fbpx

Kremin mín við kuldaþurrk

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtibuddan mín

Síðustu daga hefur kuldaþurrkurinn í húðinni minni verið að ágerast. Þetta gerist alltaf þegar frostið hellist yfir veðráttuna – húðin mín skrælnar alveg svakalega upp og ég fæ nánast exem í andlitið. Mér klæjar og ég fæ svakalega ónotatilfinningu í húðina sem líkist því helst að andlitið á mér sé með flösu því dauðar húðfrumur fljúga útum allt – já ástandið er slæmt og þetta gerist svona tvisvar á ári þegar veturinn mætir og þegar sumarið mætir. Ég þoli gjörsamlega ekki þetta tímabil og í alvörunni þá kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart þegar þetta gerist aftur og aftur.

Það sama gerðist reyndar líka við húðina mína strax eftir að ég átti Tinna – þegar brjóstagjöfin hófst svo ef þið kannist við þann þurrk þá getið þið líka nýtt ykkur upplýsingarnar sem fylgja hér með:)

kuldakrem

Comfort on call frá Clinique – þetta krem er sjúklega þykkt og svakalega róandi fyrir húðina. Þetta er dásamlegt kuldakrem til að róa húðina samstundis en það mætti þó vera eilítið feitara – ég nota það samt ótrúlega mikið því það nær að hjálpa húðinni að gróa sérstaklega þegar þurrkurinn er orðinn extra slæmur.

Ultra Facial Cream frá Kiehl’s – hér er ein vinsælasta snyrtivaran frá þessu flotta merki, ég splæsti í það í Kaupmannahöfn í byrjun ársins útfrá lista yfir mest seldu vörurnar frá merkinu. Kremið er sérstaklega þægilegt og rakamikið en það mætti vera aðeins þéttara – en ég elska það samt. Dýrka líka einföldu og skemmtilegu umbúðirnar.

Nutri Gold Extraordinary Oil Cream frá L’Oreal – dásamlega fallegt krem sem inniheldur olíuagnir. Þetta krem er algjör draumur og ég var fljót að eignast dollu af því um leið og tækifærið gafst. Kremið sá ég fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn hjá L’Oreal og ég íhugaði alvarlega að stela einu kremi úr kittunum hjá förðunarfræðingunum – mér gafst þó aldrei tækifæri til þess en kremið var ekki komið í sölu þar í landi. Lyktin af því stuðaði mig reyndar fyrst en ekki lengur – vandist henni vel:)

Triple Active Nutrition frá L’Oreal – hér er á ferðinni eitt sjúklega flott og mega feitt krem se minnir helst á smyrsli. Þetta nota ég t.d. mikið á kvöldin þá sem næturkrem og ég vakna með næringarríka og mjög þétta húð. Þetta var mitt go to vetrarkrem áður en ég kynntist hinum kremunum sem eru með því á myndinni.

Visionnaire frá Lancome – þetta krem inniheldur uppáhalds innihalds efnið mitt þessa stundina, Hyalunoric Acid – þetta dásamlega fyllingarefni fyllir húðina af góðum raka. Þetta krem er ábyggilega eitt það léttasta af þessum sem eru á myndinni þetta og Kiehl’s kremið. Alveg dásamlegt krem í fallegri krukku sem virkar vel fyrir mig.

Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal – þessa andlitsolíu er ég mikið farin að nota undir krem, bæði morgna og kvölds. Ég nota bara örfáa dropa og nudda þeim vel yfir húðina. Olían róar alveg svakalega og það er dásamlegt að nota þessa á kvöldin. Þegar ég er sem verst gæti ég ekki verið án hennar (ég er búin með eina flösku nú þegar) því hún stöðvar kláðann sem gerir mig alveg vitlausa, þegar „flasan“ hrynur af andlitinu. Þessa verðið þið að prófa – hún er dásamleg.

