fbpx

BRÚNKUKREM FOR DUMMIES

LÍKAMINNSNYRTIVÖRUR

HI !
Það er vel við hæfi að fyrsta almennilega bloggfærslan okkar snúist um brúnkukrem því hér eru tveir mestu brúnkukremsnördar landsins saman komnir og ætla að deila með ykkur nokkrum skrefum sem munu gera brúnkukrems rútínuna þína skothelda.

SKRÚBBUR
Það er mikilvægt að skrúbba líkamann áður en þú berð á þig brúnkukrem. Við skrúbbum okkur til að ná gömlu brúnkukremi af og/eða dauðum húðfrumum. Gott er að gera það daginn eða kvöldið áður. Best er að nota olíulausan skrúbb, þar sem olía býr til filmu á milli húðarinnar og brúnkukremsins og getur leitt til þess að útkoman verði flekkótt.

RAKSTUR / VAX
Við mælum með að raka eða vaxa daginn áður en þið setjið brúnkukrem, til að fá fallega og mjúka áferð á fótleggina.

BODY LOTION
Við mælum með að bera á sig body lotion daglega í 2-3 daga áður en þú setur á þig brúnkukrem. Gott er að setja svo extra rakagefandi krem á þurr svæði eins og olnboga, handarbak, hné og ristina.

Til að brúnkan haldist sem lengst á er mælt með því að nota body lotion á hverjum degi eftir ásetningu.

VASELÍN
Ef þið eruð með ljóst hár, berið vaselín í hárrótina rétt fyrir ásetningu til að koma í veg fyrir að brúnkukremið smitist í hárið og liti það appelsínugult.

HANSKI
Best er að nota brúnkukremshanska sem er mjúkur báðu megin, þetta auðveldar þér að ná á alla staði.

Til að láta hanskann endast lengur, þvoið hann reglulega. Sniðugt er að setja þvottapoka, sem hendin kemst inn í, í brúnkukremshanskann til að ekkert smitist í gegn þegar hann er orðinn mikið notaður.

ÁSETNING
Gott er að skipta líkamanum í nokkra parta við ásetningu brúnkukrems og taka einn part í einu.
Sem dæmi: Rist að hné, hné að mjöðm, magi, neðra bak, efra bak, bringa, öxl að olnboga, olnbogi að úlnliði.

Það getur einnig oft verið betra að setja meira í hanskann en minna til að ná góðri þekju og til að vera fljótari með hvern líkamspart. Notið aðeins restina úr hanskanum á handarbak, olnboga og hné.

Þegar borið er brúnkukrem á handarbak er best að renna yfir hendina þegar lófinn er opinn (eins og þú sért að gefa einhverjum „five“). Forðist að bera brúnkukrem á hnúana og handarbak með hnefann krepptann. Sama gildir um olnbogann, en við mælum með að hendin sé bein, ekki að olnboginn sé boginn. Til að ganga úr skugga um að áferðin sé sem jöfnust á þessum erfiðu svæðum er gott að strjúka létt yfir með bursta eða bómull.

ANDLITIÐ
Við mælum með að nota þykkt og gott rakakrem fyrir ásetningu svo að brúnkukremið setjist ekki í þurrkubletti. Sniðugt er að nota brúnkukremið til að skyggja andlitið, setja til dæmis vel af brúnkukremi undir kinnbeinin, þetta ýkir náttúrulega beinabyggingu.

PÚÐUR
Til að koma í veg fyrir línur mælum við með að nota barnapúður og púðra á olnbogabót, hnéspót, undir brjóstin og á alla þá staði sem klístrast saman til að koma í veg fyrir „creasing“.

LÓFARNIR
Passið að þurrka innan úr lófunum ef eitthvað brúnkukrem fór þangað. Gott er að nota þvottapoka með andlitsvatni eða asétón. Þurrkið einnig af nöglunum.

FYRSTA STURTAN
Farið í stutta sturtu til að rétt skola af ykkur, ekki hafa vatnið of heitt og dúmpið aðeins með handklæðinu, ekki strjúka. Þessi sturta er aðeins til að skola ysta lag brúnkukremsins, ekki þvo hárið eða nota sápu í sturtunni. Við mælum með að þvo hárið frekar sér með sturtuhausnum til að koma í veg fyrir að sjampóið og næringin leki niður líkamann og eyðileggi brúnkuna.

TIPS & TRICKS:

 • Setjið límband undir fæturnar eða standið á handklæði ef þið notið brúnkusprey.
 • Hægt er að layera brúnkukrem, bera á sig nokkur lög, til að ýkja lit.
 • Ef þið eruð hrædd við of dökkan lit, notið ljósari lit og berið frekar tvö lög. Einnig er hægt að kaupa „gradual body lotion“ og bera á sig nokkra daga í röð.
 • Setjið stórt handklæði á koddann ef þið sofið með brúnkukrem, þar sem flest brúnkukrem smita frá sér.

 

Við vonum að þessi færsla hafi verið fræðandi fyrir ykkur svo við getum öll farið sólbrún inn í sumarið.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - Camy

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  2. June 2020

  Frábær færsla … þó ég hafi aldrei prufað að nota brúnkukrem ??

  • HI beauty

   5. June 2020

   Takk elskan, verður að hoppa á brúnkukrems vagninn ! <3