fbpx

RFF 2017

MÓDELSPJALLIÐ – RAFN INGI

Ofur töffarinn Rafn Ingi sýndi fyrir JÖR í gærkvöldi með glæsibrag. Trendnet fékk að spyrja hann nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

11039991_10203782253813556_1628618727_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill? 

Sóley Ástudóttir kona bróður míns dró mig með sér á tiskusyningu þegar ég var i níunda eða tíunda bekk og þar hitti eg Andreu Brabin sem vildi fá mig á skrá hjá eskimo.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Ég get ekki sagt að ég eigi það nei.

11056741_10203782253733554_247714744_n

Hefur þú mikinn áhuga á tísku?

Áhuginn er einhverstaðar til staðar en hann er kannski ekkert gífurlega mikill.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Þau hafa nú flest verið skemmtileg, en mér finnst alltaf rosa notalegt að vinna með JÖR genginu.

11068771_10203782253853557_829899138_n

Hvaða hönnuð ert þú spenntastur fyrir á RFF hátíðinni í ár?

Ég næ því miður bara föstudeginum, og mun ég þá sýna fyrir JÖR. Það verður feikifín sýning. Svo var ég búinn ad heyra góða hluti um eyland sýninguna a laugardeginum.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Hann er lítill sem enginn.

11056811_10203782253773555_599349449_n

Framtíðarplön?

Ég stefni a tónlistarnám i haust. Annars er framhaldið óljost. Eitthvað til útlanda er alltaf nice.

Við þökkum Rafni kærlega fyrir spjallið!

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: JÖR

Skrifa Innlegg