fbpx

Ljómandi fallegur highlighter

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsReal TechniquesRimmel

Varan sem ég skrifa um hér vann ég í happdrætti á vegum Rimmel. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég hef alltaf gaman af því að kynnast nýjum merkjum og nýlega komu vörurnar frá Rimmel til landsins og ég á nú ekki von á því að það hafi farið framhjá ykkur ;) En Rimmel er merki sem er breskt og eitt það allra vinsælasta þar í landi. Rimmel er þekktast fyrir maskarana sína og miðað við það sem ég sé meðal íslensku snapparanna þá er það svakalega þekkt fyrir Stay Matte púðrið! Ég hef nú ekki sjálf prófað það en trúi því vel það lúkkar alla vega mjög vel. En ég hef alltaf mjög gaman að skoða alls konar vörur og svona ódýr merki sem kallast drugstore merki í bjútíbransanum luma alltaf á einhverjum óslípuðum demöntum sem kannski ekki allir taka eftir bein strax en enginn má láta fráhjá sér fara. Ég er búin að finna óslípaða demantinn frá Rimmel!!!

Þegar ég fór á kynninguna hjá Rimmel var happdrætti þar sem voru dregnir út auka vinningar sem innihéldu skemmtilegar vörur frá merkinu. Ég var svo svakalega heppin að vinna einn af þessum vinningum og þar var þessi gersemi. Hér sjáið þið einn fallegasta highlighterinn inní ódýru deildinni algjör fjársjóður – Good to Glow!

rimmellighter3

Þetta er kremkennd formúla sem dreifist mjög vel og gefur húðinni mjög fallegan þrívíddarljóma sem blandast fallega saman við húðina. Ég kýs yfirleitt að nota Duo Fiber bursta eins og þennan sem þið sjáið á myndinni þegar ég vil fá mikinn ljóma. Duo Fiber er nefninlega tól sem leyfir vörunum að njóta sín betur ef maður notar þéttari bursta fer maður að blanda vörunum meira og meira saman það vildi ég ekki hér. Frekar nota ég minna of vörunum og fæ mikinn ljóma.

rimmellighter

Ég mæli með því að þið setjið bara nokkrar doppur með highlighternum yfir svæði húðarinnar sem þið viljið að ljómi og með léttum strokum jafnið áferðina og gefið húðinni ljóma.

rimmellighter4

Hér vildi ég svona aðeins ná að sýna litinn, hér er ég með mjög þétta áferð af honum. Það sem ég fýla við þessa formúlu er að hún þornar. Hún er blaut þegar hún er borin á húðina og svo vinnum við hann til og fullkomnum áferðina og ljóminn þornar á sínum stað og verður mattur. Svo húðin verður ekki eins og hún sé blaut hún ljómar bara heilbrigðum ljóma sem er það sem ég kýs.

Ég fór að skoða þessa vöru inní Rimmel standinum um daginn og sá að hún kemur í nokkrum litum. Liturinn sem ég er með er nr. 001 og mér finnst hann mjög fallegur. Það er smá bleikur undirtónn í litnum sem gefur glóðinni frískleika. Svo er annar sem er meira orange og annar sem er meira brúntóna ég þarf endilega að skoða þá betur og mögulega sýna ykkur ef mér líst nógu vel á þá til að kaupa :)

rimmellighter2

Á myndunum af sjálfri mér sjáið þið ljómann sem liggur ofan á kinnbeinunum mínum en það er Good to Glow. Virkilega fallegur og heilbrigður ljómi. Highlighter er settur á svæði húðarinnar sem standa upp til að draga þau enn meira upp og vekja athygli.

Önnur svæði sem þið gætuð notað highlighterinn á eru:

 • Í kringum varirnar til að draga athygli að vörunum.
 • Yfir varalitinn ykkar í miðju varanna til að draga miðju þeirra fram svo þær virðist þrýstnari.
 • Niður eftir nefinu, bara rétt í miðju nefsins til að grenna ásýnd þess.
 • Í innri augnkróka augnanna til að gefa þeim ljóma og til að opna augnsvæðið.
 • Undir augabrúnirnar þar sem þær bogna til að lyfta þeim enn meira upp.

En klassískasta svæðið er auðvitað ofan á kinnbeinin og upp í eins konar C þannig að ljóminn fari frá kinnbeinum og upp í C-ið :)

Mæli með – skemmtileg vara sem gefur húðinni líf og frískleika!

Erna Hrund

p.s. áður en þið spurjið þá koma hér Rimmel sölustaðirnir sem ég veit af… Hagkaup Kringlu, Smáralind og Skeifu. Lyf og Heilsu Austurveri og JL húsinu og Apótekaranum í Helluhrauni í HHJ ;)

Ari by Ariana Grande

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Bylgja

  25. November 2015

  Væri hægt að blanda nokkrum dropum af Good to Glow við farða og setja yfir allt andlitið til að fà dewy húð?

 2. Rut R.

  25. November 2015

  Er mjög spennt að prufa þessa vöru.
  Hljómar líkt og Fresh Face Brightening kremið frá Victoria’s Secret. Hefur þú prufað það? það er æðislegt fyrir létt og náttúrulegt highlight finnst mér :D

   • Rut R.

    25. November 2015

    Mér finnst það æðislegt í að highlighta :D