Jæja það er sko alltaf nóg um að vera fyrir jólin – um daginn var miðnæturopnun í Kringlunni sem heppnaðist ótrúlega vel og nú í dag er Miðnætursprengja í Smáralindinni. Frábær tilboð og nóg um að vera. Eins og fyrir síðustu Smáralindaropnun þá langaði mig að koma með smá umfjöllun um allt sem verður í boði fyrir snyrtivöruunnendur;)
Ég hvet ykkur síðan allar til að kíkja á mig fyrir framan Lyfju í Smáralindinni – ég verð staðsett beint fyrir framan þar sem Sushigryfjan var. Ég og Ísak Freyr makeup artist sem er heldur betur að slá í gegn í förðunarheiminum munum sýna gestum og gangandi hátíðarfarðanir. Við verðum bæði með Real Techniques förðunarburstana og sýnum 2 lúkk á hverjum sirka hálftíma fresti frá 19-23. Ég hvet ykkur endilega til að koma og kíkja á okkur, ég er mjög spennt að fá að vinna með þessum yndislega strák aftur!
En svo við förum yfir tilboðin og byrjum á því sem er að gerast á svæðinu í kringum mig en ekki hvað;)
Í kringum Lyfju verða að sjálfsögðu Real Techniques burstarnir sem verða á 20% afslætti þar í tilefni kvöldsins. Einnig er 20% afsláttur af snyrtivörum frá Maybelline og L’Oreal. Fyrir hátíðirnar kemur smá hátíðarlína frá L’Oreal sem inniheldur meðal annars top coat maskara sem er glær með fínum glimmerögnum, sá maskari verður á 50% afslætti. Auk þess er 20% afsláttur af öllum sokkabuxum frá Oroblu en 50% afsláttur af öllum aðhaldssokkabuxum. Svo verða ilmvatnskynningar líka fyrir framan Lyfju. Ég er ekki alveg með á hreinu hvað meira er á afslætti í Lyfju en það er pottþétt hellingur af fleiri flottum tilboðum :D
Debenhams verður með 20% afslátt af snyrtivörum en milli 9 og 13 um morguninn verður 25% afsláttur af gjafakössum. Það er ótrúlega mikið af flottum gjafakössum í ár og ég hvet ykkur til að nýta ykkur þetta tilboð og ekki endilega vera að einblína á að kaupa gjafakassa til að gefa – líka bara fyrir ykkur sjálfar. Kassarnir innihalda venjulega vörur sem þið eruð að fá frítt með t.d. eru flestir ilmvatnskassarnir þannig að þið borgið bara fyrir ilminn og fáið bodylotion og/eða sturtugel með frítt. Mikið af förðunargjafakössunum eru þannig að þeir innihalda t.d. maskara og svo er frír eyeliner og/eða augnhreinsir. Sums staðar er hægt að kaupa nokkrar vörur af því sama í boxum, nokkur naglalökk, nokkra glossa og þá er um að gera að nýta vörurnar í fleiri en einn pakka.
Síðustu daga er ég búin að heimsækja flesta heilsölur á landinu í m.a. þeim tilgangi að skoða gjafakassana sem eru í boði. Ég held ég geti alveg sagt það að gjafakassarnir verða bara flottari með hverju árin og veglegri. Ég er sérstaklega hrifin af Dior förðunarvörukössunum sem eru samt eiginlega ekki kassar heldur koma sérútbúnar umbúðir sem eru eiginlega töskur utan um allar snyrtivörurnar – sjúklega flott!Inní Hagkaupum, Lyfju og Debenhams fylgir ótrúlega flott DKNY snyrtibudda með öllum DKNY og Tommy Hilfiger ilmum. Ég fékk eina svona snyrtibuddu í vikunni og ég setti allt mitt dót sem ég nota dags daglega í hana strax. Í kjölfarið hafa ótrúlega margar af mínum samstarfskonum verið að missa sig yfir henni því hún er kolsvört og glansandi og frekar stór alla vega kem ég stórum púðurbursta fyrir í minni tösku. Set mynd af henni inn á næstunni svo þíð getið séð hana almennilega en tilboðið mun gilda núna í einhvern tíma.
Eins og í Kringlunni þá er 20% afsláttur af MAC vörum – nema Viva Glam litunum minnir mig. Ég kíkti aðeins á stelpurnar í Kringlunni þegar miðnæturopnunin var þar og það var rosalega mikið að gera. Svo það er um að gera að mæta snemma til að tryggja að þið fáið uppáhalds vörurnar ykkar áður en þær klárast!
Inní Make Up Store verður klúbbakvöld og engin önnur en Margrét Jónasar eigandi verslunarinnar ætlar að vera með sýnikennslu á vörunum úr Cashmere línunni en ég gerði einmitt lúkk úr þeirri línu HÉR. Í tilefni kvöldsins verður 20% afsláttur af öllum vörum allan daginn og 25% afsláttur af völdum vörum – en sýnikennslan hefst klukkan 20:00.
Í Body Shop er 20% afsláttur af öllum vörum. Ég hef aðeins verið að nota húðvörur úr E vítamín línunni og er mjög ánægð með þær.
Í Hagkaupum er aðeins um afslætti en þó ekki af öllum snyrtivörum. T.d. er 20% afsláttur af öllum förðum frá YSL en það var einmitt að koma nýr farði frá merkinu sem ég er mjög spennt að prófa. Ef keyptar eru 2 eða fleiri vörur frá merkinu fylgir smá kaupbætir með. Þetta tilboð hefst í dag og stendur til 20. nóvember.Þetta eru tilboðin sem ég veit af ef þið vitið um fleiri endilega látið mig vita :)
Hlakka til að sjá ykkur í Smáralindinni í kvöld!
EH
Skrifa Innlegg