LOVING TAN & BRÚNKUKREMS TIPS

BRÚNKUKREM

*Vörurnar fékk ég að gjöf/sýnishorn

Mér var boðið á smá viðburð í tilefni þess að Loving Tan sé komið til Íslands en Fotia var að taka inn þetta merki. Ég er búin að fylgjast með þessu merki í mörg ár og sá þetta fyrst hjá áströlsku YouTube stjörnunni, Lauren Curtis.

Þetta merki er frá Ástralíu og var stofnað árið 2011 af Joanna Hinton. Joanna vildi búa til vöru sem ætti að auðvelda hinum almenna neytanda að ná fram brúnku sem þú færð á snyrtistofum.

Loving Tan notar einungis náttúruleg efni og gefur húðinni góðan raka en eitt af aðaleg innhalds efnunum er Aloe Vera. Vörurnar frá Loving Tan innihalda hvorki paraben né alkahól.

Öll brúnkukremin frá merkinu eru með “olive” undirtón eða sem sagt grænan undirtón sem gerir það að verkum að brúnkan verður ekki appelsínugul heldur náttúruleg og falleg.

Það eru til nokkrar týpur af brúnkukremum frá Loving Tan en ég ætla segja ykkur frá brúnkukreminu sem ég prófaði en ég mæli með að skoða úrvalið.

DELUXE BRONSING MOUSSE

 

Þetta er brúnkufroða í litnum Ultra Dark en það er dekksti liturinn úr Deluxe línunni og er mælt með að þeir sem eru vanir að setja á sig brúnkukrem taki þennan lit. Ég er búin að vera bera á mig brúnkukrem núna í nokkur ár, þannig ég er orðin vel sjóuð í þessu.

Þetta brúnkukrem gefur frá sér fallegan lit og mjög auðvelt í notkun. Það er mælt með því að vera með brúnkukremið á sér í sex klukkutíma áður en farið er í sturtu en best ef það eru átta klukkutímar. Mér finnst best að setja á mig brúnkukrem um kvöldið og fara síðan að sofa. Þá er brúnkukremið ekki að trufla mig yfir allan daginn og get farið í sturtu um morgunin.

DELUXE SELF TANNING APPLICATOR MITT

Þetta er brúnkukrems hanski og er ótrúlega mjúkur. Hanskinn er einstaklega mjúkur, dreifir brúnkunni jafnt og þétt. Húðin veður ekki flekkót og hanskinn á að duga í allt að sex mánuði.

 

FYRIR & EFTIR

Ég var ótrúlega ánægð með útkomuna og mér finnst brúnkan mjög falleg á litin.

HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM

Það sem skiptir mestu máli er undirbúningurinn og að vera með gott brúnkukrem.

UNDIRBÚNINGUR – DAGINN FYRIR BRÚNKUKREM

 1. Skrúbba líkamann

 2. Raka líkamhár (persónubundið)

 3. Setja rakakrem/body lotion eftir sturtuna

Það er MJÖG mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúnkukrem og því mæli ég með að gera þetta daginn áður.

BRÚNKUKREMSDAGUR

Það sem þú þarft:

 1. Brúnkukrem

 2. Brúnkukrems hanska

 3. Förðunarbursta (val)

Undirbúningur:

 1. Sturta

 2. EKKI setja bodylotion, nema á það staði sem þú átt það til að verða mjög þurr. Til dæmis olboga, fingur, hné og svo framvegis.

Mér finnst best að byrja neðst á líkamanum og vinna mig upp. Sem sagt byrja á fótunum og svo framvegis.

Til þess að brúnkukremið verði sem jafnast þá er best að gera jafn margar froðusprautur á hvern líkamspart. Til dæmis tvær froðusprautur á hvern fót, mér finnst allavega best að gera það svoleiðis og þá held ég skipulaginu. Þá verð ég til dæmis ekki óvart of brún á hægri fætinum heldur verður brúnkan jöfn.

Síðan nota ég förðunarburstann fyrir andlitið og fingurnar.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

 

REVIEW: BRÚNKUKREMS MASKI FRÁ ST.TROPEZ

BRÚNKUKREMDEKURMASKARNÝTT

Já þið lásuð rétt, brúnkukrems maski!

