fbpx

Minimal Decor opnar – lesendur fá 15% afslátt

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðNetverslanirShop

Ég elska allar þessar netverslanir sem eru að opna fyrir okkur Íslendinga og færa okkur fullt af dásamlega fallegum vörum. Í dag opnar ein yndisleg vinkona mín netverslun með fallegum vörum fyrir heimilið. Í tilefni opnunarinnar ætlar hún líka að bjóða lesendum Trendnet uppá 15% afslátt frá föstudegi til sunnudags.

Heimsækið verslunina og kíkið á úrvalið – MINIMAL DECOR 

Hér eru nokkrar fallegar vörur sem fást í versluninni og ef ég þekki smekkkonuna hana Guðnýju rétt þá eiga bara eftir að bætast fleiri dásamlegar vörur í úrvalið hjá henni :)

Sjálf er ég sérstaklega skotin í krúttlegu og einföldu kertastjökunum frá Nicholas Oldroyd – mér finnst þeir svakalega krúttlegir og svona skemmtilega einfaldir. Þeir fást í silfur og gull og svo eru þeir væntanlegir í kopar og svörtu – ég mun fylgjast vel með því þegar þeir koma!

707cb4f6b92a642a752d64d164576968

Ég fékk hana Guðný Hrefnu eiganda Minimal Decor til að svara nokkrum spurningum til að leyfa ykkur að heyra smá frá konunni á bakvið verslunina…

Geturðu sagt frá sjálfri þér í örfáum setningum?
Guðný Hrefna heiti ég og bý ásamt manni mínum og tveim börnum á Álftanesi. Ég vinn hjá Sigurborg sem þjálfari bareMinerals hugsanlega í mínu draumastarfi, mér finnst einstaklega gaman að gefa konum ráð varðandi húð og förðun, svo er þetta líka svo fjölbreytt og líflegt starf.

Hvað kom til að þú ákvaðst að opna vefverslun?
Mig hefur lengi langað til að opna einhversskonar rekstur. Ég get verið svolítið fiðrildi og með puttana í mörgum hlutum, ég unni mér best þegar nóg er að gera og finnst því tilvalið að opna litla vefverslun með dagvinnunni. Síðastliðin ár hefur áhugi minn á húsbúnaði og öðrum vörum sem fegra umhverfið okkar aukist mikið. Ég held það sé óhætt að segja að fagurkerinn í okkur nær hámarki þegar við stofnum til heimilis.

Hvaða merki munu fást í búðinni?
Ég ætla að einblína á unga og óþekkta listamenn aðallega frá skandinavíu í bland við aðra og þekktari hönnun. Ég hef verið að sækja pop up markaði erlendis og fundið þar ferska og skemmtilega hönnun. Einnig skoða ég mikið pinterest, Instagram og aðra netmiðla. Maður er alltaf að finna eitthvað nýtt og fallegt sem vekur áhuga. Markmiðið er að áður en árinu lýkur að vera búin að finna þekkta hönnun sem ég blanda við ungu listamennina.

Eru einhverjar vörur sem eru í meira uppáhaldi hjá þér en aðrar?
Í rauninni eru allar vörurnar í búðinni mínar uppáhalds, en veggspjöldin frá I Love My Type eru einstaklega falleg og veita góða innsýn í lífið með fallegum orðsendingum. Ég er með mikið blæti fyrir blómavösum og finnst ekkert skemmtilegra en að skreyta þá með illgrösunum sem börnin færa mér í tíma og ótíma. Það er lang fallegasta skreytingin. Svo verða print í arctik stíl frá einni uppáhalds listakonunni minni Hörpu Einars fáanleg í versluninni, hún er með svo flott verk!

Guðnýju þekki ég einmitt úr bjútíheiminum á Íslandi og hún er án efa með einum flottustu konum Íslands, alltaf svo flott til fara og mikill fagurkeri og yndisleg í alla staði. Ég á ekki von á öðru en að henni muni ganga ótrúlega vel í þessum bransa – til hamingju með opnunina kæra vinkona :*

Ef ykkur líst vel á vörurnar hennar Guðnýjar nýtið ykkur þá afsláttarkóðann sem er trendnet til að fá 15% afslátt af kaupunum ykkar. Kóðinn gildir út sunnudag!

EH

London dress #1

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Marta Kristín

    24. October 2014

    Ég er búin að setja kertastjakana frá Nicholas Oldroyd á óskalistann minn fyrir jólin. Of fallegir :)

  2. Inga Rós

    24. October 2014

    Hlakka til að versla eitthvað fallegt þarna, Guðný er algjör perla :)