fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: ANOTHER CREATION

Góðan dag héðan úr Hörpu. Another Creation sýningin var að klárast rétt í þessu.

Við fengum að spyrjast fyrir um þessa flottu hönnun.

Hvaðan kemur innblásturinn fyrir línuna?
Línan sækir innblástur í sterkar kvenfyrirmyndir, þar á meðal samtímakonur og konur úr sögunni sem hafa skarað fram úr og finnst gaman að klæða sig upp til að ýkja ímyndina. Einnig er línan undir áhrifum frá tíðarandanum sem við búum við auk lítillar rómantíkur. Lúxus og glamúr í bland við ferskan götustíl. Sterkar línur, vönduð snið og djörf geómetrísk grafík í anda Art Deco stefnunnar einkenna haust-og vetrarlínu ANOTHER CREATION fyrir árið 2016.

Hvaða skilyrði leggið þið helst uppúr að hönnun ykkar uppfylli?
Í hönnunarferlinu verða allar vörur að búa yfir þeim eiginleika hægt að nota sé að nota þær á fleirri en eina vegu. Hún verður að vera kvenleg, valdamikil, framúrstefnuleg en klassísk á sama tíma.
Aðeins er notast við hágæða efni, aðallega frá Ítalíu og Íslandi. Gæði í saumaskap og frágangi er mjög mikilvægt.Frá kjólum til samfestinga, ullarkápa til loðhúfa, allar flíkurnar eru sígildar og hannaðar með það fyrir augum að lifa lengi í fataskápnum. Allar búa þær yfir hinum einstöku eiginleikum sem Another Creation byggir á: hægt er að breyta þeim á marga vegu – til að mynda með nýjum ermum, kraga eða viðsnúning – allt eftir óskum hvers og eins.
Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Það er ýmislegt skemmtilegt sem hefur gerst í hönnunarferlinu, til að mynda er alltaf gaman þegar ný efni detta í hús, þegar tónlistin smellur við myndefni og að sjá fyrirsæturnar passa í fötin er alltaf mjög góðs viti.

IMG_1442
IMG_1459
IMG_1707
Frábær sýning í alla staði!

Trommarinn á sviðinu gaf sýningunni líf og flotta stemningu.
Geomertísk form í bakgrunni pössuðu vel við Great gatsby fílinginn sem setti skemmtilegan svip á heildar útkomuna.
Kvenlegar og vandaðar flíkur, feldur, silki, falleg snið og multi functional flíkur voru einkennandi fyrir sýninguna.

Svarti silki samfestingurinn og fjaðra kápan stóðu upp úr að mínu mati.

Til hamingju með þessa flottu línu.
Ég hlakka til að fylgjast með Another Creation í framtíðinni.

Kolbrún Anna Vignisdóttir

MÓDELSPJALLIÐ - RAFN INGI

Skrifa Innlegg