Þessi maski er fyrsti sinnar tegundar og er frá St.Tropez en þau eru þekkt fyrir góð brúnkukrem. Ég er búin að nota brúnkukrem frá St.Tropez í mörg ár og var því mjög forvitin þegar ég sá þessa nýjung.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta maski sem gefur raka og fallega brúnku í andlitið. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á þessu fyrst og var eiginlega búin að dæma þetta fyrirfram. Mér fannst þetta bara hljóma of gott til að vera satt, maski sem myndi gefa manni fallegan lit og gefa húðinni góðan raka en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér .. því þetta virkar.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Maskinn kemur í einu bréfi og er “sheet” maski. Það er hægt að ráða litnum á brúnkukreminu með því að stjórna tímanum, fimm mín þá verður brúnkan ljós, 10 mín þá verður brúnkan miðlungs og síðan 15 mín þá verður brúnkan dökk. Ef maður vill ekki setja á sig brúnkukrem heldur bara fá smá lit í andlitið þá mæli ég með að fara varlega og vera bara með maskann á í fimm mín.

Ég hugsa að þessi vara verði æðisleg viðbót í brúnkukrems rútínuna mína.

Það eru mjög góðar upplýsingar og leiðbeiningar aftan á bréfinu

Þetta er mjög þæginlegt og fljótlegt

TIPS:

#1 Ég mæli með að nudda maskanum vel í hárrótina og nudda honum líka niðrá háls.

#2 Skola hendurnar vel eftir noktun á maskanum

#3 Setja maskann á sig um kvöldið og fara að sofa, vakna síðan daginn eftir með fallegan lit

Þið afsakið gæðin á fyrir og eftir myndunum en ég steingleymdi að taka myndir á myndavélina. Þið sjáið samt vonandi mun en ég var ótrúlega hissa hvað þetta virkaði vel. Ég er allavega mjög sátt með þessa vöru og ætla klárlega að kaupa mér svona fyrir næsta brúnkukrems session.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Náið lúkkinu hennar Margot Robbie á GG

Fræga FólkiðHúðNáðu LúkkinuTrend

Flestir miðlar virðast vera á sama máli þegar kemur að því að velja þá stjörnu sem stóð uppúr varðandi útlit á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Ástralska leikkonan Margot Robbie sló fyrst í gegn í sápuóperunni Nágrannar er sýnd á Stöð 2. Svo ákvað hún að fara að ná frama í Bandaríkjunum og lék í þáttaröðinni Pan Am sem var svo seinna tekin úr sýningu – eitthvað sem ég skil ekki! En nú hefur hún alveg slegið í gegn sem móttleikkona Leonardo DiCaprios í myndinni Wolf of Wall Street – ég verð að fara að komast í bíó að sjá hana. margot-robbie

Stjörnurnar fara ekki bara í förðun og hárgreiðslu þær fara margar hverjar líka og láta fríkka uppá húðina sína. Það gerði Margot sem fékk makeup artistann Jennifer Streicher til að taka húðina sína í gegn – Jennifer sá líka um förðunina og hárið hennar. Ég fann smá lýsingu á því hvernig hún náði þessum fallega lit á húðinni hennar Margot með vörum frá St. Tropez.

5eea5e74d2275410_margot-robbie-poll

Daginn fyrir verðlaunaafhendinguna bar hún eina umferða af St. Tropez Bronzing Mousse. Froðan er vinsælasta varan frá merkinu og það er ótrúlega auðvelt að bera hana á, hún hefur aldrei klikkað hjá mér. Með því að nota forðuna var kominn náttúrulegur og fallegur sólarkysstur grunnur. Fyrir verðlaunaafhendinguna þá blandaði Jennifer saman Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion saman við Skin Illuminator í gyllta litnum og bar á húðina hennar. Nokkrum mínútum seinna þegar kremið hafði aðeins þornað fór hún aðra umferð yfir þau svæði húðarinnar sem hún vildi highlighta með Skin Illuminatornum einum og sér. Hún setti hann ofan á axlirnar, bringuna og á viðbeinið. Þar sem Margot var í hvítum kjól var verkið mjög vandasamt og á meðan hún bar vörurnar á húðina var búið að setja tissjú í kringum kjólinn svo ekkert myndi fara í hann. Þegar vörurnar eru svo búnar að fá að þorna á húðinni í nokkrar mínútur þá smitast þær ekki í föt. Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion er með nýrri tækni sem kallast raincoat sem verndar kremið, það lekur ekki þó svo þið svitnið eða lendið í rigningu. En samt fer það bara af í sturtu – ég skil þetta ekki en það virkar. Ég hef áður fjallað um þessa vöru HÉR.