**VANTAR Á MYNDINA***

Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon – kremið sem ég gerði dauðaleit af en ég fann ómögulega. Þetta er eitt það dásamlegasta krem sem ég hef prófað og uppáhalds húðvaran mín frá Blue Lagoon. Þetta krem er líka svona smyrsli sem róar húðina samstundis og treður hana fulla af raka. Ég ofnotaði kremið síðasta vetur og hyggst gera það aftur í ár – svo það er eins gott ég fari að finna það…

Ég mæli heilshugar með því að þið sem eigið við þetta vandamál að stríða með mér að skoða olíu snyrtivörur. Í Reykjavík Makeup Journal finnið þið greinagóða umfjöllun um mátt olíunnar og nokkrar vel valdar vörur sem ég mæli með í tegnslum við greinina.

rmj4

Ef þið kannist við þetta kuldaþurrks vandamál þá eru öll kremin hér fyrir ofan krem sem ég mæli eindregið með og krem sem ég sækist í að nota. Þetta eru þau sem ég hef notað í tengslum við þennan leiðindaþurrk en þarna vantar þó krem sem bjargaði mér á brjóstagjafaþurrks tímabilinu en það er frá Shiseido og er svona dásamlegt feitt smyrsli – alveg ljúffengt og það var klárað upp til agna.

EH

Sumar vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn, aðrar keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #24

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Íris

    21. October 2014

    Mæliru með einhverju kremi fyrir blandaða húð, fæ bólur en svo er ég líka að fá þurrk í veðrabreytingum..

    • Sigrún

      21. October 2014

      Væri til í að vita þetta líka :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. October 2014

      Ég myndi alltaf mæla með olíu kreminu frá L’Oreal – ég hefði ekki gert það fyrir nokkrum mánuðum síðan – en eftir að hafa lesið mér endalaust til um olíur og mátt þeirra þá myndi ég hiklaust mæla með því að þú prófir. Passaðu bara að hreinsa húðina vel fyrst og bera svo kremið á. Í stuttu máli þá þarf að hreinsa olíumikla húð af óhreinum og slæmum olíum og skipta henni út fyrir góða olíu eins og er t.d. í þessu kremi. Þetta er dásamlegt krem sem róar húðina vel. Svo er þetta líka á mjög góðu verði :)

    • Inga Rós

      23. October 2014

      Ég er alltaf með tvenn rakakrem í gangi, eitt fyrir feita svæðið og eitt fyrir þurra…hef aldrei fundið krem sem ég get notað á allt andlitið án þess að allt fari í fokk :D

  2. Sibel Anna

    21. October 2014

    Kiehl’s kremið er svo ótrúlega gott! Elska þetta merki.. vildi að það fengist hér heima! algjört uppáhald :)

  3. Eva

    22. October 2014

    Það væri snilld að fá kannski færslu um húðumhirðu fyrir blandaða/olíumikla húð :) xx

  4. Unnur

    22. October 2014

    úff hvað það er mikið af kemískum efnum þarna hjá þér, sem þurka húðina upp til agna…

    ég mæli með því að fara í jurtaapótekið og önnur heilsuhús og fá hreinar olíur á húðina og góð andlitskrem (sem já má jafnvel borða) fyrir vetururinn…einnig er mæli ég með því að innbyrða olíur, húðin fer algerlega eftir því sem maður innbyrðir, hvort sem að er nammi, áfengi eða salt og vatn, því er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir húðina er að innbyrða góðar olíur og áhrif þeirra koma fljótt fram í húðinni, bæði í framan og um allan líkamann…….

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. October 2014

      Takk fyrir ábendinguna :) Þessi krem virka þó vel fyrir mig og ég er mjög ánægð með árangurinn sem þau ná fyrir húðina mína. En það er þó alltaf á planinu að taka inn hörfræolíu – þessi athugasemd hjá þér er góð áminning fyrir mig um það markmið – takk Unnur!

    • Inga Rós

      23. October 2014

      Það er samt munur á þurri húð innan frá og utan frá, grunar að Erna sé bara með þurra utan frá vegna veðurbreytinganna…þurr húð innan frá er þekkt meðal anorexíusjúklinga t.d. af því að það skortir alla næringu.

  5. Unnur

    22. October 2014

    mæli líka með hveitikímsolíu hún er svakalega góð fyrir líkamann, stútfull af prótíni :) fann mikinn mun á mér þegar ég tók hana inn…