fbpx

Makeup Trend vetrarins #2

AuguFashionFyrirsæturmakeupMakeup TipsSnyrtibuddan mínTrend

Eitt af förðunartrendunum vetrarins er felueyeliner eða örþunn eyelinerlína sem er sett þétt uppvið augnhárin. Hönnuðir eins og Alexander Wang, Victoria Beckham, Proenza Schouler og Christopher Kane notuðust við þetta trend.

Með því að gera svona þunna línu rammið þið bæði augun inn og skerpið á útlínum þeirra. Svo getur svona lína líka hjálpað til þegar þið viljið að augnhárin ykkar virðist þykkari. Passið ykkur að setja línuna þétt uppvið augnhárin og að það sé engir hvítir blettir inná milli. Þegar þið eruð að gera svona mikið smáatriði þá sjást minnstu mistökin ótrúlega vel. Ég mæli með því að þið hvílið olnbogann ykkar á flötu yfirborði svo þið séuð stöðugari.

Screen Shot 2013-09-16 at 9.30.51 AM Screen Shot 2013-09-16 at 9.30.58 AM Screen Shot 2013-09-16 at 9.31.09 AM

Til að ná þessu lúkki finnst mér þæginlegast að nota eyeliner tússpenna. Þeir eru svo oddmjóir svo það er mjög auðvelt að komast þét uppvið augnhárin og mér finnst ég hafa mjög góða stjórn á þeim.

Hér sjáið þið mína uppáhalds eyelinertússpenna – þessi frá L’Oreal er væntanlegur en ég er búin að vera að prófa hann núna síðustu daga og ég er ofboðslega hrifin!

Smá eyelinerlína þó svo hún sé örmjó getur gert helling fyrir lúkkið ykkar – passið bara að klára línuna alveg þ.e. að hún nái frá innri augnkrók og útí ytri augnkrókinn. Annars er hætta á því að augun ykkar virðast minni en þau eru – ekki nema það sé planið.

Eitt af mínum uppáhalds förðunartrendum fyrir veturinn – hvernig líst ykkur á?

EH

Nýtt BB krem

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Thorunn

    16. September 2013

    nei shit þetta get ég aldrei masterað

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. September 2013

      haha :) En já þessi pensill er æði! Ég held ég sé bara orðin svo vön þessum tússpennum að mér finnst þeir langþæginlegastir ;)

  2. Kolbrún

    17. September 2013

    Veistu hvort það sé hægt að fá þennan Blackbuster frá Loréal einhversstaðar? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. September 2013

      Hann er alveg glænýr – það er verið að vinna í því að koma honum í L’Oreal standana – L’Oreal færðu t.d. í Hagkaupum, Lyfju og Lyf og Heilsu :)

  3. Kristjana

    19. September 2013

    Mig dreymir um að geta gert fallega eyelinerlínu :) Skil ekkert hvernig farið er að því að láta ekki koma “göt” undir línuna og láta hana vera þétta og kolsvarta… það væri æði að fá ítarlegt video blog um þetta, sem hentar líka byrjendum og klaufum (eða með krumpuð augu) ;)