem ætti að fagna eins og öllum stórafmælum. Á fimmtudaginn efnir Andrea til afmælisfögnuðar í búðinni sinni á Strandgötunni á milli klukkan 6 og 9 um kvöldið og hún ætlar að hafa 15% afslátt af öllum vörum. Einnig verða glaðningar í boði L’Oreal, konfekt og drykkir. Búðirnar í kringum Andreu ætla líka að fagna með henni og hafa opið og bjóða uppá skemmtilegar kynningar.
Ég kemst því miður ekki að fagna með minni á fimmtudaginn og ég bið ykkur því vinsamlegast að fara fyrir mig og knúsa hana og kyssa – færið henni endilega blóm ef þið komist í blómabúð :) Ég verð vant við látin í hófi í London en ég er að sjálfsögðu með dress frá Andreu í ferðatöskunni sem ég ætla að klæðast þar og halda þannig uppá afmælið hennar – bara í London. Hluti af dressinu er einmitt þessi dásamlega fallegi kimono sem gæti orðið ykkar – þið getið lesið hvernig hér aðeins neðar…
Ég heillaðist sjálf af honum á tískusýningunni hennar Andreu fyrir stuttu og eftir að hann bættist í minn fataskáp hefur hann verið notaður við ýmis tækifæri.
Hann er flottur dags daglega…
… og hann er sérstaklega flottur í útgáfuhófi fyrir blað…
… þar sem fatahönnuðurinn klæðist honum líka sjálf :)
Ef ykkur langar í fallegan kimono frá Andreu þurfið þið að:
1. Setja LIKE á þessa færslu
2. Fara inná Facebook síðu búðarinnar hér – FACEBOOK SÍÐA ANDREA BOUTIQUE
3. Skrifa í athugasemd við þessa færslu hvort ykkur langi í alveg svartan kimono, gráan kimono með vatnalilju munstri eða svona blóma kimono eins og ég á – ef þið eruð í stuði megið þið endilega senda Andreu afmæliskveðju í leiðinni.
Ég dreg svo úr öllum athugasemdum á föstudaginn og gleð heppinn kommentara með fallegum kimono.
Til hamingju aftur með daginn yndislega vinkona – ég verð með ykkur í anda og mæti að sjálfsögðu eftir næstu 5 ár til að fagna næsta stóra áfanga með þér ;)****
EH
Skrifa Innlegg