fbpx

MAC á RFF: Another Creation

FashionFyrirsæturMACmakeupMakeup Artist

Sumar farðanir eru svo flottar að ég fæ bókstaflega gæsahúð þegar ég virði þær fyrir mér. Það gerðist einmitt inní Hörpu á degi tvö þegar ég labbaði inn á förðunarsvæðið og sá förðunina sem Guðbjörg Huldís skapaði fyrir Another Creation. Ég hef bara sjaldan séð jafnmikla fegurð og förðunin, hárið og fötin mynduðu svo flotta heild að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.

Línan frá Ýr er sannarlega glæsileg og ég dáðist af flík á eftir flík á eftir flík þegar ég horfði á sýninguna. Ég hvet ykkur til að skoða hana betur á RFF blogg í beinni HÉR.

Ég veit voða lítið hvað ég á að segja um förðunina – hún var fullkomin í alla staði og Guðbjörg Huldís sló í gegn með þessu lúkki. Hún sagði mér baksviðs að hún hefði aldrei verið fullkomlega sátt með lúkkið fyr en þarna um morguninn í Hörpu – þá small allt saman og þessi töfrandi förðun varð til. Ég vil helst bara leyfa myndunum að segja sitt…

IMG_2159IMG_1936

Hér sjáið demo förðunina sem Guðbjörg gerði til að sýna stelpunum lúkkið. Hún Urður blasti við mér þegar ég labbaði inná svæðið og ég vissi bara ekki hvert ég ætlaði.

IMG_1934

Sjáið þið þessa fallegu blöndun um augun – ég bilast!

IMG_1959 IMG_2059 IMG_1984 IMG_1996 IMG_2007

Hér sjáið þið hárið sem Theodóra okkar hannaði – fullkomið við förðunina – svakalega gott samstarf greinilega þarna á milli!

IMG_2097

Ásdís að störfum…

IMG_2017 IMG_2081

Edda P opnaði sýninguna – hér er það hún Flóra sem farðar hana.

IMG_2165 IMG_2082 IMG_1998 IMG_2088 IMG_2151 IMG_2221

Það var ótúlega gaman að sjá hvað þetta dramatíska lúkk fór öllum þessu flottu og ólíku fyrirsætum vel.

IMG_2142 IMG_2256

Allt fer henni Andreu okkar vel en þetta lúkk var sérstaklega flott á henni!

IMG_2172 IMG_2174 IMG_2229

Fallega forsíðustúlkan hún Eydís gekk í þremur sýningum af fjórum þennan dag!

IMG_2269 IMG_2291 IMG_2202 IMG_2287

Brynja er líka með eitt af þessum andlitum sem fer allt vel – eruð þið að sjá þessa förðunarfegurð!

IMG_2324

… ég bilast þetta er svo fallegt!

IMG_2276 IMG_2333

Persónulega verð ég að segja að þessi förðun var sú flottasta á RFF í ár – ég get ekki enn hætt að hugsa um hana og Guðbjörg á skilið endalaust af hrósum fyrir þessa fegurð.

Hvað finnst ykkur?

EH

Gjafaleikur: Nýjustu ilmirinir frá Marc Jacobs

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Steinunn Edda

  17. March 2015

  Sammála ! Hrikalega flott og ég er obsessed með að farða þessa Brynju ! jedúddamía!

 2. Svart á Hvítu

  17. March 2015

  Hrikalega flott:) Vona svo líka að Theódóra sýni okkur meira um hárgreiðslurnar sem hún gerði… þessi hér að ofan er æði!

  • Jú það mun hún gera! Reyndi að tryggja það með því að taka nokkrar myndir af henni – sem minnir mig á það að ég þarf að senda henni þær;) Stelpan okkar sló í gegn með þvílíkt flottum greiðslum!