FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Gjafaleikur með Rimmel Iceland

Ég Mæli MeðLúkkMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniRimmel

Gjafaleikurinn er unninn í samstarf við Rimmel á Íslandi sem gefur vörunar :)

Ég er nú búin að draga útúr leiknum og hér sjáið þið nöfnin á sigurvegurunum…

Screen Shot 2015-12-21 at 7.04.30 PM Screen Shot 2015-12-21 at 7.04.19 PM

Endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þið getið nálgast vinninginn!

Í tilefni hátíðarinnar langar mig í samstarfi við eitt nýjasta merkið á Íslandi Rimmel að efna til skemmtilegs gjafaleiks! Ég setti saman tvö lúkk með vörum frá merkinu þar sem okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess að það voru að koma nýjir varalitir frá merkinu The Only 1 Lipstick. Það sem er svo sérstakt við þessa varaliti er endingin en pigmentin eru alveg svakalega flott og ég tek heilshugar undir það sjálf, en um leið er mikil næring í varalitunum.

Þið getið hér átt kost á að vinna 4 vörur frá merkinu. Við settum saman tvö sett af fjórum vörum sem gegna lykilhlutverki í lúkkunum hér fyrir neðan. Þið getið auðveldlega náð lúkkunum með þessum vörum. Mér fannst þetta dáldið skemmtilegur og öðruvísi leikur að gera með ykkur og ég vona að þið takið vel í hann!

Í gær var fyrsti dagurinn minn síðan ég skreið uppúr veikindunum mínum svo ég hef svo sannarlega litið betur út og skjálfhenta ég gerði mitt allra besta til að skapa skemmtileg lúkk handa ykkur og ég vona að ég nái nú að koma þessu vel frá mér í gegnum þessar myndir…

Lúkk 1:

Hér langaði mig að gera svona ekta rauðar varir með eyeliner. Hér er ég mega spennt fyrir þessum maskara, hann er með gúmmíbursta og ég er að fýla hann mjög vel hann er svona eins og ég vil hafa þá, það kemur ekkert alltof mikið í einu á augnhárin svo ég næ að gera þau alveg eins og ég vil. Ég elska þennan fallega rauða lit á vörunum hann er mjög flottur og á eftir að fara mörgum. Svo er ég auðvitað mikill Good to Glow fan eins og þið vitið nú þegar…

rimmelleikur7

Good to Glow í litnum Piccadilly Glow – Wonder’Full Mascara – The Only 1 Lipstick í litnum Best of The Best nr. 510 & Scandal Eyes Precision Micro Eyelner.

rimmelleikur14

 gvuð hvað ég er þrútin í kringum augun, þið verðið að afsaka sjúklinginn… ég er alveg með tremma yfir þessum myndum…

Lúkk 2: 

Hér langaði mig að gera smá svona allt annað meira mjúkt í kringum augun meiri svona smokey fíling. Ef ég á að segja hvað mér finnst þá er ég meira fyrir svona en þið kannski vitið það. Ég elska þennan fallega varalit og ég var bara með þessa förðun allan daginn í gær. Ég fann virkilega hvað varaliturinn gaf vörunum mínum góða næringu og liturinn sjálfur er mjög klassískur og fallegur.

En hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu, þessar vörur gætu orðið ykkar ef þið veljið þetta lúkk…

rimmelleikur8

The Only 1 Lipstick í litnum It’s A Keeper nr. 200 – Super Curler 24H Mascara – Brow This Way Brow Styling Gel & Magnif’Eyes Mono Eyeshadow í litnum Millionaire nr. 002.

rimmelleikur10

Þá eruð þið búnar að sjá lúkkin tvö nú er spurning hvort þið fýlið betur og hvort settið af vörunum ykkur langar í! Til að eiga kost á því að eignast vörurnar megið þið…

1. Setja Like við þessa færslu og deila henni þannig á Facebook
2. Fara inná Rimmel Iceland og smella á Like svo þið getið nú fylgst vel með!
3. Setja athugasemd við þessa færslu með nafninu ykkar og hvort settið af vörunum ykkur langar í!

Hlakka til að sjá hvað ykkur finnst :)

Ég dreg út vinningshafa á fimmtudaginn!

