fbpx

Mín förðun: Hársýning Wella

BaksviðsDiorFashionHárLífið MittmakeupMakeup ArtistShiseido

Ég eyddi sunnudeginum að farða fyrir hársýningu Wella Professionel en hér á landi voru staddar tveir hársnillingar frá Svíþjóð til að sýna hárgreiðslufólki á Íslandi heitustu hártískuna hjá Wella. Ég fékk smá lýsingar á lúkkunum sem þær vildu sjá á fyrirsætunum en fékk samt að ráða svona smáatriðunum eins og hver fengi hvaða lúkk og lokaútkomunni. Ég notaði vörur frá Shiseido og Dior – sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér eins og þið ættuð að vita. Samtals voru þetta 10 fyrirsætur en ég var ósköp montin með mig þegar ég fattaði að ég hafði náð að klára allar farðanirnar á rúmum þremur tímum – ekki slæmt !

Til að grunna húðina þeirra notaði ég fyrst gott rakakrem og augnkrem úr Hydralifa línunni frá Dior og setti svo Hydralife BB kremið yfir alla húðina. Áferðina fullkomnaði ég með því að nota Sheer & Perfect Foundation frá Shiseido og svo notaði ég nýju hyljarapennana frá sama merki sem minna óneitanlega á Gullpennann frá YSL, virkilega fallegur ljómi sem fullkomnar lokalúkk húðarinnar.

Augnskuggarnir, sólarpúður og kinnalitir eru allir frá Shiseido en eyeliner, maskari og varalitir eru frá Dior. Ég smellti myndum af fyrirsætum dagsins en myndarlegu herramennirnir tveir sem voru með í sýningunni fengu að sleppa.

Athugið að þetta er að sjálfsögðu sviðsförðun svo hún er mjög ýkt ;)wellasýning16 wellasýning15 wellasýning14 wellasýning13 wellasýning12 wellasýning10 wellasýning8wellasýning5wellasýning2 wellasýningÉg er virkilega ánægð með úkomuna og sýningin heppnaðist sjúklega vel. Ég er mikill aðdáandi þessara hárvara en ég nota alltaf Luxe Oil hárolíuna frá Wella Professionel.

EH

Permanett!

Skrifa Innlegg