fbpx

Permanett!

HárLífið Mitt

Margir ráku eflaust upp stór augu þegar þeir sáu stórkostlega mynd af mér á Instagram í gær! Alltof lengi er ég búin að þrá almennilega breytingu á hárinu mínu og loksins kýldi ég á það. Ég hafði reyndar hugsað mér að klippa dáldið af því en ég gugnaði eiginlega á því – mögulega geri ég það bara fyrir sumarið.

Ég hef tvisvar áður fengið mér permanett í hárið og alltaf verið svo ánægð með útkomuna. Ég ákvað því að slá aftur til og pantaði mér tíma hjá Fíu á Sjopunni – hún á heiðurinn á fallega hárinu mínu. Ég settist í stólinn og leyfði henni bara dáldið að stjórna útkomunni…Screen Shot 2014-03-24 at 8.41.23 PMEf þið hafið farið í permanett þá er þetta dáldið work in progress tímabilið. Fía stakk uppá því að við gerðum mismunandi stærðir af krullum og hefðum þær þannig dáldið ójafnar og útkoman væri því náttúrulegri. Ég er henni hjartanlega sammála því úkoman er æðisleg. Þegar allt hárið er komið upp sprautar hún permanettinu yfir hárið og það bíður í í 20 mínútur. Þá skolar hún yfir hárið – sem er enn uppsett – og setur svo festinn í sem fær að vera í fimm mínútur. Svo skolar hún allt úr og ég má ekki hreinsa á mér hárið í tvo sólarhringa – en þið sem hafið séð Legally Blonde ættuð að vita allt um það. Svo setti hún eitthvað æðislegt krullukrem frá Morroccan Oil í hárið mitt og þurrkaði það létt.

Hér er svo útkoman – fallegir og náttúrulegir liðir sem ég er hæst ánægð með!Screen Shot 2014-03-24 at 8.41.13 PMPermanett hefur svo bara áður lekið/vakxið rólega úr hárinu mínu á sirka tveimur til þremur árum. En ég var bara alveg komin með ógeð af hárinu sem var fyrir. Mér finnst það einhvern veginn ekkert hafa lagast enn eftir allan hármissinn þegar ég var með Tinna á brjósti. Nýju hárin vaxa eins og arfi og þegar ég er með hárið uppsett þyrfti ég helst að nota heilan brúsa af hárspreyi svo ég lít ekki út eins og argintæta. En nú er ég sátt, alveg ótrúlega sátt!permanett permanett2Nú þarf ég reyndar að birgja mig upp af góðum hárefnum fyrir krullurnar og Fía mælti með því að ég fengi mér gott rakasjampó fyrir hárið þar sem permanettið þurrkar upp hárið. Það er því næst á dagskrá.

Nú er hárið reddí fyrir RFF á laugardainn – takk fyrir mig Fía!

EH

Steinefnaríkar förðunarvörur

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Sirra

    25. March 2014

    ok vá! þetta er æði :)

  2. Þóra Magnea

    25. March 2014

    Mjög fín :-)

  3. Díana

    25. March 2014

    Þetta er awesome !!

  4. Díana

    25. March 2014

    já …ein spurning, fer þetta ekkert voða illa með hárið ? …bara þurrkar það svolítið ?

    • nú get ég ekkert sagt um þetta nema mína eigin reynslu sem er góð – ég alla vega fékk þær ráðleggingar að gefa því góðan raka með t.d. rakasjampói en ég nota líka hárolíur eftir hvern þvott. En ég er enginn hárgreiðslumeistari og þetta er spurning sem fagmaður ætti að svara og fer ef til vill eftir einstaklingum eða þ.e. hárinu þeirra :):)

  5. Arndís

    25. March 2014

    Ég fékk mér einmitt permanett um daginn og það er roosa svipað þínu hári núna. En ég er ekki enn búin að kaupa nein ákveðin efni (sjampó etc…) nema bara eina hárfroðu sem virkar ágætlega. Ef þú finnur eitthvað sem þér finnst virka vel þá væri æði ef þú myndir henda því hér inn svo ég gæti apað eftir þér, hef ekki hugmynd um hvað er gott! ;)

    • Já ég ætla einmitt að gera það;) En alla vega þá mælti mín hárskvísa með Curl Cream frá Moroccan Oil – ótrúlega mjúkt og létt krem sem ilmar dásamlega – ég þarf að skoða það betur :):)

  6. .

    25. March 2014

    Váá ekkert smá flott, hvað kostar að fá sér permanett hjá þeim? :)

    • Heyrðu ég held það hafi verið 16990kr – ég sá bara heildarupphæðina ég fór líka í smá klipp :D

  7. Hilrag

    25. March 2014

    mjög fínt og fallegt! Fer þér vel!

    Hún Fía er alveg með þetta ♥

  8. Alma Rún Pálmadóttir

    26. March 2014

    Úú ekkert smá flott!!

  9. Birna Jónsdóttir

    27. March 2014

    Hæ, hæ Erna.

    Mikilvægt er að nota sérhæfðar krulluvörur bæði fyrir sjálffliðað- og permanentað hár þar sem krullað hár er yfirleitt mjög viðkvæmt og þarnast mun meiri raka en aðrar hárgerðir.

    Ég er með sjálfliðað hár og eru sömu vörur notaðar fyrir það eins og fyrir permanentað hár.
    Sjálf nota ég nýju CURL línuna frá PAUL MITCHELL sem gefur hámarks raka og gerir liðina heilli og kröftugri.
    Ég mæli eindregið með henni sérstaklega þar sem ég ræð loks við hárið á mér og liðirnir eru fallegir og ekki úfnir og út í loftið eins og áður var.
    Eftirfarandi vörur ættu að vera til í öllum skápum þeirra sem hafa krullur í hárinu.

    Spring Loaded Frizz-Fighting Shampoo – Rakagefandi sjampó.
    Full Circle Leave-In Treatment – Rakanæring sem skilin er eftir í hárinu.
    Twirl Around – Glans – krulluefni sem aðskilur liðina og gerir þá mjúka og fallega.
    Ultimate Wave – Matt krulluefni með milli stífu haldi.

    Einnig finnst mér alger snilld að nota Super Skinny Serum hárolíu frá PAUL MITCHELL til að mýkja og næra hárið.

    Gangi þér vel með nýju krullurnar!