Erna Hrund
þessi sem nennir ekki að vera veik lengur…

Ljómandi fallegur highlighter

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsReal TechniquesRimmel

Varan sem ég skrifa um hér vann ég í happdrætti á vegum Rimmel. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég hef alltaf gaman af því að kynnast nýjum merkjum og nýlega komu vörurnar frá Rimmel til landsins og ég á nú ekki von á því að það hafi farið framhjá ykkur ;) En Rimmel er merki sem er breskt og eitt það allra vinsælasta þar í landi. Rimmel er þekktast fyrir maskarana sína og miðað við það sem ég sé meðal íslensku snapparanna þá er það svakalega þekkt fyrir Stay Matte púðrið! Ég hef nú ekki sjálf prófað það en trúi því vel það lúkkar alla vega mjög vel. En ég hef alltaf mjög gaman að skoða alls konar vörur og svona ódýr merki sem kallast drugstore merki í bjútíbransanum luma alltaf á einhverjum óslípuðum demöntum sem kannski ekki allir taka eftir bein strax en enginn má láta fráhjá sér fara. Ég er búin að finna óslípaða demantinn frá Rimmel!!!

Þegar ég fór á kynninguna hjá Rimmel var happdrætti þar sem voru dregnir út auka vinningar sem innihéldu skemmtilegar vörur frá merkinu. Ég var svo svakalega heppin að vinna einn af þessum vinningum og þar var þessi gersemi. Hér sjáið þið einn fallegasta highlighterinn inní ódýru deildinni algjör fjársjóður – Good to Glow!

rimmellighter3

Þetta er kremkennd formúla sem dreifist mjög vel og gefur húðinni mjög fallegan þrívíddarljóma sem blandast fallega saman við húðina. Ég kýs yfirleitt að nota Duo Fiber bursta eins og þennan sem þið sjáið á myndinni þegar ég vil fá mikinn ljóma. Duo Fiber er nefninlega tól sem leyfir vörunum að njóta sín betur ef maður notar þéttari bursta fer maður að blanda vörunum meira og meira saman það vildi ég ekki hér. Frekar nota ég minna of vörunum og fæ mikinn ljóma.

rimmellighter

Ég mæli með því að þið setjið bara nokkrar doppur með highlighternum yfir svæði húðarinnar sem þið viljið að ljómi og með léttum strokum jafnið áferðina og gefið húðinni ljóma.

rimmellighter4

Hér vildi ég svona aðeins ná að sýna litinn, hér er ég með mjög þétta áferð af honum. Það sem ég fýla við þessa formúlu er að hún þornar. Hún er blaut þegar hún er borin á húðina og svo vinnum við hann til og fullkomnum áferðina og ljóminn þornar á sínum stað og verður mattur. Svo húðin verður ekki eins og hún sé blaut hún ljómar bara heilbrigðum ljóma sem er það sem ég kýs.

Ég fór að skoða þessa vöru inní Rimmel standinum um daginn og sá að hún kemur í nokkrum litum. Liturinn sem ég er með er nr. 001 og mér finnst hann mjög fallegur. Það er smá bleikur undirtónn í litnum sem gefur glóðinni frískleika. Svo er annar sem er meira orange og annar sem er meira brúntóna ég þarf endilega að skoða þá betur og mögulega sýna ykkur ef mér líst nógu vel á þá til að kaupa :)

rimmellighter2

Á myndunum af sjálfri mér sjáið þið ljómann sem liggur ofan á kinnbeinunum mínum en það er Good to Glow. Virkilega fallegur og heilbrigður ljómi. Highlighter er settur á svæði húðarinnar sem standa upp til að draga þau enn meira upp og vekja athygli.

Önnur svæði sem þið gætuð notað highlighterinn á eru:

  • Í kringum varirnar til að draga athygli að vörunum.
  • Yfir varalitinn ykkar í miðju varanna til að draga miðju þeirra fram svo þær virðist þrýstnari.
  • Niður eftir nefinu, bara rétt í miðju nefsins til að grenna ásýnd þess.
  • Í innri augnkróka augnanna til að gefa þeim ljóma og til að opna augnsvæðið.
  • Undir augabrúnirnar þar sem þær bogna til að lyfta þeim enn meira upp.

En klassískasta svæðið er auðvitað ofan á kinnbeinin og upp í eins konar C þannig að ljóminn fari frá kinnbeinum og upp í C-ið :)

Mæli með – skemmtileg vara sem gefur húðinni líf og frískleika!

Erna Hrund

p.s. áður en þið spurjið þá koma hér Rimmel sölustaðirnir sem ég veit af… Hagkaup Kringlu, Smáralind og Skeifu. Lyf og Heilsu Austurveri og JL húsinu og Apótekaranum í Helluhrauni í HHJ ;)

MÆLI MEÐ

J'ADORE

..Naglalakkinu frá Rimmel!

Málaði 2 umferðir á mínar neglur fyrir um cirka viku, síðan þá er ég búin að brussast slatta og það verður að teljast met að þær líta enn svona vel út! Ég mun klárlega kaupa mér lakk frá Rimmel héðan í frá.

..

I recommend a nail polish from Rimmel. Painted to coats on me about a week ago and through all my clumsiness is still look this good! Def. gonna by more of these in the future.

PS