fbpx

Nýr ilmur frá Naomi

Ég Mæli MeðFallegtIlmirInnblástur

Fyrst alvöru ilmvatnið sem við vinkonurnar byrjuðum að nota var frá Naomi Campbell. Bekkjarsystir mín hafði fengið ilmvatnið í fermingargjöf og eftir leikfimi í skólanum þá spreyjuðum við allar nóg af ilminum á okkur svo við ilmuðum af sætri vanillu!

Ég fékk því smá nostalgíu þegar ég sá að það var kominn nýr ilmur frá Naomi núna, Queen of Gold – akkurat í tíma fyrir Tax Free daga í Hagkaupum;)

Innblásturinn fyrir ilminn sótti Naomi til voldugra konungborinna kvenna – en hún vill að konum líði þannig þegar þær eru með nýjasta ilminn hennar. Queen of Gold ilmurinn tilheyrir flokku austrænna, viðar- og ávaxtakenndra ilmvatna og er mjög þokkafullur. 

Mér fannst þessi mynd sem var tekin þegar breskar fyrirsætur sýndu fatnað frá breskum tískuhúsum á opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Naomi lítur svo sannarlega út fyrir að vera drottning hér.Nótur ilmsins samanstanda af safaríkum perum og ástríðualdin sem opna ilminn og eru innihald toppnótanna. Hjarta ilmsins er myndað af blöðum rauðrar rósar sem er styrkt með stjörnujasmín og jafnast út með fresíu. Í grunnnótum ilmsins er það svo vanilla, dökkt súkkulaði og sandelviður sem ráða ríkjum.

Vanillan mýkir ilminn svo hann verður seyðandi og ofboðslega mjúkur. Að mínu mati er þetta fullkominn kvöldilmur sem virkar að sjálfsögðu líka á daginn – en ég myndi nota mun minna af honum á daginn en kvöldin.

Það er gylltur blær á glasinu sem vísar til nafn ilmsins – Queen of Gold. Glasið er langt og mjótt eins og fyrri ilmvatnsglös Naomi ilmanna. Tappinn er svartur með gylltri áferð sem á að vísa til fegurðar Naomi sjálfrar.

Þetta er fullkominn ilmur fyrir okkur ungu konurnar sem erum hrifnar af mjúkum vanilluilmum. Hvet ykkur hiklaust til að kíkja á hann.

EH

 

Á allar vörum í Hörpu

Skrifa Innlegg