Dagur 2 í London var dásamlegur í alla staði! Þetta var dagurinn sem ég hitti þrjár ótrúlega flottar konur og tvær þeirra hafa verið fyrirmyndir mínar í bjútíheiminum í nokkur ár núna – ef þið fylgist með mér á Instagram @ernahrund ættuð þið að fatta hvaða konur það eru – já ég er enn að jafna mig á spennufallinu.
Annað af dressum dagsins einkennist af fallegri flík sem ég sá að bættist líka í fataskápinn hennar Svönu á Svart á Hvítu nýlega – ég kolféll fyrir honum sjálf og klæddist honum við annars einfalt dress en hann poppaði svo sannarlega uppá það.
Pallíettukimono: AndreA Boutique
Buxur: Uppháar og dásamlegar frá Lee – þegar Andrea sagði mér að ég yrði að kaupa mér svona buxur þá hlýddi ég að sjálfsögðu og keypti mér einar svona buxur – sé ekki eftir því! Fást að sjálfsögðu í búðinni hennar :)
Hlýrabolur: VILA
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessir eru væntanlegir aftur ;)
Það er ekki amalegt að vera í London með einni dásamlegri vinkonu sem maður getur platað til að taka dressmyndir – takk Íris***
Ég er alveg að dýrka þennan kimono – fallegur finnst ykkur ekki?
Fylgist svo með því seinna í dag tilkynni ég á blogginu hvaða heppni lesandi fær kimono frá Andreu í 5 ára afmælisglaðning!
Knús frá London í síðasta sinn í bili :***
EH
Skrifa Innlegg