Við erum því miður ekki að fá neina sól hérna á Íslandi en það er þó hægt að setja á sig brúnkukrem. Mig langaði að deila með ykkur mínum helstu tipsum og trixum þegar kemur að brúnkukrem ásetningu. Ég er eiginlega alltaf með brúnkukrem og finnst það oft gera meira fyrir andlegu hliðina. Það tekur í mesta lagi 20 mín að setja á sig brúnkukrem þegar maður er komin í rútínu, þannig maður þarf ekki að mikla það fyrir sér að setja á sig brúnkukrem :-)
HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM
Það sem skiptir mestu máli er undirbúningurinn og að vera með gott brúnkukrem sem hentar þér. Það er hægt að fá allskonar týpur af brúnkukremi og í allskonar litum. Mér finnst best að vinna með brúnkukremsfroðu.
UNDIRBÚNINGUR – DAGINN FYRIR BRÚNKUKREM
Það er MJÖG mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúnkukrem og því mæli ég með að gera þetta daginn áður.
1. Skrúbba líkamann
2. Raka líkamhár (persónubundið)
3. Setja rakakrem/body lotion eftir sturtu
BRÚNKUKREMSDAGUR
Það sem þú þarft:
1. Brúnkukrem
2. Brúnkukrems hanska
3. Förðunarbursta/svamp (val)
Brúnkukremsásetning:
1. Byrja á að fara í sturtu
2. EKKI setja bodylotion, nema á það staði sem þú átt það til að verða mjög þurr. Til dæmis olboga, fingur, hné og svo framvegis.
3. Byrja að bera á sig brúnku – best er að byrja neðst á líkamanum og vinna sig upp. Sem sagt byrja á fótunum og svo framvegis.
Til þess að brúnkukremið verði sem jafnast þá er best að gera jafn margar froðusprautur á hvern líkamspart. Til dæmis tvær froðusprautur á hvern fót, mér finnst allavega best að gera það svoleiðis og þá held ég skipulaginu. Þá verð ég til dæmis ekki óvart of brún á hægri fætinum heldur verður brúnkan jöfn.
Síðan nota ég förðunarburstann fyrir andlitið og fingurnar.
Andlitið
Brúnkukrem í andlitið eða ekki? Það er ekki beint mælt með því. Brúnkukrem getur stíflað svitaholurnar og á það til að festast á þurrum svæðum í andlitinu. Það er þó hægt að kaupa brúnkukrem sem er sérstaklega ætluð andlitinu. Ég set þó stundum brúnkukrem í andlitið en áður en ég geri það er ég búin að undirbúa húðina vel með góðu rakakremi.
Vonandi hjálpaði þetta – takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Sørtveit
Þið getið fylgst meira með mér hér..
Instagram: gudrunsortveit
Skrifa Innlegg