fbpx

Steinefnaríkar förðunarvörur

Ég Mæli MeðFarðarLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Steinefnaförðunarvörur og þá sérstaklega steinefnapúðurfarðar verða sífellt vinsælli. Það eru til nokkur merki á Íslandi sem bjóða uppá steinefnaförðunarvörur og fleiri merki bjóða uppá stakar steinefnaförðunarvörur í merkjunum sínum. Ég fékk að prófa nokkrar vörur frá einu þessara merkja sem nefnist Youngblood.

Ef þið eruð með viðkvæma húð eða t.d. húð sem er þur en fær samt mikið af bólum þá myndi ég hiklaust mæla með steinefnaförðunarvörum og sérstaklega steinefnaförðum. Farðarnir frá Youngblood eru án allra rotvarnarefna og ilmefna og innihalda náttúruleg innihaldsefni. Annar kostur við vörurnar er sá að þær eru svo náttúrulegar, þær gefa svo náttúrulega áferð á húðina og það má kannski lýsa því þannig að t.d. farðarnir draga fram það fallega í andlitinu. Þeir hylja vel og gefa fallega áferð en þeir eru alls ekki þungir.

Nú er mikið af fermingum framundan og þó ég sé endilega ekki fylgjandi því að stelpur séu farnar að farða sig dags daglega svona ungar þá veit ég af eigin reynslu að á þessum degi langar mann að fá að prófa að vera með förðunarvörur. Ég mæli því eindregið með að ungar stúlkur noti steinefnaförðunarvörur, þær munu fara vel með svona unga húð. Svo er annað en ég myndi halda mig við brúna tóna í förðuninni svo húð aðlagist litarhafti stelpnanna betur. Við erum öll með einhvers konar brúnan tón í húðinni svo brúntóna förðunarvörur verða alltaf náttúrulegri.

Ég skellti í eitt lúkk með vörum frá Youngblood sem þið sjáið hér…youngblood5Eins og þið sjáið þá laðaðist ég að náttúrulegu tónunum frá Youngblood – ég er með brúna liti í kringum augun, meirað segja maskarinn er brúnn. 
youngblood13Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði, nánari vörulýsingu sjáið þið aðeins neðar.youngbloodyoungblood3Ég byrjaði á því að bera gott rakakrem frá Ole Henriksen á húðina, eftir að hafa gefið því nokkrar mínútur til að fara vel inní húðina setti ég Mineral Primer yfir alla húðina. Primerinn jafnar áferð húðarinnar, fyllir uppí augljósar svitaholur, ör og fínar línur. Næst ber ég svo Mineralize Radiance Moisture Tint sem er rakamikill fljótandi farði, yfir alla húðina. Farðinn er uppáhalds varan mín frá merkinu eftir notkun síðustu daga. Hann er ótrúlega léttur og náttúrulegur og minnir mig á Pure Mineral farðann sem var til hjá Maybelline en er nú hættur. Hann var í miklu uppáhaldi en ég notaði hann í nánast öllum myndatökum – þessi tekur mögulega við af honum. Loks setti ég létt af Natural Mineral Powder, laus steinefnafarði, yfir alla húðina. Ég notaði bara léttan púðurbursta en ef ég myndi nota t.d. kabuki bursta við að bera farðann á húðina þá yrði það nóg eitt og sér. En steinefnapúðrið bráðnar nánast saman við húðina svo áferðin verður fullkomin og náttúruleg en mött. Svo setti ég loks smá lit í kinnarnar, Pressed Mineral Blush í litnum Blossom.

Næst eru það augun, ég hafði þetta nú frekar einfalt en mig langaði mikið að prófa lausu augnskuggana. Ég fann mér ótrúlega eigulegan lit sem heitir Granite en augnskugginn heitir Natural Mineral Eyeshadow. Ég dustaði honum bara létt yfir húðina með blöndunarbursta og jafnaði áferðina, ég vildi bara fá örlitla umgjörð utan um augun. Svo tók ég eyelinerblýant og setti í kringum augun og smudge-aði hann til þar til hann blandaðist mjúklega saman við augnskuggann. Ég notaði Eye Liner Pencil í litnum Slate, aftur mjög eigulegur litur, steypugrár og gefur alls ekki of mikla skerpingu. Loks notaði ég brúnan maskara á augnhárin í takt við mjúku augnförðunina. Maskarinn sem ég notaði heitir Outrageous Lashes Mineral Lengthening Mascara og ég setti mjög létt af honum, bara eina umferð og passaði að þekja alveg augnhárin.

Loks bar ég varalit í litnum Smolder á varirnar – ég var pínku skotin í honum því hann minnti mig á ekta 90’s varalit. Það skemmir alls ekki fyrir þegar maður er með jafn þurrar varir og ég er almennt með að nota steinefnaríka varaliti:)

youngbloodcollage youngblood6Mín fyrstu kynni af þessu mekri eru mjög góð, næst á óskalistanum er að prófa sólarpúður, fleiri augnskugga og augabrúnamótunarvörurnar frá merkinu sem eru gríðarlega vinsælar. Það sem er líka mjög sniðugt við merkið er að það er hægt að kaupa svona pakka af förðunarvörum sem þið getið notað til að gera fallega grunnförðun. Það er mögulega flott fyrir fermingarstelpurnar.

Annað varðandi fermingarfarðanir ef ég má koma með eitt tips í viðbót en það er að þið haldið ykkur frá svörtum förðunarvörum. Þær geta hreinlega verið of hvassar fyrir svona unga húð með fínum andlitsdráttum. Haldið ykkur við mjúka og náttúrulega tóna. Loks finnst mér að áður en stelpur byrja að nota förðunarvörur þá þurfa þær að læra hvernig þær eiga að þrífa þær af – það er í boði að senda þær í kennslu til mín, en ég hef einmitt gert sýnikennslumyndbönd um þetta efni :)

EH

Undirbúningur fyrir RFF - Fríða María

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Anna

  25. March 2014

  Myndiru segja að primerinn frá Youngblood henti feitri húð? Ég er með frekar olíukennda húð og vil endilega finna primer sem ýtir ekki undir olíuna í húðinni. Annars nota ég púðrið frá Youngblood daglega og elska það :)

  • Ég myndi segja að hann hentaði öllum húðtýpum, hann minnir mikið á maybelline dream smooth primerinn og photo finish primerinn frá smashbox. Ef eitthvað þá er hann samt léttari – hann er s.s. dáldið svona gúmmíkenndur. Ég myndi segja að hann hentaði feitri húð þar sem hann gefur ekki glans en hann gefur mjúka og matta áferð en ég hvet þig til að fá bara að prófa hann á handabakinu og finna áferðina, þú sérð strax hvort hann henti þér eða ekk á því :)

   • Anna

    25. March 2014

    Takk fyrir þetta, kíki á hann:) ekki manstu hvað hann kostar ?

 2. Olga

  28. March 2014

  Sæl

  Ég heyrði einhverntíman að púðrin frá mac væru líka steinefnafarði, er það rétt?

 3. Alda

  28. March 2014

  Hi, could you tell me what number of lipstick you were using? :} It’s so pretty!

 4. Hulda

  21. April 2014

  Hvar fást Youngblood vörunar ?