Hér sjáið þið myndir af vörunum sem fást t.d. í Hagkaupum Kringlunni og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-01-14 at 8.31.48 AMÉg hlakka til að fylgjast með þessari gullfallegu áströlsku skvísu í framtíðinni – sérstaklega á rauða dreglinum :)

EH

 

Leyndarmál Makeup Artistans: Sjálfbrúnka

ÁramótBiothermCliniqueDiorHúðlorealMakeup TipsNip+Fab

Mig langaði að deila með ykkur umfjöllun sem átti að fara í síðasta tölublað Reykjavík Makeup Journal en ég hafði bara því miður ekki tíma til að klára í tæka tíð fyrir útgáfu blaðsins. Ég ákvað því að best væri að geyma umfjöllunina og birta hana á blogginu fyrir áramótin :)

Fyrir hátíðirnar langar okkur að líta vel út. Á köldum íslenskum vetrum er húðlitur flestra íslenskra kvenna ekki sá dekksti og til að fá frísklegan lit og ljóma í húðina mælum við með sjálfbrúnkuvörum. Fyrst og fremst er það að sjálfsögðu mun betra fyrir húðina heldur en að skella sér í ljósabekki sem ég er ekki hrifin af. Ég ákvað að taka saman nokkur góð ráð þegar kemur að notkun sjálfbrúnkukrema og skreyti umfjöllunina með myndum af sjálfbrúnkukremum sem fást á Íslandi.

 • Áður en þið berið á ykkur sjálfbrúnku er gott að venja sig á undirbúa yfirborð húðarinnar vel með því að nota húðskrúbb og nærandi krem.
 •  Með því að nota húðskrúbb pússum við yfirborð húðarinnar og hjálpum henni við að endurnýja sig. Húðin er stærsta líffærið okkar og hún er stanslaust að endurnýja sig.  Það er nauðsynlegt að hjálpa húðinni við að fjarlægja dauðar húðfrumur svo það sé nú nóg pláss fyrir þær nýju.

Screen Shot 2013-12-28 at 9.58.00 PM

 • Langflest snyrtivörumerki bjóða upp á góða skrúbba sem er gott að venja sig á að nota um það bil einu sinni í viku. Skrúbbana er gott að geyma í sturtunni til að gleyma þeim örugglea ekki.
 •  Eftir að þið hafið skrúbbað húðina er gott að næra hana með bodylotion Ef húðin er mjúk og vel nærð er auðveldara að bera sjálfbrúkuna á. Liturinn verður líka jafnari og fallegri þar sem húðin er þá búin að fá góðan raka og þarf ekki að taka allan rakann úr sjálfbrúnkunni. Þið getið fengið bodylotion sem hentar ykkar þörfum, hvort sem það eru rakamikil krem eða jafnvel krem með smá stinningaráhrifum

Screen Shot 2013-12-28 at 10.04.27 PM

 • Þegar það er komið að því að bera sjálfbrúnkuna á er gott að passa upp á að þið séuð með hreinar hendur.
 • Munið að þvo ykkur um hendurnar um leið og þið eruð búnar að bera sjálfbrúnkuna á sérstaklega ef þið eruð með brúnkukrem sem eru með lit í. Liturinn getur fest sig auðveldlega í rákum í húðinni á höndunum. Til að koma í veg fyrir það getið þið líka notað þar til gerða hanska.

Screen Shot 2013-12-28 at 10.08.28 PM

 • Sjálfbrúnkuúðar gefa jafna og flotta áferð og auðvelda okkur að setja sjálfbrúnkuna á svæði líkamans sem við eigum erfitt með að ná til eins og bakið og aftan á lærin. Það er líka sniðugt að nota úðana til að setja sjálfbrúnku á hendurnar. Þá setjið þið úðann á hendurnar síðast, eftir að þið eruð búnar að þvo ykkur vel um hendurnar kreppið þá fingurnar og spreyjið yfir hendurnar. Þannig passið þið uppá það að áferð litarins verði jöfn.
 • Þegar þið spreyið á húðina sjálfbrúnkuúða þá er gott að hafa í huga að halda úðanum í ákveðinni fjarlægð svo liturinn verði jafn. Haldið ykkurþó  í smá fjarlægð frá hvítum veggjum og innréttingum þar sem liturinn gæti farið þangað.

