Clinique var að senda frá sér nýja naglalakkalínu sem samanstendur af lökkum sem eru sérstaklega gerð með konur með viðkvæma húð og augu í huga. Naglalökkin eru frábrugðin öðrum á þann hátt að formúla þeirra inniheldur ekki efni sem eru þekkt fyrir að erta húð. Lökki voru sérstaklega prófuð á fólki með viðkvæma húð og augu.
Núna finnst mér svo ótrúlega mikið magn af merkjum sem bjóða uppá naglalökk og flest merki bjóða uppá svipaða liti. Ég hef þess vegna farið að venja mig á að fá mér frekar lökk sem ég veit að eru fljót að þorna – var reyndar að heyra um fast dry top coat sem ég verð að prófa – ég neinni bara ekki að bíða of lengi sérstaklega þegar þarf að setja fleiri en eina umferð. Formúla þessara nýju lakka innihelduru gott jafnvægi á milli resins og filmformers sem gerir það að verkum að þau eru fljót að þorna.
Hér sjáið þið hvernig litirnir koma út á nöglunum – ég setti bara eina umferð af litnum. Liturinn þekur neglurnar ótrúlega vel.
Ótrúlega sumarlegir og flottir litir – mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg nýjung. Sjálf er ég með ótrúlega þurr og viðkvæm augu sem hafa bara versnað vegna ofnotkunar á linsum svo ég finn alveg stundum fyrir pirring í augunum þegar ég naglalakka mig. Með þessum lökkum þarf ég ekkert að pæla í því – væri alveg til í að bæta við fleirum litum af þessum í safnið sem fyrst!
EH
Skrifa Innlegg