fbpx

Náðu lúkkinu hennar Cöru

FyrirsæturLúkkMACmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuVarir

Vantar ykkur hugmynd að förðun fyrir kvöldið – hér er ein frá mér og Cöru…

Ég fýla svona makeup lúkk þar sem húðin og varirnar eru í aðalhlutverki og augun fá að vera bara auka. Hér er uppástunga frá mér um hvernig þið getið náð lúkkinu hnnar:

Byrjið á því að setja léttan farða yfir húðina – ég mæli með þessum HÉR eða þessum HÉR. Setjið hyljara á þá staðin sem ykkur finnst þurfa og notið svo litlaust púður til að matta húðina vel niður.

Cara er með litla sem enga skyggingu í andlitinu en mér finnst hún nauðsynleg svo ég myndi segja að það væri flott að setja smá matt sólarpúður undir kinnbeinin og jafnvel aðeins yfir augnlokin.

Setjið svo léttan bleiktóna kinnalit í epli kinnanna. Til að halda þessari möttu, flauelsmjúku áferð er um að gera að nota púðurkinnalit og setja jafnvel púður highlighter meðfram kinnunum til að gefa húðinni aukinn ljóma – ég mæli með púðrunum frá Shiseido en svo getið þið líka notað augnskugga.

Setjið svo létt af maskara – hér myndi ég ekki nota svartan maskara frekar brúnan eða jafnvel bláan. Bara svo augun fái ekki of hvassa umgjörð. Ef þið viljið hafa meira um augun þá myndi ég setja bara örmjóa eyelinerlínu – svona felueyeliner bara þá til að þykkja augnhárin.

Leyfið augabrúnunum að vera náttúrulegum og ef þið þurfið að fylla inní þær reynið þá að hafa útlínur þeirra mjúkar en ekki hvassar.

Svo er komið að varalitnum, liturinn sem Cara er með minnir mig mikið á þennan varalit HÉR frá MAC sem heitir Playtime. Til að fá þétta áferð á litin notið þá varablýant nema þið séuð með þennan lit frá MAC sem er mjög þéttur og flottur.

Fulllkomið lúkk fyrir skemmtilegt kvöld í Reykjavíkurborg – og líka alls staðar annars staðar!

EH

Nýr ilmur frá Naomi

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1