Screen Shot 2013-12-28 at 10.14.50 PM

 • Mörg merki eru með sérstök sjálfbrúnkukrem fyrir líkama og önnur fyrir andliti. Þessi sem eru fyrir andliti eru oftar en ekki jafn litsterk, léttari og rakameiri. Oft getur nefninlega verið vandasamt að fá jafna áferð yfir andlitið og því hjálpar það að hafa mikinn raka svo það sé auðvelt að dreifa úr því.
 • Þið getið að sjálfsögðu líka blandað smá rakakremi útí sjálfbrúnkukremið til að mýkja það upp og deyfa litinn smá. Ef þið notið hanska þá er sniðugt að setja smá af sjálfbrúnkunni í hanskann ásamt jafn miklu magni af bodylotion. Blandið formúlunni saman örlítið í hanskanum og berið á húðina.

Screen Shot 2013-12-28 at 10.20.56 PM

 • Ef þið eruð þolinmóðar þá er hægt að fá sjálfbrúnkukrem sem eru með stigvaxandi brúnkuáhrifum. Liturinn kemur þá smám saman en oft þarf að nota þau nokkra daga í röð til að fá litinn sem þið viljið. Þessi krem eru mjög rakamikil og gefa oft náttúrulegri lit.

Screen Shot 2013-12-28 at 10.28.04 PM

 • Ef þið gleymið að bera á ykkur sjálfbrúnkuvörur og eða hafið lítinn tíma til að taka ykkur til fyrir viðburð, þar sem ykkur langar að líta vel út, þá eru til sjálfbrúnkuvörur sem gefa samstundis lit. Þær vörur eru þannig gerðar að þær smita ekki lit í fötin en það getur þó verið góð hugmynd að leyfa þeim að þorna aðeins á húðinni til að tryggja að þau smitist örugglega ekki.
 • Eftir að þið hafið borið á ykkur sjálfbrúnku er sniðugt að leyfa kremunum að jafna sig aðeins á húðinni. Gefið þeim nokkrar mínútur og nýtið tækifærið og flettið í gegnum uppáhalds tímaritið ykkar á meðan þið bíðið.

Screen Shot 2013-12-28 at 10.35.30 PM

Ég vona að þessu umfjöllun komi til með að hjálpa ykkur og mögulega aðeins gefa ykkur sýn á það sem er í boði hér á Íslandi þegar kemur að sjálfbrúnkuvörum. Þetta er heilmikill frumskógur af vörum – sjálf kem ég til með að nota Instant Tan kremið frá St. Tropez. Ég er með 1 árs afmælisveislu í hádeginu á gamlársdag og tvær kökur sem gamla mamman þarf að baka. Ég hef engan tíma til að bera á mig sjálfbrúnku ;)
EH

Victoria’s Secret brúnkukrem

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Hér er eitt “Katie mælir með” fyrir ykkur sem eruð á leiðinni til Bandaríkjanna.

Victoria’s Secret brúnkukremið.

Ég hef notað það í tvö ár og vona svo innilega að V.S hætti ekki að framleiða það. Ég er ekkert fyrir appelsínugulan húðlit.. og mér finnst ekki fallegt að vera þeldökkur yfir vetrartímann… en það er algjört must fyrir mig að setja á mig brúnkukrem 1-2x í mánuði, bara svona rétt til að fá smá ljóma.

IMG_0643

Ég veit ekki hvernig það virkar á ljósan húðlit en brúnkukremið hentar mér fullkomlega og er í algjöru uppáhaldi af þeim brúnkukremum sem ég hef prófað.

Kostir:

-Það þornar fljótt
-Ilmar vel
-Gefur fallegan eðlilegan lit
-Ódýrt
-Dreifist vel og því vel drjúgt
-Extra gott yfir sumartímann

Fæst í Victoria’s Secret og hér.

Ég mæli með Beach Sexy línunni frá þeim, tilvalin jólagjöf – allavega þætti mér ekki leiðinlegt að fá svona sett :-)

karen