fbpx

Náið lúkkinu hennar Margot Robbie á GG

Fræga FólkiðHúðNáðu LúkkinuTrend

Flestir miðlar virðast vera á sama máli þegar kemur að því að velja þá stjörnu sem stóð uppúr varðandi útlit á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Ástralska leikkonan Margot Robbie sló fyrst í gegn í sápuóperunni Nágrannar er sýnd á Stöð 2. Svo ákvað hún að fara að ná frama í Bandaríkjunum og lék í þáttaröðinni Pan Am sem var svo seinna tekin úr sýningu – eitthvað sem ég skil ekki! En nú hefur hún alveg slegið í gegn sem móttleikkona Leonardo DiCaprios í myndinni Wolf of Wall Street – ég verð að fara að komast í bíó að sjá hana. margot-robbie

Stjörnurnar fara ekki bara í förðun og hárgreiðslu þær fara margar hverjar líka og láta fríkka uppá húðina sína. Það gerði Margot sem fékk makeup artistann Jennifer Streicher til að taka húðina sína í gegn – Jennifer sá líka um förðunina og hárið hennar. Ég fann smá lýsingu á því hvernig hún náði þessum fallega lit á húðinni hennar Margot með vörum frá St. Tropez.

5eea5e74d2275410_margot-robbie-poll

Daginn fyrir verðlaunaafhendinguna bar hún eina umferða af St. Tropez Bronzing Mousse. Froðan er vinsælasta varan frá merkinu og það er ótrúlega auðvelt að bera hana á, hún hefur aldrei klikkað hjá mér. Með því að nota forðuna var kominn náttúrulegur og fallegur sólarkysstur grunnur. Fyrir verðlaunaafhendinguna þá blandaði Jennifer saman Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion saman við Skin Illuminator í gyllta litnum og bar á húðina hennar. Nokkrum mínútum seinna þegar kremið hafði aðeins þornað fór hún aðra umferð yfir þau svæði húðarinnar sem hún vildi highlighta með Skin Illuminatornum einum og sér. Hún setti hann ofan á axlirnar, bringuna og á viðbeinið. Þar sem Margot var í hvítum kjól var verkið mjög vandasamt og á meðan hún bar vörurnar á húðina var búið að setja tissjú í kringum kjólinn svo ekkert myndi fara í hann. Þegar vörurnar eru svo búnar að fá að þorna á húðinni í nokkrar mínútur þá smitast þær ekki í föt. Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion er með nýrri tækni sem kallast raincoat sem verndar kremið, það lekur ekki þó svo þið svitnið eða lendið í rigningu. En samt fer það bara af í sturtu – ég skil þetta ekki en það virkar. Ég hef áður fjallað um þessa vöru HÉR.

Hér sjáið þið myndir af vörunum sem fást t.d. í Hagkaupum Kringlunni og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-01-14 at 8.31.48 AMÉg hlakka til að fylgjast með þessari gullfallegu áströlsku skvísu í framtíðinni – sérstaklega á rauða dreglinum :)

EH

 

Þrjár nýjar línur á leiðinni í MAC

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Sunna

    14. January 2014

    Veistu hvar St. Tropez vörurnar fást? Væri ekki slæmt að ná þessum lit fyrir árshátíðina!

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      Eins og ég segi í færslunni þá fást þær t.d. í Hagkaup Smáralind og Kringlunni ;) Mæli svo með froðunni og instant brúnkunni – snilldarvörur og án efa besta sjálfbrúnkumerkið hér á Íslandi! Það er líka sniðugt að kaupa hanskann frá merkinu sem er ætlaður til að bera kremin á húðina – skilar sér í mun jafnari áferð :)

  2. Sara

    14. January 2014

    Ég er búin að prófa instant tan wash off face and body og var virkilega ánægð. Mjög náttúrulegt, engin lykt og svo bara hægt að skella sér í sturtu og þá fer liturinn :) Fínt verð líka finnst mér miðað við gæðin :)

  3. Sigga Dóra

    16. January 2014

    Hvað með hendurnar?Er einhver leið til að fá jafna áferð á hendurnar?Ég enda alltaf með fullkomnia áferð á handleggjunum og svo flekkóttar hendur – mjög ljótt!

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Já algjörlega – ég nota alltaf sprey yfir hendurnar. Þegar ég er búin að bera sjálfbrúnku á allan líkamann þá þríf ég hendurnar vel. Kreppi þær aðeins svo það sléttist úr öllum ójöfnum og spreya svo sjálfbrúnkuúða yfir þær – langbest að mínu mati!

      • Sigga Dóra

        16. January 2014

        Ok takk,ætla að prófa :)