fbpx

Nýtt BB krem

Ég Mæli MeðHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Þó svo innrás CC kremanna á íslenskan snyrtivörumarkað sé hafin þá eru ennþá ný BB krem að mæta í verslanir. Ég velti því stundum fyrir mér hvort merki sem eru að koma seint með BB krem í úrval hjá sér hafi annað hvort verið að leggja áherslu á það að senda frá sér góða vöru eða hafi bara ekki fyrst um sinn viljað taka þátt í BB hype-inu. Reyndar hafa mörg merki sleppt því að koma með BB krem og eru að vinna í því að senda frá sér CC krem.

Eitt af þeim merkjum sem var að senda frá sér BB krem er Yves Saint Laurent. Eftir að hafa verið að prófa þetta krem núna nokkrum sinnum og nota í myndatökur þá get ég sagt það að mér finnst merkið hafa sent frá sér ótrúlega góða vöru og ég hef ekki prófað BB krem sem líkist þessu kremi. Ætli ég sé ekki búin að prófa um 15 mismunandi BB krem.

Það er helst ilmurinn af kreminu sem sker sig frá hinum. YSL förðunarvörur ilma allar alveg ótrúlega vel – hafið þið tekið eftir því. BB kremið ilmar af hreinleika – einhverjir myndu kannski lýsa ilminum sem sápuilm en sjálfri finnst mér hann bara frískandi sérstaklega á morgnanna. En ég verð að segja að mér finnst þetta ótrúlega flottar umbúðir utan um kremið og eiginlega bara flottust BB krema umbúðirnar. Myndin er fengin á google.com en mínar voru ekki alveg nógu góðar.

Kremið gefur miðlungsþekju en mjög þétta og jafna áferð. Andlitið fær yfir sig mjög fallegan og náttúrulegan lit og kremið hentar mjög vel dags daglega fyrir þær sem vilja vera með fríska húð. Af því kremið er kannski frekar þykkt viðkomu þá finnst mér það henta breiðari aldurshópi en mörg önnur krem ég myndi alveg ráðleggja mömmu minni sem er 47 ára að kaupa þetta krem. Sjálf er ég með þurra húð og mér finnst mjög þæginlegt að vera með þetta krem því ég fæ góðan raka en ég held að konum með feita húð gæti þótt það of þykkt – ef það á við um ykkur og þið hafið prófað þetta krem megið þið endilega segja mér hvað ykkur fannst um það.

SONY DSC

Hér sjáið þið litina sem eru í boði – það er clear sem er vinstra megin og medium sem er hægra megin. Ljósari liturinn passar mér fullkomlega. Ég er ótrúlega ánægð með hvernig hann kemur útá húðinni minni en þið sjáið það betur hérna fyrir neðan. Reyndar finnst mér dekkri liturinn virðast mun dekkri en hann er á þessari mynd – hann er bara örlítið brúnni heldur en ljósi liturinn.

Virkilega gott krem sem ég mæli með fyrir konur á aldrinum 16-50 ára og fyrir flestar húðtýpur – endilega fáið að prófa að setja smá af kreminu í andlitið ykkar til að sjá hvernig það kemur út á ykkur. Kremið veitir góða vörn en það er með SPF 20.

EH

 

Ed Sheeran <3

Skrifa Innlegg